Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Jón Þór Stefánsson skrifar 9. apríl 2025 12:18 Mennirnir voru stöðvaðir á leið upp í Norrænu á Seyðisfirði. Vísir/Jóhann K. Tveir karlmenn hafa hvor um sig verið dæmdir í tíu mánaða fangelsi, en þar af verða sjö mánuðir skilorðsbundnir, vegna hylmingar í tengslum við þjófnað í tveimur verslunum Elko í september í fyrra. Tvímeningarnir voru ákærðir fyrir að hafa í vörslum sínum 129 farsíma, bæði frá Apple og Samsung, og rúma milljón króna og tæplega fimm þúsund evrur í reiðufé, sem jafngildir rúmum 700 þúsund krónum. Þeir voru sakfelldir fyrir hylmingu á símunum. Þeir voru hins vegar sýknaðir fyrir hylmingu á reiðufénu. Þetta staðfestir Júlí Karlsson saksóknari í samtali við fréttastofu. Mennirnir voru stöðvaðir þann 25. september síðastliðinn. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að þeir hafi verið í bíl á Seyðisfirði, en þeir munu hafa verið á leið í Norrænu. Lögreglan hafi fundið farsímana í tveimur bakpokum sem voru í farangursgeymslu bílsins, og þá hafi reiðuféð verið í fórum mannanna. Í ákæru segir að mönnunum hefði átt að vera ljóst að um þýfi væri að ræða. Þeir hefðu því haldið farsímunum og reiðufénu ólöglega fyrir eigenda þess. Enginn verið ákærður fyrir sjálfan þjófnaðinn Enn á eftir að gefa út ákæru fyrir sjálfan þjófnaðinn sem tengist málinu. Um er að ræða tvo stuldi sem áttu sér stað í verslunum Elko. Annars vegar í Skeifunni í Reykjavík og hins vegar í Lindum í Kópavogi. Lögreglu barst tilkynning um málið 23. september. Maður sem hafði verið að vinna í Elko Lindum sagðist hafa verið að vinna við framkvæmdir í húsinu til klukkan 16 daginn áður. Þegar hann hafi farið hafi allt verið í lagi, en þegar hann kom aftur daginn eftir hafi verið búið að brjóta timburhlera á glugga húsnæðisins og búið að opna peningaskáp sem var inni í versluninni. Lögreglan ræddi við verslunarstjóra annarrar verslunarinnar. Sá sagðist hafa séð í upptökum úr öryggismyndavélum þegar fjórir grímuklæddir menn fóru inn um glugga húsnæðisins klukkan 2:22 um nóttina. Verslunarstjórinn sagði að stolið hefði verið úr peningaskáp þeirrar verslunar, tæplega 5,2 milljónum króna. Þar að auki hefði mörgum farsímum verið stolið. Bíll eins hinna grunuðu mun hafa verið gripinn á mynd fyrir utan verslunina á þeim tíma sem brotist var inn. Þá er talið að annar hinna grunuðu sjáist á mynd afhenda þessum eiganda bílsins bíllykla. Hundrað milljóna virði Verslunarstjóri hinnar verslunarinnar sagði að búið hefði verið að brjóta upp stafjárn á dyrum húsnæðisins. Við komu lögreglu á vettvang mátti sjá að búið væri að gera op á peningaskápa sem voru geymdir í versluninni. Verslunarstjórinn greindi lögreglu frá því að í einum peningaskápnum væru geymdir farsímar. Samkvæmt verðmati sem var gert í upphafi málsins var virði þess stolna 99,8 milljónir. Svo virðist sem lögreglu hafi fljótlega farið að gruna hverjir ættu í hlut, en henni bárust upplýsingar sama dag og málið kom upp, frá Tollgæslunni, að hinir grunuðu ættu flug til Mílan með Wizz Air síðar þennan sama dag. Mennirnir voru handteknir, en í farangri eins þeirra fannst mikið magn af reiðufé. Greint var frá því í fjölmiðlum að sjö hefðu verið handteknir á flugvellinum, en hinir grunuðu hefðu verið búnir að innrita sig í flugið. Fram kom að þýfið væri þó ófundið. Þessir sjö væru Rúmenar sem hefðu ekki búsetu hér á landi. Nokkrum dögum seinna var greint frá því að tveir hefðu verið handteknir á leið í Norrænu með hluta þýfisins, en það eru þeir sem hafa nú verið sakfelldir. Dómsmál Þjófnaður í Elko Norræna Kópavogur Reykjavík Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Tvímeningarnir voru ákærðir fyrir að hafa í vörslum sínum 129 farsíma, bæði frá Apple og Samsung, og rúma milljón króna og tæplega fimm þúsund evrur í reiðufé, sem jafngildir rúmum 700 þúsund krónum. Þeir voru sakfelldir fyrir hylmingu á símunum. Þeir voru hins vegar sýknaðir fyrir hylmingu á reiðufénu. Þetta staðfestir Júlí Karlsson saksóknari í samtali við fréttastofu. Mennirnir voru stöðvaðir þann 25. september síðastliðinn. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að þeir hafi verið í bíl á Seyðisfirði, en þeir munu hafa verið á leið í Norrænu. Lögreglan hafi fundið farsímana í tveimur bakpokum sem voru í farangursgeymslu bílsins, og þá hafi reiðuféð verið í fórum mannanna. Í ákæru segir að mönnunum hefði átt að vera ljóst að um þýfi væri að ræða. Þeir hefðu því haldið farsímunum og reiðufénu ólöglega fyrir eigenda þess. Enginn verið ákærður fyrir sjálfan þjófnaðinn Enn á eftir að gefa út ákæru fyrir sjálfan þjófnaðinn sem tengist málinu. Um er að ræða tvo stuldi sem áttu sér stað í verslunum Elko. Annars vegar í Skeifunni í Reykjavík og hins vegar í Lindum í Kópavogi. Lögreglu barst tilkynning um málið 23. september. Maður sem hafði verið að vinna í Elko Lindum sagðist hafa verið að vinna við framkvæmdir í húsinu til klukkan 16 daginn áður. Þegar hann hafi farið hafi allt verið í lagi, en þegar hann kom aftur daginn eftir hafi verið búið að brjóta timburhlera á glugga húsnæðisins og búið að opna peningaskáp sem var inni í versluninni. Lögreglan ræddi við verslunarstjóra annarrar verslunarinnar. Sá sagðist hafa séð í upptökum úr öryggismyndavélum þegar fjórir grímuklæddir menn fóru inn um glugga húsnæðisins klukkan 2:22 um nóttina. Verslunarstjórinn sagði að stolið hefði verið úr peningaskáp þeirrar verslunar, tæplega 5,2 milljónum króna. Þar að auki hefði mörgum farsímum verið stolið. Bíll eins hinna grunuðu mun hafa verið gripinn á mynd fyrir utan verslunina á þeim tíma sem brotist var inn. Þá er talið að annar hinna grunuðu sjáist á mynd afhenda þessum eiganda bílsins bíllykla. Hundrað milljóna virði Verslunarstjóri hinnar verslunarinnar sagði að búið hefði verið að brjóta upp stafjárn á dyrum húsnæðisins. Við komu lögreglu á vettvang mátti sjá að búið væri að gera op á peningaskápa sem voru geymdir í versluninni. Verslunarstjórinn greindi lögreglu frá því að í einum peningaskápnum væru geymdir farsímar. Samkvæmt verðmati sem var gert í upphafi málsins var virði þess stolna 99,8 milljónir. Svo virðist sem lögreglu hafi fljótlega farið að gruna hverjir ættu í hlut, en henni bárust upplýsingar sama dag og málið kom upp, frá Tollgæslunni, að hinir grunuðu ættu flug til Mílan með Wizz Air síðar þennan sama dag. Mennirnir voru handteknir, en í farangri eins þeirra fannst mikið magn af reiðufé. Greint var frá því í fjölmiðlum að sjö hefðu verið handteknir á flugvellinum, en hinir grunuðu hefðu verið búnir að innrita sig í flugið. Fram kom að þýfið væri þó ófundið. Þessir sjö væru Rúmenar sem hefðu ekki búsetu hér á landi. Nokkrum dögum seinna var greint frá því að tveir hefðu verið handteknir á leið í Norrænu með hluta þýfisins, en það eru þeir sem hafa nú verið sakfelldir.
Dómsmál Þjófnaður í Elko Norræna Kópavogur Reykjavík Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira