Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. mars 2025 09:33 Max Verstappen og Liam Lawson keyrðu aðeins tvisvar saman sem liðsfélagar, í Ástralíu og Kína. Yuki Tsunoda verður í hinum Red Bull bílnum í Japan. Bryn Lennon - Formula 1/Formula 1 via Getty Images Helmut Marko, helsti ráðgjafi forstjóra Red Bull í Formúlu 1, segir að heimsmeistarinn Max Verstappen sé ósattur með meðferðina sem liðsfélagi hans fékk. Liam Lawson var sendur aftur niður í ungmennaliðið eftir að hafa ekki fengið stig í fyrstu tveimur keppnunum. „Við vitum að Max er óánægður, en við þurfum tvo bíla framarlega. Ekki bara fyrir bílasmiðakeppnina, heldur líka til að hjálpa Max að vinna sinn fimmta heimsmeistaratitil. Þú getur keyrt og keppt af meiri kænsku þannig,“ sagði Marko í viðtali við De Telegraaf. Marko fer einnig fyrir Racing Bulls, ungmennaliði Red Bull, sem Liam Lawson mun nú keppa aftur fyrir eftir aðeins hundrað daga í aðalliðinu. Yuki Tsunoda fer í hina áttina og keyrir Red Bull bíl í japanska kappakstrinum fyrstu helgina í apríl. „Við þurftum að bregðast við áður en hann missti sjálfstraustið algjörlega. Við megum ekki gleyma því að ferillinn hans er ekki búinn. Hann er kominn aftur í Racing Bulls, lið með bíl sem getur vel skorað einhver stig, bíll sem er töluvert auðveldari í akstri, en aðallega, í liði þar sem hann verður ekki borinn saman við Max Verstappen“ skrifaði Marko í vikulegum pistli sínum á speedweek.com. Liam Lawson tjáði sig á Instagram í gær, í fyrsta sinn opinberlega síðan breytingin var tilkynnt. Þar sagði hann draum sinn síðan í barnæsku hafa verið að keyra Red Bull bíl, eitthvað sem hann vann að alla ævi. Þetta hafi verið honum erfitt. View this post on Instagram A post shared by Liam Lawson (@liamlawson30) Næsti kappakstur í Formúlu 1 fer fram í Japan sunnudaginn 6. apríl og verður í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Akstursíþróttir Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
„Við vitum að Max er óánægður, en við þurfum tvo bíla framarlega. Ekki bara fyrir bílasmiðakeppnina, heldur líka til að hjálpa Max að vinna sinn fimmta heimsmeistaratitil. Þú getur keyrt og keppt af meiri kænsku þannig,“ sagði Marko í viðtali við De Telegraaf. Marko fer einnig fyrir Racing Bulls, ungmennaliði Red Bull, sem Liam Lawson mun nú keppa aftur fyrir eftir aðeins hundrað daga í aðalliðinu. Yuki Tsunoda fer í hina áttina og keyrir Red Bull bíl í japanska kappakstrinum fyrstu helgina í apríl. „Við þurftum að bregðast við áður en hann missti sjálfstraustið algjörlega. Við megum ekki gleyma því að ferillinn hans er ekki búinn. Hann er kominn aftur í Racing Bulls, lið með bíl sem getur vel skorað einhver stig, bíll sem er töluvert auðveldari í akstri, en aðallega, í liði þar sem hann verður ekki borinn saman við Max Verstappen“ skrifaði Marko í vikulegum pistli sínum á speedweek.com. Liam Lawson tjáði sig á Instagram í gær, í fyrsta sinn opinberlega síðan breytingin var tilkynnt. Þar sagði hann draum sinn síðan í barnæsku hafa verið að keyra Red Bull bíl, eitthvað sem hann vann að alla ævi. Þetta hafi verið honum erfitt. View this post on Instagram A post shared by Liam Lawson (@liamlawson30) Næsti kappakstur í Formúlu 1 fer fram í Japan sunnudaginn 6. apríl og verður í beinni útsendingu á Vodafone Sport.
Akstursíþróttir Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira