Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. apríl 2025 14:53 Gerður Guðmundsdóttir, lögmaður á skattasviði BBA//Fjeldco. Aðsend Sérfræðingur í skattarétti segir áform ríkisstjórnarinnar varðandi breytingar á samsköttun hjóna og sambýlisfólks vekja ýmsar spurningar. Það sé gagnrýnisvert að draga úr skattalegum ívilnunum á meðan verulega íþyngjandi ábyrgð hjóna haldist óbreytt, sem stangist mögulega á við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Gerður Guðmundsdóttir, lögmaður á skattasviði BBA//Fjeldco með meistaragráðu í skattarétti frá Oxford-háskóla og Háskóla Íslands, segir tillögu ríkisstjórnarinnar varðandi samsköttun í fjármálaáætlun vekja upp ýmis álitaefni í grein í tímaritinu Lögréttu. Rétt að skoða hvort afnema ætti ábyrgð hjóna Lagt er til að afnema að hluta skattalega ívilnun sem samskattaðir einstaklingar njóta, þannig ekki verði heimilt að færa ónýtt skattþrep maka á milli. Þ.e.a.s. ef annar makinn hefur tekjur í skattþrepi þrjú verði ekki lengur hægt að deila öðru skattþrepi með maka. Gerður segir það sérstakt álitamál að aukin skattaleg ábyrgð haldist sú sama á meðan ívilnanir og hagræðingar eru afnumin við hjúskap og samsköttun í sambúð. „Það er fyrirhugað að afnema þessa reglu og þá finnst manni rétt að skoða hvort að það sé þá rétt að líta til þess hvort afnema ætti ábyrgð hjóna á skattaskuldum hvors annars. Það getur verið mjög íþyngjandi og það gildir í rauninni á þeim tíma sem aðilarnir eru samskattaðir. Þannig að þetta getur komið upp eftir að fólk hefur skilið eða slítur samvistum.“ Mikilvægt að finna jafnvægi Það ætti að hennar mati að skoða skattalegar ívilnanir og ábyrgð samhliða. „Það þarf að finna eitthvað jafnvægi þarna. Hvort það sé rétt að hafa svona íþyngjandi ábyrgð þegar ívilnunin er þeim mun minni.“ Stefni mögulega í hjúskaparvíti Ósanngjarnara verði að bera óskipta ábyrgð því eftir því sem að dregur úr ívilnunum. Áform ríkisstjórnarinnar veki upp spurningar út frá jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. „Eftir því sem skattlagning hjóna og sambúðarfólks verður líkari stöðu þeirra sem eru ekki samskattaðir, þá er erfiðara að segja að þau eigi að bera ábyrgð á skattaskuldum hvors annars á meðan hinir gera það ekki. Þetta hefur oft verið kallað hjúskaparvíti, þegar lögin eru farin að hafa áhrif á það hvort fólk ætli að giftast eða ekki,“ segir Gerður. „Hins vegar verður erfiðara að halda því fram að málefnaleg og nægilega þungvær rök réttlæti engu að síður að fara með ábyrgð á skattskuldum annarra á ólíka vegu þegar lítill munur er í reynd á skattlagningu þeirra,“ segir í grein Gerðar. Samsköttun dragi almennt úr atvinnuþátttöku kvenna Gerður tekur þó fram að umrædd breyting á samsköttun gæti komið til með að hafa jákvæð áhrif á kynjajafnrétti enda karlmenn almennt tekjuhærri. „Þegar heimili nýtur góðs af einhverri svona skattareglu þá hallar oft á annan aðilann. Þá er ekkert endilega hvetjandi fyrir konur að fara að vinna, úr því að heimilið nýtur lægri skattlagningar. Þetta á líka við um samsköttun almennt með persónuafslátt. Rannsóknir hafa sýnt að konur eru líklegri til að vera meira heima og taka minna þátt í atvinnulífinu, safna minni lífeyrisréttindum.“ Alþingi Efnahagsmál Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Gerður ráðin til BBA//Fjeldco Gerður Guðmundsdóttir lögmaður hefur verið ráðin til starfa hjá BBA//Fjeldco þar sem hún verður hluti af skattateymi stofunnar. 