32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. apríl 2025 20:04 Þátttakendurnir frá Úkraínu, sem sátu íslenskunámskeiðið hjá Önnu Lindu í gegnum Fræðslunet Suðurlands. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var mikil ánægja og gleði hjá þrjátíu og tveimur íbúum frá Úkraínu, sem búa á Selfossi og í næsta nágrenni þegar hópurinn útskrifaðist af íslenskunámskeiði hjá Fræðsluneti Suðurlands. Kennarinn segir fólkið dásamlegt og mjög duglegt að læra íslensku. Það var spenna og eftirvænting hjá hópnum frá Úkraínu þegar þau komu í kennslustofuna á fimmtudaginn í útskriftina hjá Fræðslunetinu eftir að hafa verið á rúmlega tveggja mánaða námskeiði í íslensku eitt hjá Önnu Lindu en Bohdana, sem hefur búið á Íslandi í nokkur ár sá um alla túlkun. „En það gleður mig svo sannarlega að segja að þið fáið öll ykkar diplóma, þið hafið öll staðið ykkur rosalega vel og eigið allt skilið, þetta er búinn að vera dásamlegur tími,“ sagði Anna Linda þegar hún hrósaði hópnum fyrir dugnað í íslenskunáminu. „Þau eru svo áhugasöm og þau eru svo dugleg og við erum svo heppin að við erum búin að vera með túlk með okkur, sem hefur lósað okkur í gegnum þetta upp á allan skilning og þau eru svo spennt að það er búið að setja saman 30 manna hóp, sem ætlar að byrja aftur í haust,“ segir Anna Linda. Anna Linda, kennari og Bohdanda Vasyliuk, túlkur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og nýjasti Úkraínubúinn mætti að sjálfsögðu í útskriftina með mömmu sinni, sem var á námskeiðinu en tók sér nokkra daga frí á meðan hún var á fæðingardeildinni. Og að sjálfsögðu var boðið upp á Úkraínskar og íslenskar veitingar í útskriftinni. Ástin dró Bohdöndu frá Úkraínu til Íslands en hún býr á Selfossi með sinni fjölskyldu. „Þau bara segja á íslensku, góðan daginn og fleira“. En finnst þeim erfitt að læra íslensku? „Ég held samt já en nokkrum foreldrum gekk rosalega vel,“ segir Bohdanda Vasyliuk, túlkur. „Ég vinna á Matvælastofnun, ég er dýralæknir, eftirlitsdýralæknir og ég læri íslensku,“ segir Vitalii Markhaichuk, sem var á námskeiðinu. „Ég læra smá íslensku. Góðan daginn, takk fyrir,“ segir Anetolii Keptaönör, veitingamaður á Selfossi, sem var einnig á námskeiðinu. Boðið var upp á glæsilegar veitingar í útskriftinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Úkraína Íslensk fræði Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Það var spenna og eftirvænting hjá hópnum frá Úkraínu þegar þau komu í kennslustofuna á fimmtudaginn í útskriftina hjá Fræðslunetinu eftir að hafa verið á rúmlega tveggja mánaða námskeiði í íslensku eitt hjá Önnu Lindu en Bohdana, sem hefur búið á Íslandi í nokkur ár sá um alla túlkun. „En það gleður mig svo sannarlega að segja að þið fáið öll ykkar diplóma, þið hafið öll staðið ykkur rosalega vel og eigið allt skilið, þetta er búinn að vera dásamlegur tími,“ sagði Anna Linda þegar hún hrósaði hópnum fyrir dugnað í íslenskunáminu. „Þau eru svo áhugasöm og þau eru svo dugleg og við erum svo heppin að við erum búin að vera með túlk með okkur, sem hefur lósað okkur í gegnum þetta upp á allan skilning og þau eru svo spennt að það er búið að setja saman 30 manna hóp, sem ætlar að byrja aftur í haust,“ segir Anna Linda. Anna Linda, kennari og Bohdanda Vasyliuk, túlkur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og nýjasti Úkraínubúinn mætti að sjálfsögðu í útskriftina með mömmu sinni, sem var á námskeiðinu en tók sér nokkra daga frí á meðan hún var á fæðingardeildinni. Og að sjálfsögðu var boðið upp á Úkraínskar og íslenskar veitingar í útskriftinni. Ástin dró Bohdöndu frá Úkraínu til Íslands en hún býr á Selfossi með sinni fjölskyldu. „Þau bara segja á íslensku, góðan daginn og fleira“. En finnst þeim erfitt að læra íslensku? „Ég held samt já en nokkrum foreldrum gekk rosalega vel,“ segir Bohdanda Vasyliuk, túlkur. „Ég vinna á Matvælastofnun, ég er dýralæknir, eftirlitsdýralæknir og ég læri íslensku,“ segir Vitalii Markhaichuk, sem var á námskeiðinu. „Ég læra smá íslensku. Góðan daginn, takk fyrir,“ segir Anetolii Keptaönör, veitingamaður á Selfossi, sem var einnig á námskeiðinu. Boðið var upp á glæsilegar veitingar í útskriftinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Úkraína Íslensk fræði Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira