Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Árni Jóhannsson skrifar 27. mars 2025 21:49 Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, var pirraður eftir tapið í kvöld og mátti vel vera það. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Stjörnunnar gat ekki glaðst yfir því að hafa náð að hanga á öðru sæti deildarinnar. Hann var pirraður út af tapinu og einnig út af dómurunum. Stjarnan tapaði fyrir Njarðvíkingur 103-107 og það eru mörg atriði sem þarf að hafa áhyggjur af hjá Stjörnunni. Baldur var spurður að því hvaða tilfinningar bærðust innra með honum strax eftir leik hafandi tapað en náð að lenda í öðru sæti deildarinnar. „Ég er bara pirraður yfir því að hafa tapað. Það eru svona helstu tilfinningar mínar eftir leikinn.“ Hann var þá spurður að því hvað hans menn hefðu getað gert betur. Stjarnan var níu stigum yfir í hálfleik og litu mjög vel út, vörðust vel og hittu vel. Annað var upp á teningnum í þeim sinni. „Njarðvík voru bara hrikalega góðir hérna í seinni hálfleik. Hvert einasta skot sem þeir fengu bara rataði rétta leið og það var erfitt. Þeir skoruðu 60 stig og það er ekki sérlega gott. Þetta var ekki nægjanlega gott varnarlega í seinni hálfleik. Við þurfum að gera betur.“ Stjörnumenn hafa tapað tveimur leikjum í deild og einum í bikar undanfarið og var Baldur spurður að því hvort varnarleikurinn væri hans helsta áhyggjuefni farandi inn í úrslitakeppnina. „Það eru mörg áhyggjuefni. Við þurfum að vera betri á mörgum stöðum. Við vorum góðir í fyrri hálfleik en það þurfa fleiri hlutir að smella fyrir okkur.“ Mikil harka var í leiknum, enda mikið úti, og dómarar leiksins flautuðu mjög mikið á báða bóga. Baldur vatt sér að dómurum leiksins eftir að leik lauk og átti samtal. Hvað var rætt? „Ég er tapsár og allt það. Þetta var bara lélegt. Ég reikna með að hinir leikirnir séu búnir fyrir löngu sem voru spilaðir. Þetta var bara þvílíka „over“ kallið hérna. Missa stjórn á leiknum og þá reyna þeir að verja sig með því að flauta á hverja einustu snertingu. Þetta var bara ekki gott miðað við að þetta var topp slagur. Þetta var vont í alla staði og leikurinn fyrir vikið hundleiðinlegur. Leikurinn stoppaði stanslaust hérna í allt kvöld. Þetta var bara ekki gott fyrir körfuboltann.“ Hvað ætlar Baldur að segja við sína menn eftir leikinn í kvöld? „Bara svipað og alltaf þegar maður tapar. Það má ekki dvelja of lengi við þetta og við þurfum bara að snúa þessu við. Við þurfum að eflast og gera betur og standa saman og allt þetta. Við þurfum bara að halda áfram.“ Bónus-deild karla Stjarnan Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira
Baldur var spurður að því hvaða tilfinningar bærðust innra með honum strax eftir leik hafandi tapað en náð að lenda í öðru sæti deildarinnar. „Ég er bara pirraður yfir því að hafa tapað. Það eru svona helstu tilfinningar mínar eftir leikinn.“ Hann var þá spurður að því hvað hans menn hefðu getað gert betur. Stjarnan var níu stigum yfir í hálfleik og litu mjög vel út, vörðust vel og hittu vel. Annað var upp á teningnum í þeim sinni. „Njarðvík voru bara hrikalega góðir hérna í seinni hálfleik. Hvert einasta skot sem þeir fengu bara rataði rétta leið og það var erfitt. Þeir skoruðu 60 stig og það er ekki sérlega gott. Þetta var ekki nægjanlega gott varnarlega í seinni hálfleik. Við þurfum að gera betur.“ Stjörnumenn hafa tapað tveimur leikjum í deild og einum í bikar undanfarið og var Baldur spurður að því hvort varnarleikurinn væri hans helsta áhyggjuefni farandi inn í úrslitakeppnina. „Það eru mörg áhyggjuefni. Við þurfum að vera betri á mörgum stöðum. Við vorum góðir í fyrri hálfleik en það þurfa fleiri hlutir að smella fyrir okkur.“ Mikil harka var í leiknum, enda mikið úti, og dómarar leiksins flautuðu mjög mikið á báða bóga. Baldur vatt sér að dómurum leiksins eftir að leik lauk og átti samtal. Hvað var rætt? „Ég er tapsár og allt það. Þetta var bara lélegt. Ég reikna með að hinir leikirnir séu búnir fyrir löngu sem voru spilaðir. Þetta var bara þvílíka „over“ kallið hérna. Missa stjórn á leiknum og þá reyna þeir að verja sig með því að flauta á hverja einustu snertingu. Þetta var bara ekki gott miðað við að þetta var topp slagur. Þetta var vont í alla staði og leikurinn fyrir vikið hundleiðinlegur. Leikurinn stoppaði stanslaust hérna í allt kvöld. Þetta var bara ekki gott fyrir körfuboltann.“ Hvað ætlar Baldur að segja við sína menn eftir leikinn í kvöld? „Bara svipað og alltaf þegar maður tapar. Það má ekki dvelja of lengi við þetta og við þurfum bara að snúa þessu við. Við þurfum að eflast og gera betur og standa saman og allt þetta. Við þurfum bara að halda áfram.“
Bónus-deild karla Stjarnan Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira