Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2025 10:15 Max Verstappen sýndi í nótt af hverju hann hefur orðið heimsmeistari í formúlu 1 undanfarin ár. Hér fagnar hann mögnuðum lokahring sínum í tímatökunni í Japan. Getty/Kym Illman Formúlu 1 heimsmeistarinn Max Verstappen minnti heldur betur á sig í tímatökunni fyrir Japanskappaksturinn í nótt. Tímatakan var í beinni á Vodafone Sport og það var mikil dramatík þegar Verstappen náði ráspólnum á síðustu stundu. Hér fyrir neðan má horfa á þennan rosalega lokahring. Klippa: Lokahringur Verstappen í tímatökunni í Japan Kristján Einar Kristjánsson, formúlusérfræðingur, átti ekki von á þessum magnaða lokahring frá hollenska heimsmeistaranum. „Það leit aldrei út fyrir að Max ætti einhvern möguleika á að berjast um ráspólinn svona. McLaren menn virtust vera með þetta algjörlega í vasanum en þessi hringur Max var einfaldlega magnaður,“ sagði Kristján Einar. „Það er hvergi að sjá að hann skilji eftir neinn tíma eftir á brautinni og miðað við hvað Red Bull bíllinn hefur verið erfiður við ökumennina í byrjun tímabils þá er nánast óskiljanlegt að hann finni þetta. Hann er að líka að fera það á Suzuka, sem er sennilega sú braut sem ökumenn þurfa mest traust á bílinn til að ná góðum hring. Þetta var ökumanns ráspóll ekki spurning, jafnvel sá besti á ferli Max,“ sagði Kristján. „Það sýnir líka hversu mögnuð keppnin er í byrjun tímabilsins að aðeins fjórir hundraðshlutar úr sekúndu skilja að topp þrjú. Mclaren menn eru með báða bílana sína beint fyrir aftan Max og munu sækja hart að honum frá fyrsta hring á morgun,“ sagði Kristján. Japanskappaksturinn er í beinni útsendingu á Vodafone Sport og hefst útsendingin klukkan 4.30 í fyrramálið. Akstursíþróttir Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Tímatakan var í beinni á Vodafone Sport og það var mikil dramatík þegar Verstappen náði ráspólnum á síðustu stundu. Hér fyrir neðan má horfa á þennan rosalega lokahring. Klippa: Lokahringur Verstappen í tímatökunni í Japan Kristján Einar Kristjánsson, formúlusérfræðingur, átti ekki von á þessum magnaða lokahring frá hollenska heimsmeistaranum. „Það leit aldrei út fyrir að Max ætti einhvern möguleika á að berjast um ráspólinn svona. McLaren menn virtust vera með þetta algjörlega í vasanum en þessi hringur Max var einfaldlega magnaður,“ sagði Kristján Einar. „Það er hvergi að sjá að hann skilji eftir neinn tíma eftir á brautinni og miðað við hvað Red Bull bíllinn hefur verið erfiður við ökumennina í byrjun tímabils þá er nánast óskiljanlegt að hann finni þetta. Hann er að líka að fera það á Suzuka, sem er sennilega sú braut sem ökumenn þurfa mest traust á bílinn til að ná góðum hring. Þetta var ökumanns ráspóll ekki spurning, jafnvel sá besti á ferli Max,“ sagði Kristján. „Það sýnir líka hversu mögnuð keppnin er í byrjun tímabilsins að aðeins fjórir hundraðshlutar úr sekúndu skilja að topp þrjú. Mclaren menn eru með báða bílana sína beint fyrir aftan Max og munu sækja hart að honum frá fyrsta hring á morgun,“ sagði Kristján. Japanskappaksturinn er í beinni útsendingu á Vodafone Sport og hefst útsendingin klukkan 4.30 í fyrramálið.
Akstursíþróttir Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira