Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2025 15:45 Ísland þarf mikinn viðsnúning frá leikjunum við Kósovó til þess að eiga möguleika í undankeppni HM í haust. Þá ætti liðið þó að geta spilað heimaleiki sína á Íslandi. EPA-EFE/Marcial Guillen Nýja-Sjáland varð í nótt fimmta liðið til þess að festa sér sæti á HM karla í fótbolta sumarið 2026. Nýsjálendingar verða þá með í þriðja sinn en leiðin hefur aldrei verið greiðari fyrir þá. Ísland á hins vegar erfiða leið fyrir höndum. Eftir fjölgun liða á HM úr 32 í 48 fékk Eyjaálfa í fyrsta sinn eitt öruggt sæti á HM og nú hefur Nýja-Sjáland tryggt sér það. Ástralía spilar í undankeppni Asíu líkt og liðið hóf að gera fyrir mörgum árum og því er samkeppnin lítil fyrir Nýsjálendinga sem þó þurftu að hafa fyrir hlutunum í úrslitaleik við Nýju Kaledóníu í nótt. Staðan var markalaus í hálfleik og Chris Wood, markahrókur Nottingham Forest, fór svo meiddur af velli snemma í seinni hálfleik. Það kom þó ekki að sök og Nýja-Sjáland tryggði sér HM-farseðilinn með 3-0 sigri. Áður hafði Japan orðið fyrsta þjóðin til að vinna sér inn HM-farseðil og svo eiga gestgjafarnir (Bandaríkin, Mexíkó og Kanada) öruggt sæti á mótinu. Ísland fékk Frakkland og Heimir glímir við Portúgal Undankeppnin í Evrópu hefur svo loks tekið á sig skýrari mynd eftir að 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar lauk í gær. Sigurliðin þar fóru nefnilega í ákveðin laus pláss í fjögurra liða riðlum en tapliðin í fimm liða riðla. Frakkland bættist í riðil Íslands með því að slá út Króatíu sem því spilar í L-riðli. Heimir Hallgrímsson og Írarnir hans þurfa að kljást við Portúgal eftir að Portúgalar slógu Dani út. Það er nefnilega svo að liðin sem komust í undanúrslit Þjóðadeildar, eins og Frakkland og Portúgal, urðu að vera í fjögurra liða riðlum til að allt passaði í leikjadagatalinu en fullmótaða riðla í evrópsku undankeppni HM má sjá hér að neðan. Undanriðlar HM í Evrópu. Keppni er þegar hafin í fimm liða riðlunum.@footrankings Mbappé til Reykjavíkur í október Ísland leikur í riðli með Aserbaísjan, Úkraínu og Frakklandi og fer hún fram frá september fram í nóvember. Efsta liðið kemst beint á HM og liðið í 2. sæti í umspil. Heimaleikur Íslands við Kylian Mbappé og félaga í franska landsliðinu er settur á 13. október, fimm dögum eftir að Ísland tekur á móti Úkraínu. Áætlað er að heimaleikir Íslands fari allir fram á endurbættum Laugardalsvelli, eftir að liðið neyddist til að spila heimaleik sinn gegn Kósovó í gær í Murcia á Spáni. Leikir Íslands í undankeppni HM: 5. sept: Ísland – Aserbaísjan 9. sept: Frakkland – Ísland 10. okt: Ísland – Úkraína 13. okt: Ísland – Frakkland 13. nóv: Aserbaísjan – Ísland 16. nóv: Úkraína - Ísland HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Sjá meira
Eftir fjölgun liða á HM úr 32 í 48 fékk Eyjaálfa í fyrsta sinn eitt öruggt sæti á HM og nú hefur Nýja-Sjáland tryggt sér það. Ástralía spilar í undankeppni Asíu líkt og liðið hóf að gera fyrir mörgum árum og því er samkeppnin lítil fyrir Nýsjálendinga sem þó þurftu að hafa fyrir hlutunum í úrslitaleik við Nýju Kaledóníu í nótt. Staðan var markalaus í hálfleik og Chris Wood, markahrókur Nottingham Forest, fór svo meiddur af velli snemma í seinni hálfleik. Það kom þó ekki að sök og Nýja-Sjáland tryggði sér HM-farseðilinn með 3-0 sigri. Áður hafði Japan orðið fyrsta þjóðin til að vinna sér inn HM-farseðil og svo eiga gestgjafarnir (Bandaríkin, Mexíkó og Kanada) öruggt sæti á mótinu. Ísland fékk Frakkland og Heimir glímir við Portúgal Undankeppnin í Evrópu hefur svo loks tekið á sig skýrari mynd eftir að 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar lauk í gær. Sigurliðin þar fóru nefnilega í ákveðin laus pláss í fjögurra liða riðlum en tapliðin í fimm liða riðla. Frakkland bættist í riðil Íslands með því að slá út Króatíu sem því spilar í L-riðli. Heimir Hallgrímsson og Írarnir hans þurfa að kljást við Portúgal eftir að Portúgalar slógu Dani út. Það er nefnilega svo að liðin sem komust í undanúrslit Þjóðadeildar, eins og Frakkland og Portúgal, urðu að vera í fjögurra liða riðlum til að allt passaði í leikjadagatalinu en fullmótaða riðla í evrópsku undankeppni HM má sjá hér að neðan. Undanriðlar HM í Evrópu. Keppni er þegar hafin í fimm liða riðlunum.@footrankings Mbappé til Reykjavíkur í október Ísland leikur í riðli með Aserbaísjan, Úkraínu og Frakklandi og fer hún fram frá september fram í nóvember. Efsta liðið kemst beint á HM og liðið í 2. sæti í umspil. Heimaleikur Íslands við Kylian Mbappé og félaga í franska landsliðinu er settur á 13. október, fimm dögum eftir að Ísland tekur á móti Úkraínu. Áætlað er að heimaleikir Íslands fari allir fram á endurbættum Laugardalsvelli, eftir að liðið neyddist til að spila heimaleik sinn gegn Kósovó í gær í Murcia á Spáni. Leikir Íslands í undankeppni HM: 5. sept: Ísland – Aserbaísjan 9. sept: Frakkland – Ísland 10. okt: Ísland – Úkraína 13. okt: Ísland – Frakkland 13. nóv: Aserbaísjan – Ísland 16. nóv: Úkraína - Ísland
Leikir Íslands í undankeppni HM: 5. sept: Ísland – Aserbaísjan 9. sept: Frakkland – Ísland 10. okt: Ísland – Úkraína 13. okt: Ísland – Frakkland 13. nóv: Aserbaísjan – Ísland 16. nóv: Úkraína - Ísland
HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Sjá meira