Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 25. mars 2025 20:02 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Spurning barst frá lesanda: „Ég fæ nánast alltaf fullnægingu þegar ég rúnka mér. Ég fæ það sjaldnar í kynlífi. Er þetta bara eðlilegt eða ætti ég að hafa áhyggjur?" 42 ára karl. Sjálfsfróun. Rúnk. Handrið. Klappa rottunni. Flengja apann. Temja drekann. Fara út með hundinn. DJ-a. Sama hvað við köllum það þá hefur umræðan um sjálfsfróun heldur betur þróast og breyst! Sjálfsfróun veldur ekki blindu, höfuðverkjum, hárvexti í lófa eða breytingum á kynfærum. Í gegnum aldirnar hafa þó hinar ýmsu mýtur verið á sveimi um sjálfsfróun oft með það að markmiðið að draga úr því að fólki stundi það að fróa sér. Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi sem er neðar í greininni. Sjálfsfróun ýtir undir kynlöngun þrátt fyrir að margir haldi hið gagnstæða. Vísir/Getty Í dag er sjálfsfróun enn tabú! Ég heyri stundum frá fólki í langtíma sambandi að það eigi ekki að stunda sjálfsfróun ef þú ert í sambandi. Sum óttast að ef þú fróar þér þá muni löngun þín í kynlíf minnka. Sjálfsfróun er góð leið til að hlúa að eigin þörfum, losa spennu og er frábær leið til að kynnast eigin löngunum og kynfæri. Það að stunda sjálfsfróun getur ýtt undir kynlöngun, sem getur einmitt leitt til þess að þú ferð að stunda kynlíf oftar. Mjög ósennilega mun aukin unaður og vellíðan bitna á kynlífi eða sambandinu. Vissulega geta verið ástæður fyrir því að setja sjálfsfróun mörk en það er í þeim tilfellum þar sem sjálfsfróun er farin að hafa slæm áhrif á líðan, fer yfir eigin mörk eða annarra eða þegar viðkomandi hefur ekki lengur stjórn á eigin sjálfsfróun eða klám áhorfi. Í þessum tilfellum er sjálfsfróunin oft farin að hafa verulega neikvæð áhrif á sambandið eða eigin líðan. En aftur að spurningunni. Þú ert ekki einn um þetta kæri lesandi! Mörg upplifa mun á fullnægingu í sjálfsfróun og kynlífi. Það er vert að skoða hvað er öðruvísi í sjálfsfróun og kynlífi hjá þér? Hvað stuðlar að fullnægingu þegar þú ert einn? Í sjálfsfróun er oft minna áreiti, þú hefur fulla stjórn á aðstæðum, þú veist nákvæmlega hvernig þér finnst gott að fróa þér og hversu þétt þú vilt láta taka utan um liminn. Ertu að horfa á klám eða lesa erótíska sögu? Ertu að fantasera um eitthvað ákveðið? Ertu afslappaðri því þú ert að minna að fókusera á frammistöðu þína? Þegar við erum komin á þann stað að eiga erfitt með að fá fullnægingu nema við ákveðnar aðstæður er hægt að gera eitt annað til að vinna í því. Í sjálfsfróun er oft minna um ytra áreiti og viðkomandi hefur fullkomna stjórn á aðstæðum annað en í kynlífi. Vísir/Getty Prófaðu að auka fjölbreytni í sjálfsfróun. Stundaðu sjálfsfróun með múffu, sleipiefni eða notaðu þá hönd sem þú notar sjaldnar. Æfðu þig að taka ekki eins fast utan um liminn. Fyrir áhugasöm er hægt að gúggla Death Grip Syndrome, en með tímanum getur of þétt grip byrjað ákveðin vítahring sem getur leitt til þess að það er erfiðara að fá það með maka. Ef þú ert orðinn vanur því að horfa á klám prófaðu að sleppa því og nota ímyndunaraflið. Taktu pásu frá sjálfsfróun ef þú finnur að það er erfitt að gera þessar ofantöldu breytingar á þinni sjálfsfróun. Svo er hægt að byrja rólega á ný þegar kynlöngun kviknar í stað þess að stunda sjálfsfróun út frá vana. Taktu pressuna af þér með því að ræða við maka. Það er mikilvægt að kynlíf snúist ekki um frammistöðu, eða fullnægingu, heldur um unað og vellíðan. Með því að taka pressuna af er auðveldara að njóta og slaka betur á, sem getur frekar leitt til þess að þú fáir það. Þú getur líka sett sjálfsfróun inn í kynlíf með maka/bólfélaga. Með því að fá fullnægingu í kynlífið tengiru smátt og smátt kynlíf við fullnægingar á ný. Talaðu um það sem þér finnst gott og taktu þínar fantasíur með þér inn í kynlífið. Fantasíur þurfa ekki að verða að veruleika en leyfðu þér að hugsa um það sem kveikir í þér, líka þegar þú ert að stunda kynlíf. Ef þú hefur ekki rætt það sem þér finnst gott við maka/bólfélaga er