Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. apríl 2025 11:53 Þrír drengjanna eru nemendur við Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra sem er á Sauðárkróki. Vísir Tveir drengjanna sem slösuðust í alvarlegu bílslysi í grennd við Hofsós á föstudagskvöld eru enn á gjörgæslu. Samfélagið í Skagafirði er harmi slegið vegna málsins að sögn setts skólameistara, en boðað hefur verið til samverustundar í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki á morgun. Fjórir drengir á aldrinum sautján og átján ára voru í bílnum sem hafnaði utanvegar á Siglufjarðarvegi við Grafará, skammt suður af Hofsósi á föstudagskvöldið. Þeir voru allir fluttir með sjúkraflugi og þyrlu á gjörgæsludeild Landspítalans í Reykjavík. Tveir þeirra liggja enn á gjörgæslu samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi vestra. Þrír piltanna eru nemendur við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki, en á morgun klukkan fimm hefur verið boðað til samverustundar í bóknámshúsi skólans. Þorkell Þorsteinsson er settur skólameistari við skólann. „Þarna varð alvarlegt umferðarslys á föstudagskvöldinu þar sem að mörg ungmenni komu að. Þetta er til þess að gera lítið samfélag sem við búum í, og eðlilega þá snertir þetta áfall mjög marga, einkanlega jafnaldra þessara drengja sem í hlut eiga. Hugmyndin er einfaldlega að bjóða fólki að koma saman og ræða sína líðan og upplifun,“ segir Þorkell. Fulltrúar frá félagsmálayfirvöldum í Húnavatnssýslum og í Skagafirði, barnavernd og lögreglu, auk prests, verða til staðar á fundinum. „Þetta er hugmyndin að taka saman stöðuna og hvaða lærdóm við getum væntanlega dregið af þessu og líka hitt að hreinlega bara veita hvert öðru styrk,“ Þorkell. Hann finni fyrir mikilli samstöðu og samhugur ríki meðal fólksins á svæðinu en samfélagið sé mjög slegið slegið. „Það þekkja allir alla og þetta er virkilegt högg, þetta er áfall fyrir samfélagið. Samkenndin er mikil og fólk tekur þetta til sín.“ Skagafjörður Samgönguslys Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Fjórir drengir á aldrinum sautján og átján ára voru í bílnum sem hafnaði utanvegar á Siglufjarðarvegi við Grafará, skammt suður af Hofsósi á föstudagskvöldið. Þeir voru allir fluttir með sjúkraflugi og þyrlu á gjörgæsludeild Landspítalans í Reykjavík. Tveir þeirra liggja enn á gjörgæslu samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi vestra. Þrír piltanna eru nemendur við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki, en á morgun klukkan fimm hefur verið boðað til samverustundar í bóknámshúsi skólans. Þorkell Þorsteinsson er settur skólameistari við skólann. „Þarna varð alvarlegt umferðarslys á föstudagskvöldinu þar sem að mörg ungmenni komu að. Þetta er til þess að gera lítið samfélag sem við búum í, og eðlilega þá snertir þetta áfall mjög marga, einkanlega jafnaldra þessara drengja sem í hlut eiga. Hugmyndin er einfaldlega að bjóða fólki að koma saman og ræða sína líðan og upplifun,“ segir Þorkell. Fulltrúar frá félagsmálayfirvöldum í Húnavatnssýslum og í Skagafirði, barnavernd og lögreglu, auk prests, verða til staðar á fundinum. „Þetta er hugmyndin að taka saman stöðuna og hvaða lærdóm við getum væntanlega dregið af þessu og líka hitt að hreinlega bara veita hvert öðru styrk,“ Þorkell. Hann finni fyrir mikilli samstöðu og samhugur ríki meðal fólksins á svæðinu en samfélagið sé mjög slegið slegið. „Það þekkja allir alla og þetta er virkilegt högg, þetta er áfall fyrir samfélagið. Samkenndin er mikil og fólk tekur þetta til sín.“
Skagafjörður Samgönguslys Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira