McIlroy stoltur af sjálfum sér Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. apríl 2025 10:32 Rory McIlroy tapaði ekki höggi á öðrum hring Masters-mótsins. getty/Logan Whitton Rory McIlroy kveðst stoltur af sjálfum sér hvernig hann svaraði fyrir erfiðan endi á fyrsta hring Masters-mótsins í golfi. Eftir að hafa leikið vel á fyrsta hring Masters fékk McIlroy tvo skramba á síðustu þremur holunum. Hann gerði hins vegar engin mistök í gær, lék annan hringinn á sex höggum undir pari og fékk ekki einn skolla. McIlroy er í 3. sæti fyrir síðustu tvo hringina, tveimur höggum á eftir Justin Rose og einu höggi á eftir Bryson DeChambeau. „Ég er, heilt yfir, bara stoltur af sjálfum mér hvernig ég brást við í dag [í gær] eftir endinn í gær [í fyrradag]. Ég þurfti bara að minna mig á að ég spilaði mjög gott golf í gær [í fyrradag],“ sagði McIlroy eftir annan hringinn. „Ég var ekki að fara láta tvær slæmar holur eyðileggja fyrir mér. En ég er bara stoltur af því hvernig ég kom mér aftur inn í þetta.“ Eftir að hafa klárað fyrsta hringinn dreif McIlroy sig til fjölskyldu sinnar og náði að hitta dóttur sína, Poppy, áður en hún sofnaði. Hann átti einnig gott spjall við íþróttasálfræðinginn sinn. „Ég held að ég hafi ekki sannað neitt en staðfesti bara trúna sem ég hef á sjálfum mér og að ég sé jafn seigur eins og allir þarna,“ sagði McIlroy. Sem frægt er hefur McIlroy ekki unnið risamót síðan 2014 og Masters er eina risamótið sem hann á eftir að vinna á ferlinum. Norður-Írinn vann PGA-meistaramótið 2012 og 2014, Opna bandaríska 2011 og Opna breska 2014. Bein útsending frá þriðja degi Masters hefst klukkan 16:00 á Stöð 2 Sport 4. Hitað verður upp fyrir þriðja daginn frá klukkan 15:30. Golf Masters-mótið Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Eftir að hafa leikið vel á fyrsta hring Masters fékk McIlroy tvo skramba á síðustu þremur holunum. Hann gerði hins vegar engin mistök í gær, lék annan hringinn á sex höggum undir pari og fékk ekki einn skolla. McIlroy er í 3. sæti fyrir síðustu tvo hringina, tveimur höggum á eftir Justin Rose og einu höggi á eftir Bryson DeChambeau. „Ég er, heilt yfir, bara stoltur af sjálfum mér hvernig ég brást við í dag [í gær] eftir endinn í gær [í fyrradag]. Ég þurfti bara að minna mig á að ég spilaði mjög gott golf í gær [í fyrradag],“ sagði McIlroy eftir annan hringinn. „Ég var ekki að fara láta tvær slæmar holur eyðileggja fyrir mér. En ég er bara stoltur af því hvernig ég kom mér aftur inn í þetta.“ Eftir að hafa klárað fyrsta hringinn dreif McIlroy sig til fjölskyldu sinnar og náði að hitta dóttur sína, Poppy, áður en hún sofnaði. Hann átti einnig gott spjall við íþróttasálfræðinginn sinn. „Ég held að ég hafi ekki sannað neitt en staðfesti bara trúna sem ég hef á sjálfum mér og að ég sé jafn seigur eins og allir þarna,“ sagði McIlroy. Sem frægt er hefur McIlroy ekki unnið risamót síðan 2014 og Masters er eina risamótið sem hann á eftir að vinna á ferlinum. Norður-Írinn vann PGA-meistaramótið 2012 og 2014, Opna bandaríska 2011 og Opna breska 2014. Bein útsending frá þriðja degi Masters hefst klukkan 16:00 á Stöð 2 Sport 4. Hitað verður upp fyrir þriðja daginn frá klukkan 15:30.
Golf Masters-mótið Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira