Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2025 08:32 Guðmundur Benediktsson ræddi vítaspyrnudóminn við þá Baldur Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason í Stúkunni i gær. S2 Sport Jóhannes Kristinn Bjarnason tryggði KR jafntefli á móti Val í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi með marki úr umdeildri vítaspyrnu á níundu mínútu í uppbótatíma. Gummi Ben og sérfræðingar hans Stúkunni ræddu þennan dóm. Vítið var dæmt á Hólmar Örn Eyjólfsson fyrir brot á Aroni Þórði Albertssyni. Hólmar fékk einnig sitt annað gula spjald fyrir brotið. Vítið var síðasta spyrna leiksins. Klippa: Stúkan: Vítadómurinn sem færði KR stig á móti Val „Hér er aukaspyrnan og þeir eru á vítateigslínunni eða svona í kringum hana. Í fyrstu virkaði þetta á mig eins og þetta væri fyrir utan teig en ég er að bíða eftir endursýningunni,“ sagði Guðmundur Benediktsson og sýndi brotið. „Er Aron Þórður kominn með vinstri fótinn á vítateigslínuna,“ spurði Guðmundur. „Nei, við sjáum það vel hérna,“ sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar. „Hversu heimskulegt er þetta? Það eru samt meiri líkur en ekki að þetta sé fyrir utan. Þetta er mjög tæpt. Hólmar er að taka ákveðinn sjens með þessu,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar. „Þú ert fyrirliði liðsins og það er við það fara að flauta til leiksloka. Þetta eru bara einhverjir töffara stælar. Að halda áfram með einhvern kýting síðan rétt áður. Kláraðu bara leikinn og komdu þá með eitthvað komment í andlitið á Aroni eftir að þú ert búinn að fagna þessum þremur stigum,“ sagði Albert. „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt,“ sagði Albert. „Þetta er ofboðslega skrýtin ákvörðun. Ég ætla að segja það. Þetta er það skrýtin ákvörðun að þú átt eiginlega skilið að það sé dæmd á þig vítaspyrna,“ sagði Guðmundur. Það má horfa á umræðuna og sjá brotið umdeilda hér fyrir neðan. Besta deild karla Stúkan Valur KR Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjá meira
Vítið var dæmt á Hólmar Örn Eyjólfsson fyrir brot á Aroni Þórði Albertssyni. Hólmar fékk einnig sitt annað gula spjald fyrir brotið. Vítið var síðasta spyrna leiksins. Klippa: Stúkan: Vítadómurinn sem færði KR stig á móti Val „Hér er aukaspyrnan og þeir eru á vítateigslínunni eða svona í kringum hana. Í fyrstu virkaði þetta á mig eins og þetta væri fyrir utan teig en ég er að bíða eftir endursýningunni,“ sagði Guðmundur Benediktsson og sýndi brotið. „Er Aron Þórður kominn með vinstri fótinn á vítateigslínuna,“ spurði Guðmundur. „Nei, við sjáum það vel hérna,“ sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar. „Hversu heimskulegt er þetta? Það eru samt meiri líkur en ekki að þetta sé fyrir utan. Þetta er mjög tæpt. Hólmar er að taka ákveðinn sjens með þessu,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar. „Þú ert fyrirliði liðsins og það er við það fara að flauta til leiksloka. Þetta eru bara einhverjir töffara stælar. Að halda áfram með einhvern kýting síðan rétt áður. Kláraðu bara leikinn og komdu þá með eitthvað komment í andlitið á Aroni eftir að þú ert búinn að fagna þessum þremur stigum,“ sagði Albert. „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt,“ sagði Albert. „Þetta er ofboðslega skrýtin ákvörðun. Ég ætla að segja það. Þetta er það skrýtin ákvörðun að þú átt eiginlega skilið að það sé dæmd á þig vítaspyrna,“ sagði Guðmundur. Það má horfa á umræðuna og sjá brotið umdeilda hér fyrir neðan.
Besta deild karla Stúkan Valur KR Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjá meira