Fótbolti

Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristian Nökkvi Hlynsson fagnar marki sínu fyrir Sparta Rotterdam í dag ásamt félögum sínum í hollenska liðinu.
Kristian Nökkvi Hlynsson fagnar marki sínu fyrir Sparta Rotterdam í dag ásamt félögum sínum í hollenska liðinu. Getty/TOBIAS KLEUVER

Kristian Nökkvi Hlynsson og Nökkvi Þeyr Þórisson voru í aðalhlutverkum hjá Sparta Rotterdam í hollensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið fagnaði sigri á NEC Nijmegen.

Sparta Rotterdam vann þarna 2-0 heimasigur á Nijmegen og hoppaði upp í tólfta sæti deidlarinnar.

Kristian Nökkvi og Nökkvi Þeyr skoruðu mörk Sparta í sitt hvorum hálfleiknum.

Mark Kristians Nökkva kom strax á 33. mínútu leiksins en Nökkvi skoraði nítján mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður.

Sparta Rotterdam var manni fleiri síðustu sextán mínútur leiksins.

Kristian Nökkvi var að skora sitt þriðja deildarmark á tímabilinu en það fyrsta skoraði hann þó sem leikmaður Ajax. Kristian Nökkvi var einnig með mark fyrir Sparta liðið í 4-0 sigri á Willem II í byrjun febrúar.

Nökkvi Þeyr Þórisson byrjaði á bekknum hjá Sparta en spilaði síðustu 25 mínútur leiksins.

Hann skoraði markið sitt á 84. mínútu en þetta var fyrsta mark hans í hollensku deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×