Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Árni Sæberg skrifar 4. apríl 2025 16:21 Mennirnir tveir tóku pallbíl ófrjálsri hendi af höfninni á Raufarhöfn. Vísir/Vilhelm Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir nytjastuld og umferðarlagabrot með því að aka stolnum bíl undir miklum áhrifum áfengis og kannabiss. Í fyrirkalli í Lögbirtingablaðinu er maðurinn kvaddur til að koma koma fyrir dóm, hlýða á ákæru, halda uppi vörnum og sæta dómi vegna ákærunnar. Tóku pallbíl á höfninni á Raufarhöfn Í ákæru Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra segir að höfða beri sakamál gegn tveimur mönnum, annars vegar manni á þrítugsaldi með ótilgreint heimilisfang í Reykhólahreppi og hins vegar manni á fimmtugsaldri til heimilis í Reykjavík, fyrir nytjastuld, fyrir að hafa aðfaranótt miðvikudags í nóvember 2023, tekið pallbíl af gerðinni Izuzu D-Max án heimildar þar sem hann stóð við höfnina á Raufarhöfn. Þá er sá yngri einnig ákærður fyrir umferðarlagabrot, fyrir að hafa ekið bílnum frá Raufarhöfn áleiðis til Húsavíkur og Akureyrar eftir Sléttuvegi uns hann ók bifreiðinni út af veginum við Kollsvík norðan Kópaskers og síðan aftur til baka til Raufarhafnar og fyrir að aka greinda vegalengd á bifreiðinni sviptur ökurétti, undir áhrifum áfengis og ófær um að aka bifreiðinni vegna áhrifa ávana- og fíkniefna. Talsvert drukkinn en bara smá skakkur Samkvæmt matsgerð Rannsóknarstofu í lyfja og eiturefnafræði hafi alkóhólmagn í blóði mannsins þegar hann ók bifreiðinni út af veginum verið 2,3 prómill. Til samanburðar má nefna að samkvæmt töflu á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda er líkamleg og andleg geta verulega skert þegar alkóhólmagn nær 1,5 prómilli og flestir hafi misst meðvitund þegar magnið nær fjórum prómillum. Í blóðsýni úr manninum hafi mælst 1,6 ng/ml af tetrahýdrókannabínól þegar hann var handtekinn af lögreglu á höfninni á Raufarhöfn. Samkvæmt reglugerð um sektir telst það lítið magn tetrahýdrókannabínóls og varðar sektum allt að hundrað þúsund krónum og sviptingu ökuréttar í hálft ár. Dómsmál Langanesbyggð Reykhólahreppur Lögreglumál Fíkn Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Í fyrirkalli í Lögbirtingablaðinu er maðurinn kvaddur til að koma koma fyrir dóm, hlýða á ákæru, halda uppi vörnum og sæta dómi vegna ákærunnar. Tóku pallbíl á höfninni á Raufarhöfn Í ákæru Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra segir að höfða beri sakamál gegn tveimur mönnum, annars vegar manni á þrítugsaldi með ótilgreint heimilisfang í Reykhólahreppi og hins vegar manni á fimmtugsaldri til heimilis í Reykjavík, fyrir nytjastuld, fyrir að hafa aðfaranótt miðvikudags í nóvember 2023, tekið pallbíl af gerðinni Izuzu D-Max án heimildar þar sem hann stóð við höfnina á Raufarhöfn. Þá er sá yngri einnig ákærður fyrir umferðarlagabrot, fyrir að hafa ekið bílnum frá Raufarhöfn áleiðis til Húsavíkur og Akureyrar eftir Sléttuvegi uns hann ók bifreiðinni út af veginum við Kollsvík norðan Kópaskers og síðan aftur til baka til Raufarhafnar og fyrir að aka greinda vegalengd á bifreiðinni sviptur ökurétti, undir áhrifum áfengis og ófær um að aka bifreiðinni vegna áhrifa ávana- og fíkniefna. Talsvert drukkinn en bara smá skakkur Samkvæmt matsgerð Rannsóknarstofu í lyfja og eiturefnafræði hafi alkóhólmagn í blóði mannsins þegar hann ók bifreiðinni út af veginum verið 2,3 prómill. Til samanburðar má nefna að samkvæmt töflu á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda er líkamleg og andleg geta verulega skert þegar alkóhólmagn nær 1,5 prómilli og flestir hafi misst meðvitund þegar magnið nær fjórum prómillum. Í blóðsýni úr manninum hafi mælst 1,6 ng/ml af tetrahýdrókannabínól þegar hann var handtekinn af lögreglu á höfninni á Raufarhöfn. Samkvæmt reglugerð um sektir telst það lítið magn tetrahýdrókannabínóls og varðar sektum allt að hundrað þúsund krónum og sviptingu ökuréttar í hálft ár.
Dómsmál Langanesbyggð Reykhólahreppur Lögreglumál Fíkn Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira