Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2025 09:01 Max Verstappen hafði ástæðu til að brosa eftir fyrsta sigur tímabilsins. Hann keyrði frábærlega alla helgina. Getty/Mark Thompson Red Bull maðurinn Max Verstappen vann Japanskappaksturinn í formúlu 1 í nótt en þetta var fyrsti sigur hollenska heimsmeistarans á tímabilinu. Verstappen hafði betur eftir hörkukeppni við McLaren mennina Lando Norris og Oscar Piastri sem báðir höfðu unnið eina keppni hvor fyrr á tímabilinu. Sigurinn heimsmeistarans þýðir að nú er Verstappen aðeins einu stig á eftir Lando Norris í keppni ökumann eftir þrjár fyrstu keppnir tímabilsins. Just ONE POINT separates Lando and Max at the top of the championship 🤏1️⃣ Norris: 62 points2️⃣ Verstappen: 61 points3️⃣ Piastri: 49 points#F1 #JapaneseGP pic.twitter.com/eFj3UszKKC— Formula 1 (@F1) April 6, 2025 Verstappen kann mjög vel við sig á Suzuka brautinni því hann hefur nú unnið þar fjögur ár í röð. Verstappen hélt líka haus undir mikilli pressu. Hann tryggði sér ráspólinn með mögnuðum lokahring í tímatökunni og var síðan með Norris nartandi í hælana á honum alla keppnina. McLaren óttaðist að það yrði erfitt að komast fram úr Verstappen og það varð líka raunin. Það gekk þó mikið á í einu stoppinu þar sem þeir Verstappen og Norris komu inn með aðeins einnar og hálfrar sekúndu millibili. Aðstoðarmenn Norris voru sekúndu sneggri að klára bílinn og þá hófst hörð keppni að komast fyrr út. Verstappen tókst að halda sinni línu og þetta endaði með að Norris keyrði sinn bíl út á gras. Max Verstappen grínaðist með þetta eftir keppnina. „Þetta er ansi dýr sláttuvél,“ sagði Verstappen þegar hann horfði á atvikið með Norris. Hollendingurinn var líka mjög kátur í bílnum rétt eftir að hann kom fyrstur í marki. „Við gefumst aldrei upp og gerum þetta saman. Ótrúlegt. Þvílík helgi fyrir okkur,“ sagði Verstappen. „Þetta var erfitt en það var líka mjög gaman á brautinni. Ég er ótrúlega ánægður. Bílinn var í frábæru formi í dag og það að ná ráspólnum gerði þetta mögulegt. Þetta skiptir mig miklu og það er frábært að geta unnið fyrir Honda í Japan,“ sagði Verstappen. Piastri varð þriðji og Ferrari maðurinn Charles Leclerc náði fjórða sætinu en var samt sextán sekúndum frá verðlaunapallinum. George Russell tók fimmta sætið og liðsfélagi hans hjá Mercedes, Andrea Kimi Antonelli, varð sjötti. Lewis Hamilton hjá Ferrari var áttundi á ráspól en tókst að hækka sig upp um eitt sæti í það sjöunda. Bringing in the points 🔥Here's your top ten from today's Japanese Grand Prix 🇯🇵#F1 #JapaneseGP pic.twitter.com/PEBox1K0kc— Formula 1 (@F1) April 6, 2025 Akstursíþróttir Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Verstappen hafði betur eftir hörkukeppni við McLaren mennina Lando Norris og Oscar Piastri sem báðir höfðu unnið eina keppni hvor fyrr á tímabilinu. Sigurinn heimsmeistarans þýðir að nú er Verstappen aðeins einu stig á eftir Lando Norris í keppni ökumann eftir þrjár fyrstu keppnir tímabilsins. Just ONE POINT separates Lando and Max at the top of the championship 🤏1️⃣ Norris: 62 points2️⃣ Verstappen: 61 points3️⃣ Piastri: 49 points#F1 #JapaneseGP pic.twitter.com/eFj3UszKKC— Formula 1 (@F1) April 6, 2025 Verstappen kann mjög vel við sig á Suzuka brautinni því hann hefur nú unnið þar fjögur ár í röð. Verstappen hélt líka haus undir mikilli pressu. Hann tryggði sér ráspólinn með mögnuðum lokahring í tímatökunni og var síðan með Norris nartandi í hælana á honum alla keppnina. McLaren óttaðist að það yrði erfitt að komast fram úr Verstappen og það varð líka raunin. Það gekk þó mikið á í einu stoppinu þar sem þeir Verstappen og Norris komu inn með aðeins einnar og hálfrar sekúndu millibili. Aðstoðarmenn Norris voru sekúndu sneggri að klára bílinn og þá hófst hörð keppni að komast fyrr út. Verstappen tókst að halda sinni línu og þetta endaði með að Norris keyrði sinn bíl út á gras. Max Verstappen grínaðist með þetta eftir keppnina. „Þetta er ansi dýr sláttuvél,“ sagði Verstappen þegar hann horfði á atvikið með Norris. Hollendingurinn var líka mjög kátur í bílnum rétt eftir að hann kom fyrstur í marki. „Við gefumst aldrei upp og gerum þetta saman. Ótrúlegt. Þvílík helgi fyrir okkur,“ sagði Verstappen. „Þetta var erfitt en það var líka mjög gaman á brautinni. Ég er ótrúlega ánægður. Bílinn var í frábæru formi í dag og það að ná ráspólnum gerði þetta mögulegt. Þetta skiptir mig miklu og það er frábært að geta unnið fyrir Honda í Japan,“ sagði Verstappen. Piastri varð þriðji og Ferrari maðurinn Charles Leclerc náði fjórða sætinu en var samt sextán sekúndum frá verðlaunapallinum. George Russell tók fimmta sætið og liðsfélagi hans hjá Mercedes, Andrea Kimi Antonelli, varð sjötti. Lewis Hamilton hjá Ferrari var áttundi á ráspól en tókst að hækka sig upp um eitt sæti í það sjöunda. Bringing in the points 🔥Here's your top ten from today's Japanese Grand Prix 🇯🇵#F1 #JapaneseGP pic.twitter.com/PEBox1K0kc— Formula 1 (@F1) April 6, 2025
Akstursíþróttir Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira