Íslenski boltinn

Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir fagnar hér einu af sjö mörkum sínum í Bestu deild kvenna í fyrrasumar.
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir fagnar hér einu af sjö mörkum sínum í Bestu deild kvenna í fyrrasumar. Vísir/Diego

Stjarnan hafnaði risatilboði frá Val í knattspyrnukonuna Úlfu Dís Kreye Úlfarsdóttur nú þegar aðeins ellefu dagar eru í fyrsta leik í Bestu deild kvenna.

Þetta herma heimildir fótbolta.net en Valsmenn eru að leita sér að sóknarmanni eftir að þeir misstu Ísabellu Söru Tryggvadóttur út í atvinnumennsku rétt fyrir mót.

Tilboð Vals á að hafa verið upp á tvær og hálf milljón króna samkvæmt fréttinni á fótbolti.net sem hefði gert hana að einni dýrustu knattspyrnukonu landsins.

Valur seldi Ísabellu Söru til sænsku meistaranna í Rosengård í síðasta mánuði.

Úlfu Dís skoraði sjö mörk og gaf sex stoðsendingar í átján deildarleikjum með Stjörnunni á síðasta ári.

Hún er 24 ára gömul og er alinn upp í FH en hefur spilað með Stjörnunni frá árinu 2021.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×