22. maí 2024 11:09 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Gerður Guðmundsdóttir, lögmaður á skattasviði BBA//Fjeldco með meistaragráðu í skattarétti frá Oxford-háskóla og Háskóla Íslands, segir tillögu ríkisstjórnarinnar varðandi samsköttun í fjármálaáætlun vekja upp ýmis álitaefni í grein í tímaritinu Lögréttu. Rétt að skoða hvort afnema ætti ábyrgð hjóna Lagt er til að afnema að hluta skattalega ívilnun sem samskattaðir einstaklingar njóta, þannig ekki verði heimilt að færa ónýtt skattþrep maka á milli. Þ.e.a.s. ef annar makinn hefur tekjur í skattþrepi þrjú verði ekki lengur hægt að deila öðru skattþrepi með maka. Gerður segir það sérstakt álitamál að aukin skattaleg ábyrgð haldist sú sama á meðan ívilnanir og hagræðingar eru afnumin við hjúskap og samsköttun í sambúð. „Það er fyrirhugað að afnema þessa reglu og þá finnst manni rétt að skoða hvort að það sé þá rétt að líta til þess hvort afnema ætti ábyrgð hjóna á skattaskuldum hvors annars. Það getur verið mjög íþyngjandi og það gildir í rauninni á þeim tíma sem aðilarnir eru samskattaðir. Þannig að þetta getur komið upp eftir að fólk hefur skilið eða slítur samvistum.“ Mikilvægt að finna jafnvægi Það ætti að hennar mati að skoða skattalegar ívilnanir og ábyrgð samhliða. „Það þarf að finna eitthvað jafnvægi þarna. Hvort það sé rétt að hafa svona íþyngjandi ábyrgð þegar ívilnunin er þeim mun minni.“ Stefni mögulega í hjúskaparvíti Ósanngjarnara verði að bera óskipta ábyrgð því eftir því sem að dregur úr ívilnunum. Áform ríkisstjórnarinnar veki upp spurningar út frá jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. „Eftir því sem skattlagning hjóna og sambúðarfólks verður líkari stöðu þeirra sem eru ekki samskattaðir, þá er erfiðara að segja að þau eigi að bera ábyrgð á skattaskuldum hvors annars á meðan hinir gera það ekki. Þetta hefur oft verið kallað hjúskaparvíti, þegar lögin eru farin að hafa áhrif á það hvort fólk ætli að giftast eða ekki,“ segir Gerður. „Hins vegar verður erfiðara að halda því fram að málefnaleg og nægilega þungvær rök réttlæti engu að síður að fara með ábyrgð á skattskuldum annarra á ólíka vegu þegar lítill munur er í reynd á skattlagningu þeirra,“ segir í grein Gerðar. Samsköttun dragi almennt úr atvinnuþátttöku kvenna Gerður tekur þó fram að umrædd breyting á samsköttun gæti komið til með að hafa jákvæð áhrif á kynjajafnrétti enda karlmenn almennt tekjuhærri. „Þegar heimili nýtur góðs af einhverri svona skattareglu þá hallar oft á annan aðilann. Þá er ekkert endilega hvetjandi fyrir konur að fara að vinna, úr því að heimilið nýtur lægri skattlagningar. Þetta á líka við um samsköttun almennt með persónuafslátt. Rannsóknir hafa sýnt að konur eru líklegri til að vera meira heima og taka minna þátt í atvinnulífinu, safna minni lífeyrisréttindum.“
Alþingi Efnahagsmál Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Gerður ráðin til BBA//Fjeldco Gerður Guðmundsdóttir lögmaður hefur verið ráðin til starfa hjá BBA//Fjeldco þar sem hún verður hluti af skattateymi stofunnar. 22. maí 2024 11:09 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Gerður ráðin til BBA//Fjeldco Gerður Guðmundsdóttir lögmaður hefur verið ráðin til starfa hjá BBA//Fjeldco þar sem hún verður hluti af skattateymi stofunnar. 22. maí 2024 11:09