aldrei of seint að byrja það samtal. Fullnæging er ekki mælikvarði á gott kynlíf. En ef þig langar að njóta meira í kynlífi með öðrum, þá skiptir máli að vera forvitinn, opinn og prófa að gera breytingar. Gangi þér vel <3 Allar greinar eftir Aldísi þar sem hún svarar fjölbreyttum spurningum lesenda má finna á sama stað á Vísi. Kynlífið með Aldísi Kynlíf Tengdar fréttir Hvað skal gera þegar ADHD makans er að eyðileggja sambandið? Spurning barst frá lesanda: „Maki minn er með ADHD sem hefur mikil áhrif á sambandið okkar. Mér finnst ég oft detta í það hlutverk að halda skipulagi fyrir okkur bæði, minna hann á og furðu mikill tími fer í leita af hlutum sem týnast. Þessu fylgir mikil streita og oft er mikið kaos í kringum okkar en þetta hefur líka áhrif á kynlífið okkar. Ertu með einhver ráð?“ - 39 ára kona. 18. mars 2025 20:00 Ein lausn er að liggja hlið við hlið og fróa sér Jæja haustið er komið, rútínan mætt og foreldrar landsins fagna. Eitt af því sem ég heyri frá foreldrum er að sumarið sé tími sem einkennist af mjög mörgu… öðru en kynlífi. Þannig að kannski má segja að sumarið sé ekki alltaf tíminn! 17. september 2024 20:01 Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Spurning barst frá lesenda svo hljóðandi: „Mér finnst gott að nota dildó á sjálfan mig. Mér finnst það mjög tabú meðal gagnkynhneigðra karla, en er það algengt eða er það bara fyrir samkynhneigða karla?” - 30 ára karl 29. október 2024 20:01 Mest lesið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Fleiri fréttir Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Sjá meira
Sjálfsfróun. Rúnk. Handrið. Klappa rottunni. Flengja apann. Temja drekann. Fara út með hundinn. DJ-a. Sama hvað við köllum það þá hefur umræðan um sjálfsfróun heldur betur þróast og breyst! Sjálfsfróun veldur ekki blindu, höfuðverkjum, hárvexti í lófa eða breytingum á kynfærum. Í gegnum aldirnar hafa þó hinar ýmsu mýtur verið á sveimi um sjálfsfróun oft með það að markmiðið að draga úr því að fólki stundi það að fróa sér. Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi sem er neðar í greininni. Sjálfsfróun ýtir undir kynlöngun þrátt fyrir að margir haldi hið gagnstæða. Vísir/Getty Í dag er sjálfsfróun enn tabú! Ég heyri stundum frá fólki í langtíma sambandi að það eigi ekki að stunda sjálfsfróun ef þú ert í sambandi. Sum óttast að ef þú fróar þér þá muni löngun þín í kynlíf minnka. Sjálfsfróun er góð leið til að hlúa að eigin þörfum, losa spennu og er frábær leið til að kynnast eigin löngunum og kynfæri. Það að stunda sjálfsfróun getur ýtt undir kynlöngun, sem getur einmitt leitt til þess að þú ferð að stunda kynlíf oftar. Mjög ósennilega mun aukin unaður og vellíðan bitna á kynlífi eða sambandinu. Vissulega geta verið ástæður fyrir því að setja sjálfsfróun mörk en það er í þeim tilfellum þar sem sjálfsfróun er farin að hafa slæm áhrif á líðan, fer yfir eigin mörk eða annarra eða þegar viðkomandi hefur ekki lengur stjórn á eigin sjálfsfróun eða klám áhorfi. Í þessum tilfellum er sjálfsfróunin oft farin að hafa verulega neikvæð áhrif á sambandið eða eigin líðan. En aftur að spurningunni. Þú ert ekki einn um þetta kæri lesandi! Mörg upplifa mun á fullnægingu í sjálfsfróun og kynlífi. Það er vert að skoða hvað er öðruvísi í sjálfsfróun og kynlífi hjá þér? Hvað stuðlar að fullnægingu þegar þú ert einn? Í sjálfsfróun er oft minna áreiti, þú hefur fulla stjórn á aðstæðum, þú veist nákvæmlega hvernig þér finnst gott að fróa þér og hversu þétt þú vilt láta taka utan um liminn. Ertu að horfa á klám eða lesa erótíska sögu? Ertu að fantasera um eitthvað ákveðið? Ertu afslappaðri því þú ert að minna að fókusera á frammistöðu þína? Þegar við erum komin á þann stað að eiga erfitt með að fá fullnægingu nema við ákveðnar aðstæður er hægt að gera eitt annað til að vinna í því. Í sjálfsfróun er oft minna um ytra áreiti og viðkomandi hefur fullkomna stjórn á aðstæðum annað en í kynlífi. Vísir/Getty Prófaðu að auka fjölbreytni í sjálfsfróun. Stundaðu sjálfsfróun með múffu, sleipiefni eða notaðu þá hönd sem þú notar sjaldnar. Æfðu þig að taka ekki eins fast utan um liminn. Fyrir áhugasöm er hægt að gúggla Death Grip Syndrome, en með tímanum getur of þétt grip byrjað ákveðin vítahring sem getur leitt til þess að það er erfiðara að fá það með maka. Ef þú ert orðinn vanur því að horfa á klám prófaðu að sleppa því og nota ímyndunaraflið. Taktu pásu frá sjálfsfróun ef þú finnur að það er erfitt að gera þessar ofantöldu breytingar á þinni sjálfsfróun. Svo er hægt að byrja rólega á ný þegar kynlöngun kviknar í stað þess að stunda sjálfsfróun út frá vana. Taktu pressuna af þér með því að ræða við maka. Það er mikilvægt að kynlíf snúist ekki um frammistöðu, eða fullnægingu, heldur um unað og vellíðan. Með því að taka pressuna af er auðveldara að njóta og slaka betur á, sem getur frekar leitt til þess að þú fáir það. Þú getur líka sett sjálfsfróun inn í kynlíf með maka/bólfélaga. Með því að fá fullnægingu í kynlífið tengiru smátt og smátt kynlíf við fullnægingar á ný. Talaðu um það sem þér finnst gott og taktu þínar fantasíur með þér inn í kynlífið. Fantasíur þurfa ekki að verða að veruleika en leyfðu þér að hugsa um það sem kveikir í þér, líka þegar þú ert að stunda kynlíf. Ef þú hefur ekki rætt það sem þér finnst gott við maka/bólfélaga er aldrei of seint að byrja það samtal. Fullnæging er ekki mælikvarði á gott kynlíf. En ef þig langar að njóta meira í kynlífi með öðrum, þá skiptir máli að vera forvitinn, opinn og prófa að gera breytingar. Gangi þér vel <3 Allar greinar eftir Aldísi þar sem hún svarar fjölbreyttum spurningum lesenda má finna á sama stað á Vísi.
Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi sem er neðar í greininni.
Kynlífið með Aldísi Kynlíf Tengdar fréttir Hvað skal gera þegar ADHD makans er að eyðileggja sambandið? Spurning barst frá lesanda: „Maki minn er með ADHD sem hefur mikil áhrif á sambandið okkar. Mér finnst ég oft detta í það hlutverk að halda skipulagi fyrir okkur bæði, minna hann á og furðu mikill tími fer í leita af hlutum sem týnast. Þessu fylgir mikil streita og oft er mikið kaos í kringum okkar en þetta hefur líka áhrif á kynlífið okkar. Ertu með einhver ráð?“ - 39 ára kona. 18. mars 2025 20:00 Ein lausn er að liggja hlið við hlið og fróa sér Jæja haustið er komið, rútínan mætt og foreldrar landsins fagna. Eitt af því sem ég heyri frá foreldrum er að sumarið sé tími sem einkennist af mjög mörgu… öðru en kynlífi. Þannig að kannski má segja að sumarið sé ekki alltaf tíminn! 17. september 2024 20:01 Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Spurning barst frá lesenda svo hljóðandi: „Mér finnst gott að nota dildó á sjálfan mig. Mér finnst það mjög tabú meðal gagnkynhneigðra karla, en er það algengt eða er það bara fyrir samkynhneigða karla?” - 30 ára karl 29. október 2024 20:01 Mest lesið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Fleiri fréttir Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Sjá meira
Hvað skal gera þegar ADHD makans er að eyðileggja sambandið? Spurning barst frá lesanda: „Maki minn er með ADHD sem hefur mikil áhrif á sambandið okkar. Mér finnst ég oft detta í það hlutverk að halda skipulagi fyrir okkur bæði, minna hann á og furðu mikill tími fer í leita af hlutum sem týnast. Þessu fylgir mikil streita og oft er mikið kaos í kringum okkar en þetta hefur líka áhrif á kynlífið okkar. Ertu með einhver ráð?“ - 39 ára kona. 18. mars 2025 20:00
Ein lausn er að liggja hlið við hlið og fróa sér Jæja haustið er komið, rútínan mætt og foreldrar landsins fagna. Eitt af því sem ég heyri frá foreldrum er að sumarið sé tími sem einkennist af mjög mörgu… öðru en kynlífi. Þannig að kannski má segja að sumarið sé ekki alltaf tíminn! 17. september 2024 20:01
Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Spurning barst frá lesenda svo hljóðandi: „Mér finnst gott að nota dildó á sjálfan mig. Mér finnst það mjög tabú meðal gagnkynhneigðra karla, en er það algengt eða er það bara fyrir samkynhneigða karla?” - 30 ára karl 29. október 2024 20:01