„Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Bjarki Sigurðsson skrifar 7. apríl 2025 11:42 Friðrik Ólafsson er látinn, níræður að aldri. Friðrik Ólafsson, stórmeistari og fyrrverandi forseti Alþjóðaskáksambandsins, er látinn, níræður að aldri. Formaður Skáksambands Íslands segir Friðrik hafa verið áhrifamesta skákmann Íslandssögunnar. Friðrik fæddist í Reykjavík 26. janúar 1935 og því nýlega orðinn níræður þegar hann lést á líknardeild Landspítalans, fjórða apríl síðastliðinn. 1958 varð hann fyrsti Íslendingurinn til að verða stórmeistari í skák og árin eftir átti hann eftir að vinna fjölda alþjóðlegra móta. Árið 1959 var hann einn af átta þátttakendum á áskorunarmót fyrir Heimsmeistaratitilinn en endaði þar sjöundi. Á ferlinum vann hann til að mynda Bobby Fischer tvisvar, Mikhail Tal tvisvar og Karpov einu sinni þegar hann var ríkjandi heimsmeistari. Vísir ræddi ítarlega við Friðrik um ferilinn í janúar á þessu ári. Lesa má viðtalið í fréttinni hér fyrir neðan. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands segir Friðrik þann merkasta í íslenskri skáksögu. „Hann var svo mikill frumkvöðull. Hann byrjar að tefla sem ungur strákur, og nær í þessu litla landi með erfiðar aðstæður til að ferðast að verða einn af tíu bestu í heiminum,“ segir Gunnar. „Ég held að heimsmeistaraeinvígið 1972 hefði ekki verið haldið hefði hann ekki verið þarna. Þótt að fleiri hafi auðvitað komið að því, þá bjó hann til þessa skákbylgju, hann bjó til þennan skákáhuga. Það er ekki víst að svona sterkir skákmenn hafi orðið til hérna á Íslandi ef hann hefði ekki rutt veginn.“ Gunnar Björnsson er forseti Skáksambands Íslands.Vísir/Steingrímur Dúi Árið 1978 varð hann sjötti forseti Alþjóðaskáksambandsins og hafði því einnig mikil áhrif á skákhreyfinguna í öllum heiminum. Friðrik var skrifstofustjóri Alþingis í rúm tuttugu ár og ritstýrði einnig lagasafni Íslands. „Honum var margt til lista lagt. Fyrir mér var þetta ótrúlegur einstaklingur og sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst,“ segir Gunnar. Andlát Skák Tengdar fréttir Friðrik Ólafsson er látinn Friðrik Ólafsson, skákmeistari og fyrrverandi skrifstofustjóri Alþingis, er látinn níræður að aldri. Hann lést á líknardeild Landspítalans þann 4. apríl síðastliðinn. 7. apríl 2025 06:56 Friðrik Ólafsson 80 ára Fyrsti stórmeistari Íslendinga í skák á stórafmæli í dag. Friðrik var á tímabili í hópi sterkustu skákmanna heimsins auk þess að vera skrifstofustjóri Alþingis og forseti FIDE. 26. janúar 2015 08:30 Fischer og Friðrik heyja einvígi Bobby Fischer og Friðrik Ólafsson stórmeistari munu heyja skákeinvígi í Þjóðmenningarhúsinu í kvöld og næstu tvo daga. Fischer hafði áður lýst því yfir að hann hefði ekki áhuga á venjulegri skák lengur en það var Guðmundur G. Þórarinsson, einn helsti stuðningsmaður Fischers, sem fékk hann að borðinu. 1. apríl 2005 00:01 Spassky og Friðrik tefla um helgina Boris Spassky, fyrrverandi heimsmeistari í skák, og Friðrik Ólafsson, stórmeistari, munu tefla tveggja skáka einvígi á laugardaginn kemur. Spassky kemur hingað til lands á morgun og mun hann meðal annars flytja erindi um alþjóðlegan feril Friðriks Ólafssonar sem er fyrsti íslenski stórmeistarinn í skák. Erindið verður flutt á málþingi sem Skáksamband Íslands stendur fyrir á laugardaginn og er haldið í aðalbanka Landsbanka Íslands. 9. febrúar 2006 17:06 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Sjá meira
Friðrik fæddist í Reykjavík 26. janúar 1935 og því nýlega orðinn níræður þegar hann lést á líknardeild Landspítalans, fjórða apríl síðastliðinn. 1958 varð hann fyrsti Íslendingurinn til að verða stórmeistari í skák og árin eftir átti hann eftir að vinna fjölda alþjóðlegra móta. Árið 1959 var hann einn af átta þátttakendum á áskorunarmót fyrir Heimsmeistaratitilinn en endaði þar sjöundi. Á ferlinum vann hann til að mynda Bobby Fischer tvisvar, Mikhail Tal tvisvar og Karpov einu sinni þegar hann var ríkjandi heimsmeistari. Vísir ræddi ítarlega við Friðrik um ferilinn í janúar á þessu ári. Lesa má viðtalið í fréttinni hér fyrir neðan. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands segir Friðrik þann merkasta í íslenskri skáksögu. „Hann var svo mikill frumkvöðull. Hann byrjar að tefla sem ungur strákur, og nær í þessu litla landi með erfiðar aðstæður til að ferðast að verða einn af tíu bestu í heiminum,“ segir Gunnar. „Ég held að heimsmeistaraeinvígið 1972 hefði ekki verið haldið hefði hann ekki verið þarna. Þótt að fleiri hafi auðvitað komið að því, þá bjó hann til þessa skákbylgju, hann bjó til þennan skákáhuga. Það er ekki víst að svona sterkir skákmenn hafi orðið til hérna á Íslandi ef hann hefði ekki rutt veginn.“ Gunnar Björnsson er forseti Skáksambands Íslands.Vísir/Steingrímur Dúi Árið 1978 varð hann sjötti forseti Alþjóðaskáksambandsins og hafði því einnig mikil áhrif á skákhreyfinguna í öllum heiminum. Friðrik var skrifstofustjóri Alþingis í rúm tuttugu ár og ritstýrði einnig lagasafni Íslands. „Honum var margt til lista lagt. Fyrir mér var þetta ótrúlegur einstaklingur og sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst,“ segir Gunnar.
