Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. mars 2025 20:00 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir íslenska innviði undir stöðugum árásum frá erlendum netárásarhópum. Vísir/Anton Brink Ríkislögeglustjóri segir fjölmarga skipulagða glæpahópa starfa hér á landi. Dæmi séu um að þeir hafi verið nýttir af erlendum ríkjum til að fremja skemmdarverk. Öryggis- og varnarmál voru til umræðu á ráðstefnu sem blásið var til af embætti ríkislögreglustjóra og fór fram í morgun. Ýmislegt kom fram á ráðstefnunni, til að mynda að erlend ríki hafi stundað njósnir hér á landi í mun meira mæli en flestir telja. „Það er að okkar mati njósnastarfsemi hér eins og á öllum vesturlöndum. Hún er að hluta til kannski meira núna einfaldlega vegna þeirrar stöðu sem er í Evrópu,“ segir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn og yfirmaður öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra. „Það væri bara einfeldni af okkur að halda að þetta sé ekki gert hér.“ Vinni að því að veikja lýðræðið Vitað er að Kínverjar hafi stundað njósnir hérlendis og áhyggjur eru uppi af ógn frá Rússlandi, Íran og Norður-Kóreu. Ríkislögreglustjóri segir að huga þurfi vel að þessu málum nú vegna ástandsins í heimsmálum. „Við erum ekki á friðartímum, við erum heldur ekki á stríðstímum, við erum á gráa svæðinu þar á milli,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Hún segir erlend ríki hafa nýtt skipulagða glæpahópa til að ganga erinda sinna. „Í að veikja lýðræðið, til dæmis með netárásum,“ segir Sigríður. Undir sífelldum árásum Hafa verið dæmi um það hér á landi? „Já, það hafa verið dæmi um það hér á landi. Það sem ég man helst eftir var þegar rússneskur hakkarahópur fór inn og yfirtók gögn hjá Árvakri, það var síðasta sumar ef ég man rétt. Við erum sífellt undir árásum.“ Fjölmargir skipulagðir glæpahópar starfi hér á landi, til dæmis hópar frá Albaníu og Venesúela. „Við skulum ekki halda að Íslendingar komi ekki nálægt þessu, þeir eru bæði virkir hér og þeir eru líka virkir í glæpastarfsemi erlendis og eru að flytja inn efni til Íslands. Það sem er kannski alvarlegast í því er mansalið og við þurfum sannarlega að gera betur í því.“ Lögreglumál Lögreglan Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Forstöðumaður netöryggissveitar CERT-IS segir netárásum sem stofnunin sinnir árlega fara fjölgandi. Gagnagíslatökur hafi tvöfaldast milli ára, fjórða árið í röð. Stofnunin fylgist með fótsporum njósnahópa sem hafi „stóraukið“ virkni sína undanfarið og beini sjónum sínum að yfirvöldum og framleiðslufyrirtækjum. 27. mars 2025 12:30 Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Yfirmaður öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra segir tímabært að opna umræðuna um njósnir Kínverja á Íslandi þótt þær séu viðkvæmt mál. Í nýju stöðumati um öryggisáskoranir er óvissa sögð ríkja um starfsemi kínverskrar norðurljósarannsóknarstöðvar í Þingeyjarsýslu. 27. mars 2025 12:06 Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Hvernig tryggir lítil þjóð öryggi sitt og varnir í heimi vaxandi spennu? Hver er staða Íslands í alþjóðlegu öryggis- og varnarsamstarfi í dag? Ísland hefur lengi búið við þá forréttindastöðu að vera eitt friðsælasta og öruggasta land í heim og því getur verið fjarri okkur að þurfa að leita svara við slíkum spurningum. 26. mars 2025 13:01 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira
Öryggis- og varnarmál voru til umræðu á ráðstefnu sem blásið var til af embætti ríkislögreglustjóra og fór fram í morgun. Ýmislegt kom fram á ráðstefnunni, til að mynda að erlend ríki hafi stundað njósnir hér á landi í mun meira mæli en flestir telja. „Það er að okkar mati njósnastarfsemi hér eins og á öllum vesturlöndum. Hún er að hluta til kannski meira núna einfaldlega vegna þeirrar stöðu sem er í Evrópu,“ segir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn og yfirmaður öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra. „Það væri bara einfeldni af okkur að halda að þetta sé ekki gert hér.“ Vinni að því að veikja lýðræðið Vitað er að Kínverjar hafi stundað njósnir hérlendis og áhyggjur eru uppi af ógn frá Rússlandi, Íran og Norður-Kóreu. Ríkislögreglustjóri segir að huga þurfi vel að þessu málum nú vegna ástandsins í heimsmálum. „Við erum ekki á friðartímum, við erum heldur ekki á stríðstímum, við erum á gráa svæðinu þar á milli,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Hún segir erlend ríki hafa nýtt skipulagða glæpahópa til að ganga erinda sinna. „Í að veikja lýðræðið, til dæmis með netárásum,“ segir Sigríður. Undir sífelldum árásum Hafa verið dæmi um það hér á landi? „Já, það hafa verið dæmi um það hér á landi. Það sem ég man helst eftir var þegar rússneskur hakkarahópur fór inn og yfirtók gögn hjá Árvakri, það var síðasta sumar ef ég man rétt. Við erum sífellt undir árásum.“ Fjölmargir skipulagðir glæpahópar starfi hér á landi, til dæmis hópar frá Albaníu og Venesúela. „Við skulum ekki halda að Íslendingar komi ekki nálægt þessu, þeir eru bæði virkir hér og þeir eru líka virkir í glæpastarfsemi erlendis og eru að flytja inn efni til Íslands. Það sem er kannski alvarlegast í því er mansalið og við þurfum sannarlega að gera betur í því.“
Lögreglumál Lögreglan Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Forstöðumaður netöryggissveitar CERT-IS segir netárásum sem stofnunin sinnir árlega fara fjölgandi. Gagnagíslatökur hafi tvöfaldast milli ára, fjórða árið í röð. Stofnunin fylgist með fótsporum njósnahópa sem hafi „stóraukið“ virkni sína undanfarið og beini sjónum sínum að yfirvöldum og framleiðslufyrirtækjum. 27. mars 2025 12:30 Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Yfirmaður öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra segir tímabært að opna umræðuna um njósnir Kínverja á Íslandi þótt þær séu viðkvæmt mál. Í nýju stöðumati um öryggisáskoranir er óvissa sögð ríkja um starfsemi kínverskrar norðurljósarannsóknarstöðvar í Þingeyjarsýslu. 27. mars 2025 12:06 Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Hvernig tryggir lítil þjóð öryggi sitt og varnir í heimi vaxandi spennu? Hver er staða Íslands í alþjóðlegu öryggis- og varnarsamstarfi í dag? Ísland hefur lengi búið við þá forréttindastöðu að vera eitt friðsælasta og öruggasta land í heim og því getur verið fjarri okkur að þurfa að leita svara við slíkum spurningum. 26. mars 2025 13:01 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira
Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Forstöðumaður netöryggissveitar CERT-IS segir netárásum sem stofnunin sinnir árlega fara fjölgandi. Gagnagíslatökur hafi tvöfaldast milli ára, fjórða árið í röð. Stofnunin fylgist með fótsporum njósnahópa sem hafi „stóraukið“ virkni sína undanfarið og beini sjónum sínum að yfirvöldum og framleiðslufyrirtækjum. 27. mars 2025 12:30
Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Yfirmaður öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra segir tímabært að opna umræðuna um njósnir Kínverja á Íslandi þótt þær séu viðkvæmt mál. Í nýju stöðumati um öryggisáskoranir er óvissa sögð ríkja um starfsemi kínverskrar norðurljósarannsóknarstöðvar í Þingeyjarsýslu. 27. mars 2025 12:06
Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Hvernig tryggir lítil þjóð öryggi sitt og varnir í heimi vaxandi spennu? Hver er staða Íslands í alþjóðlegu öryggis- og varnarsamstarfi í dag? Ísland hefur lengi búið við þá forréttindastöðu að vera eitt friðsælasta og öruggasta land í heim og því getur verið fjarri okkur að þurfa að leita svara við slíkum spurningum. 26. mars 2025 13:01