Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Bjarki Sigurðsson skrifar 28. mars 2025 23:06 Guðmundur Pétur Guðmundsson er lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Einar Þjófar, dulbúnir sem ferðamenn, hafa herjað á túrista bæði á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi síðustu daga. Lögreglufulltrúi segir þjófana vel skipulagða og enginn þeirra hefur verið staðinn að verki. Í dag varaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við þjófum sem hafa herjað á ferðamenn í miðbæ Reykjavíkur. Talið er að sami hópur hafi fyrir skömmu einnig stolið af ferðamönnum við Þingvelli. Meðal aðferða hópsins er að finna ferðamenn sem eru með bakpoka, barnavagn eða annað slíkt, og bjóðast til þess að taka mynd af þeim, til dæmis með Hallgrímskirkju í bakgrunninum. Þegar þeir leggja bakpokann frá sér að skilja barnavagninn eftir til að stilla sér upp fyrir myndina fer einhver annar í hópnum og tekur það sem er verðmætt úr pokanum. Síðan eru þeir á bak og burt. Djarfir og í dulargervi Þjófarnir eru taldir af erlendu bergi brotnir og dulbúa sig sem túristar. Þeirra falla því vel inn í hópinn á þessum vinsælu ferðamannastöðum. Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir þjófana oftast vilja komast í peninga og greiðslukort. Þá nota þeir einnig djarfari aðferðir en lýst var áðan. „Tveir, jafnvel fleiri, allt upp í fimm, blanda sér í hóp ferðamanna. Elta kannski fólk sem er með bakpoka og ferðatöskur og ætlar á sinn íverustað. Stundum þarf lyklabox og kóða til að komast inn. Þeir bíða þar og þykjast eiga að fara þangað inn líka. Í þessu öllu saman er búið að fara í bakpoka eða vasa og stela,“ segir Guðmundur Pétur. Leita allra upplýsinga Lögreglan taki við öllum upplýsingum um hópinn. „Við erum sum sé að vara við þessu og um leið að reyna að fá vitneskju um hvar þetta fólk heldur sig svo við getum talað við það,“ segir Guðmundur Pétur. Hafið þið yfirheyrt eða handtekið einhverja sem þið teljið tengjast þessum hópi? „Nei, ekki enn þá. Þess vegna kom tilkynningin. Okkur vantar að finna fólkið.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Sjá meira
Í dag varaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við þjófum sem hafa herjað á ferðamenn í miðbæ Reykjavíkur. Talið er að sami hópur hafi fyrir skömmu einnig stolið af ferðamönnum við Þingvelli. Meðal aðferða hópsins er að finna ferðamenn sem eru með bakpoka, barnavagn eða annað slíkt, og bjóðast til þess að taka mynd af þeim, til dæmis með Hallgrímskirkju í bakgrunninum. Þegar þeir leggja bakpokann frá sér að skilja barnavagninn eftir til að stilla sér upp fyrir myndina fer einhver annar í hópnum og tekur það sem er verðmætt úr pokanum. Síðan eru þeir á bak og burt. Djarfir og í dulargervi Þjófarnir eru taldir af erlendu bergi brotnir og dulbúa sig sem túristar. Þeirra falla því vel inn í hópinn á þessum vinsælu ferðamannastöðum. Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir þjófana oftast vilja komast í peninga og greiðslukort. Þá nota þeir einnig djarfari aðferðir en lýst var áðan. „Tveir, jafnvel fleiri, allt upp í fimm, blanda sér í hóp ferðamanna. Elta kannski fólk sem er með bakpoka og ferðatöskur og ætlar á sinn íverustað. Stundum þarf lyklabox og kóða til að komast inn. Þeir bíða þar og þykjast eiga að fara þangað inn líka. Í þessu öllu saman er búið að fara í bakpoka eða vasa og stela,“ segir Guðmundur Pétur. Leita allra upplýsinga Lögreglan taki við öllum upplýsingum um hópinn. „Við erum sum sé að vara við þessu og um leið að reyna að fá vitneskju um hvar þetta fólk heldur sig svo við getum talað við það,“ segir Guðmundur Pétur. Hafið þið yfirheyrt eða handtekið einhverja sem þið teljið tengjast þessum hópi? „Nei, ekki enn þá. Þess vegna kom tilkynningin. Okkur vantar að finna fólkið.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Sjá meira