Andlát Skák Tengdar fréttir Friðrik Ólafsson er látinn Friðrik Ólafsson, skákmeistari og fyrrverandi skrifstofustjóri Alþingis, er látinn níræður að aldri. Hann lést á líknardeild Landspítalans þann 4. apríl síðastliðinn. 7. apríl 2025 06:56 Friðrik Ólafsson 80 ára Fyrsti stórmeistari Íslendinga í skák á stórafmæli í dag. Friðrik var á tímabili í hópi sterkustu skákmanna heimsins auk þess að vera skrifstofustjóri Alþingis og forseti FIDE. 26. janúar 2015 08:30 Fischer og Friðrik heyja einvígi Bobby Fischer og Friðrik Ólafsson stórmeistari munu heyja skákeinvígi í Þjóðmenningarhúsinu í kvöld og næstu tvo daga. Fischer hafði áður lýst því yfir að hann hefði ekki áhuga á venjulegri skák lengur en það var Guðmundur G. Þórarinsson, einn helsti stuðningsmaður Fischers, sem fékk hann að borðinu. 1. apríl 2005 00:01 Spassky og Friðrik tefla um helgina Boris Spassky, fyrrverandi heimsmeistari í skák, og Friðrik Ólafsson, stórmeistari, munu tefla tveggja skáka einvígi á laugardaginn kemur. Spassky kemur hingað til lands á morgun og mun hann meðal annars flytja erindi um alþjóðlegan feril Friðriks Ólafssonar sem er fyrsti íslenski stórmeistarinn í skák. Erindið verður flutt á málþingi sem Skáksamband Íslands stendur fyrir á laugardaginn og er haldið í aðalbanka Landsbanka Íslands. 9. febrúar 2006 17:06 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Sjá meira
Friðrik Ólafsson er látinn Friðrik Ólafsson, skákmeistari og fyrrverandi skrifstofustjóri Alþingis, er látinn níræður að aldri. Hann lést á líknardeild Landspítalans þann 4. apríl síðastliðinn. 7. apríl 2025 06:56
Friðrik Ólafsson 80 ára Fyrsti stórmeistari Íslendinga í skák á stórafmæli í dag. Friðrik var á tímabili í hópi sterkustu skákmanna heimsins auk þess að vera skrifstofustjóri Alþingis og forseti FIDE. 26. janúar 2015 08:30
Fischer og Friðrik heyja einvígi Bobby Fischer og Friðrik Ólafsson stórmeistari munu heyja skákeinvígi í Þjóðmenningarhúsinu í kvöld og næstu tvo daga. Fischer hafði áður lýst því yfir að hann hefði ekki áhuga á venjulegri skák lengur en það var Guðmundur G. Þórarinsson, einn helsti stuðningsmaður Fischers, sem fékk hann að borðinu. 1. apríl 2005 00:01
Spassky og Friðrik tefla um helgina Boris Spassky, fyrrverandi heimsmeistari í skák, og Friðrik Ólafsson, stórmeistari, munu tefla tveggja skáka einvígi á laugardaginn kemur. Spassky kemur hingað til lands á morgun og mun hann meðal annars flytja erindi um alþjóðlegan feril Friðriks Ólafssonar sem er fyrsti íslenski stórmeistarinn í skák. Erindið verður flutt á málþingi sem Skáksamband Íslands stendur fyrir á laugardaginn og er haldið í aðalbanka Landsbanka Íslands. 9. febrúar 2006 17:06