Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. apríl 2025 21:31 Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri SVEIT. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segir veitingahús ekki sækjast frekar eftir því að ráða ófagmenntaða starfsmenn. Erfið rekstrarskilyrði undanfarin ár hafi valdið því að hallað hafi á fagmenntað starfsfólk. Vilji sé til að bæta úr því. Rætt var við Ragnar Þór Antonsson á Vísi í dag en Ragnar er með sveinspróf í framreiðslu. Hann var eini faglærði þjónninn í starfi sínu á hóteli í Reykjavík en var sá eini sem var rekinn. Hann finnur nú hvergi nýtt starf og segir upplifun sína vera þá að veitingastaðir taki ófaglært starfsfólk fram yfir fagmenntaða. Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segir það ekki vera raunin. Vilja byggja upp greinina á fagmennsku „Nei, ég myndi segja að það væri ekki þannig þó svo að kannski upplifun hans akkúrat núna sé sú. Það eru einfaldlega bara aðstæðurnar sem eru erfiðar og auðvitað viljum við veitingamenn byggja okkar grein á fagmennsku.“ Undanfarin tíu ár hafi rekstrarskilyrði veitingahúsa verið afar erfið. Formaður stéttarfélagsins MATVÍS lýsti yfir áhyggjum af stöðu fagmenntaðra í veitingageiranum í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag og segist Aðalgeir taka undir þær áhyggjur. Hann sé opinn í samtal um að bæta úr stöðunni. „Greinin er búin að ganga í gengum erfiða tíma síðasta áratug myndi ég nú segja. Svigrúmið er lítið. Síðustu tvö ár hafa verið sérstaklega slæm rekstrarlega og árið í ár byrjar hægt. En framtíðin held ég er nú björt þannig ég held það sé nú bara tímaspursmál fyrir þennan flotta dreng að finna sér starf.“ „Við viljum ræða við MATVÍS og við viljum helst til finna greininni einn hatt ófaglærðra og faglærðra því þar getum við líka búið til góðar tengingar fyrir hugsanlega þá ófaglærðu sem byrja sem ófaglærðir, sjá þá fyrirmyndir í þeim faglærðum og þannig er einn hluti aðdráttarafls greinarinnar.“ Veitingastaðir Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Rætt var við Ragnar Þór Antonsson á Vísi í dag en Ragnar er með sveinspróf í framreiðslu. Hann var eini faglærði þjónninn í starfi sínu á hóteli í Reykjavík en var sá eini sem var rekinn. Hann finnur nú hvergi nýtt starf og segir upplifun sína vera þá að veitingastaðir taki ófaglært starfsfólk fram yfir fagmenntaða. Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segir það ekki vera raunin. Vilja byggja upp greinina á fagmennsku „Nei, ég myndi segja að það væri ekki þannig þó svo að kannski upplifun hans akkúrat núna sé sú. Það eru einfaldlega bara aðstæðurnar sem eru erfiðar og auðvitað viljum við veitingamenn byggja okkar grein á fagmennsku.“ Undanfarin tíu ár hafi rekstrarskilyrði veitingahúsa verið afar erfið. Formaður stéttarfélagsins MATVÍS lýsti yfir áhyggjum af stöðu fagmenntaðra í veitingageiranum í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag og segist Aðalgeir taka undir þær áhyggjur. Hann sé opinn í samtal um að bæta úr stöðunni. „Greinin er búin að ganga í gengum erfiða tíma síðasta áratug myndi ég nú segja. Svigrúmið er lítið. Síðustu tvö ár hafa verið sérstaklega slæm rekstrarlega og árið í ár byrjar hægt. En framtíðin held ég er nú björt þannig ég held það sé nú bara tímaspursmál fyrir þennan flotta dreng að finna sér starf.“ „Við viljum ræða við MATVÍS og við viljum helst til finna greininni einn hatt ófaglærðra og faglærðra því þar getum við líka búið til góðar tengingar fyrir hugsanlega þá ófaglærðu sem byrja sem ófaglærðir, sjá þá fyrirmyndir í þeim faglærðum og þannig er einn hluti aðdráttarafls greinarinnar.“
Veitingastaðir Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira