Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. apríl 2025 12:10 Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, vonar að hægt verði að flytja í nýtt athvarf að ári. Vísir/Einar Tæpar 140 milljónir söfnuðust fyrir Kvennaathvarfið í söfnunarþætti Á allra vörum sem sýndur var á RÚV í gærkvöldi. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segist í skýjunum yfir stuðningnum og stefnir á að flytja í nýtt athvarf sumarið 2026. „Við erum algjörlega í skýjunum, það er ótrúlega magnað að finna þessa samstöðu hjá þjóðinni. Þannig að þakklæti er okkur efst í huga. Við höfum fundið þetta í gegn um árin, þennan mikla stuðning frá þjóðinni, og við fundum þetta bæði í símaverinu og við að selja glossana hvað er mikill samhugur. En þetta var alveg fram úr björtustu vonum,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Bygging athvarfsins er þegar hafin en Linda segir að þetta dugi til að brúa bilið og klára það sem eftir er. „Það er mjög dýrt að byggja svona hús og kostar mörg hundruð milljónir. Við erum búnar að safna lengi en okkur vantaði þennan lokahnikk og þetta var svo sannarlega það sem við þurftum, þetta mun duga til þess.“ Mikill samhugur með þolendum ofbeldis Fjöldi fólks hefur lagt hönd á plóg í söfnuninni, bæði í þættinum í gær en líka við sölu varaglossanna, sem hafa verið í sölu síðan 20. mars. Linda segir fólk vera að senda skýr skilaboð um mikilvægi þess að standa með þolendum ofbeldis í nánum samböndum. „Fólk vill virkilega sýna lit í því og vera saman í þessu. Það er ótrúlega mikil orka sem fylgir því inn í athvarfið, við finnum það sem störfum við þetta og þær finna það konurnar sem þurfa að leita sér aðstoðar að það eru þessi skilaboð send að þær séu ekki einar, það sé samhugur. Það er bara svo mikilvægt,“ segir Linda Dröfn. Aldrei upplifað annan eins kraft Hún vonar að hægt verði að flytja starfsemina inn í nýtt Kvennaathvarf vorið eða sumarið 2026. Hún þakkar forsvarskonum Á allra vörum fyrir framtakið. „Það er búið að vera alveg ótrúlega magnað að vinna með þessum konum í Á allra vörum: Gróu, Guðnýju og Elísabetu. Það hefur kennt okkur svo margt og þvílíkan kraft hef ég aldrei upplifað. Við erum í mikilli aðdáun og miklu þakklæti sem við berum til þeirra,“ segir Linda. „Þær náttúrulega leiddu þetta verkefni. Við höfðum kynnst þeim áður í verkefninu 2017 þegar við byggðum búsetubrú. Við vorum virkilega glaðar þegar þær ákváðu að rísa aftur upp og fara í þetta verkefni með okkur eftir góða pásu.“ Kvennaathvarfið Tengdar fréttir Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Alls söfnuðust tæplega 140 milljónir fyrir Kvennaathvarfið í söfnunarþættinum Á allra vörum sem var sýndur á RÚV í gær. Markmið átaksins var að styðja við uppbyggingu nýs Kvennaathvarfs en Kvennaathvarfið er nú með í byggingu nýtt húsnæði. 6. apríl 2025 07:39 Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Árlega fylgja rúmlega hundrað börn mæðrum sínum í dvöl í Kvennaathvarfið. Rúmlega hundrað börn sem yfirgefa heimilin sín og skilja flest sitt eftir til að komast í öruggt skjól vegna heimilisofbeldis. Undanfari komu í athvarfið er mismunandi. 2. apríl 2025 18:30 Gott gloss getur gert kraftaverk! Fjáröflunar- og kynningarátakið Á allra vörum hófst 20. mars og stendur yfir til laugardagsins 5. apríl en þá lýkur átakinu með sjónvarpsþætti í beinni útsendingu á RÚV og frá þjónustuveri Símans þar sem fjöldi fólks tekur við framlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum. Eins og áður gengur átakið út á sölu varasetta, í ár frá GOSH, og núna á að safna fyrir nýju húsnæði Kvennaathvarfsins. 28. mars 2025 10:14 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Sjá meira
„Við erum algjörlega í skýjunum, það er ótrúlega magnað að finna þessa samstöðu hjá þjóðinni. Þannig að þakklæti er okkur efst í huga. Við höfum fundið þetta í gegn um árin, þennan mikla stuðning frá þjóðinni, og við fundum þetta bæði í símaverinu og við að selja glossana hvað er mikill samhugur. En þetta var alveg fram úr björtustu vonum,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Bygging athvarfsins er þegar hafin en Linda segir að þetta dugi til að brúa bilið og klára það sem eftir er. „Það er mjög dýrt að byggja svona hús og kostar mörg hundruð milljónir. Við erum búnar að safna lengi en okkur vantaði þennan lokahnikk og þetta var svo sannarlega það sem við þurftum, þetta mun duga til þess.“ Mikill samhugur með þolendum ofbeldis Fjöldi fólks hefur lagt hönd á plóg í söfnuninni, bæði í þættinum í gær en líka við sölu varaglossanna, sem hafa verið í sölu síðan 20. mars. Linda segir fólk vera að senda skýr skilaboð um mikilvægi þess að standa með þolendum ofbeldis í nánum samböndum. „Fólk vill virkilega sýna lit í því og vera saman í þessu. Það er ótrúlega mikil orka sem fylgir því inn í athvarfið, við finnum það sem störfum við þetta og þær finna það konurnar sem þurfa að leita sér aðstoðar að það eru þessi skilaboð send að þær séu ekki einar, það sé samhugur. Það er bara svo mikilvægt,“ segir Linda Dröfn. Aldrei upplifað annan eins kraft Hún vonar að hægt verði að flytja starfsemina inn í nýtt Kvennaathvarf vorið eða sumarið 2026. Hún þakkar forsvarskonum Á allra vörum fyrir framtakið. „Það er búið að vera alveg ótrúlega magnað að vinna með þessum konum í Á allra vörum: Gróu, Guðnýju og Elísabetu. Það hefur kennt okkur svo margt og þvílíkan kraft hef ég aldrei upplifað. Við erum í mikilli aðdáun og miklu þakklæti sem við berum til þeirra,“ segir Linda. „Þær náttúrulega leiddu þetta verkefni. Við höfðum kynnst þeim áður í verkefninu 2017 þegar við byggðum búsetubrú. Við vorum virkilega glaðar þegar þær ákváðu að rísa aftur upp og fara í þetta verkefni með okkur eftir góða pásu.“
Kvennaathvarfið Tengdar fréttir Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Alls söfnuðust tæplega 140 milljónir fyrir Kvennaathvarfið í söfnunarþættinum Á allra vörum sem var sýndur á RÚV í gær. Markmið átaksins var að styðja við uppbyggingu nýs Kvennaathvarfs en Kvennaathvarfið er nú með í byggingu nýtt húsnæði. 6. apríl 2025 07:39 Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Árlega fylgja rúmlega hundrað börn mæðrum sínum í dvöl í Kvennaathvarfið. Rúmlega hundrað börn sem yfirgefa heimilin sín og skilja flest sitt eftir til að komast í öruggt skjól vegna heimilisofbeldis. Undanfari komu í athvarfið er mismunandi. 2. apríl 2025 18:30 Gott gloss getur gert kraftaverk! Fjáröflunar- og kynningarátakið Á allra vörum hófst 20. mars og stendur yfir til laugardagsins 5. apríl en þá lýkur átakinu með sjónvarpsþætti í beinni útsendingu á RÚV og frá þjónustuveri Símans þar sem fjöldi fólks tekur við framlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum. Eins og áður gengur átakið út á sölu varasetta, í ár frá GOSH, og núna á að safna fyrir nýju húsnæði Kvennaathvarfsins. 28. mars 2025 10:14 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Sjá meira
Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Alls söfnuðust tæplega 140 milljónir fyrir Kvennaathvarfið í söfnunarþættinum Á allra vörum sem var sýndur á RÚV í gær. Markmið átaksins var að styðja við uppbyggingu nýs Kvennaathvarfs en Kvennaathvarfið er nú með í byggingu nýtt húsnæði. 6. apríl 2025 07:39
Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Árlega fylgja rúmlega hundrað börn mæðrum sínum í dvöl í Kvennaathvarfið. Rúmlega hundrað börn sem yfirgefa heimilin sín og skilja flest sitt eftir til að komast í öruggt skjól vegna heimilisofbeldis. Undanfari komu í athvarfið er mismunandi. 2. apríl 2025 18:30
Gott gloss getur gert kraftaverk! Fjáröflunar- og kynningarátakið Á allra vörum hófst 20. mars og stendur yfir til laugardagsins 5. apríl en þá lýkur átakinu með sjónvarpsþætti í beinni útsendingu á RÚV og frá þjónustuveri Símans þar sem fjöldi fólks tekur við framlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum. Eins og áður gengur átakið út á sölu varasetta, í ár frá GOSH, og núna á að safna fyrir nýju húsnæði Kvennaathvarfsins. 28. mars 2025 10:14