Al Orubah tapaði þá 1-0 á móti Al Okhdood, liði sem sat í fallsæti fyrir leikinn. Sigurinn kom Al Okhdood hins vegar upp úr fallsætinu.
Þetta var þriðja deildatap Al Orubah í röð og liðið er dottið niður í þrettánda sæti deildarinnar. Liðið hefur ekki skorað í síðustu tveimur leikjum.
Jóhann Berg spilaði allar níutíu mínúturnar í leiknum inn á miðju Al Orubah.
Saviour Godwin skoraði eina mark leiksins strax á 24. mínútu.
Jóhann Berg átti fínan leik og skapaði fimm færi fyrir félaga sína sem voru því miður ekki á skotskónum í þessum leik. Liðið var með mun fleiri skot og miklu hærra xG en það dugði ekki.
Al Orubah hefur ekki unnið leik síðan 28. febrúar þegar Jóhann Berg skoraði sigurmark í 2-1 sigri á Cristiano Ronaldo og félögum í Al Nassr.