Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Jón Þór Stefánsson skrifar 15. apríl 2025 13:25 Árásin sem málið varðar átti sér stað í húsnæði Matfugls á Kjalarnesi. Vísir/Egill Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir stunguárás sem beindist gegn tveimur og er sögð átti sér stað í húsnæði Matfugls á Kjalarnesi síðastliðna nýársnótt. Héraðssaksóknari, sem ákærir í málinu, vill meina að um tilraun til manndráps hafi verið að ræða. Manninum er gefið að sök að leggja nokkrum sinnum til tveggja manna með hníf og reynt að svipta þá lífi. Umræddur hnífur er sagður vera með 11,5 sentímetra löngu hnífsblaði. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að maðurinn hafi stungið fyrri manninn endurtekið í bakið og hinn í brjóstkassann og kviðinn. Fyrir vikið hafi sá fyrri hlotið tvö til þrjú lífshættuleg stungusár á aftanverðum vinstri brjóstkassa með miklum blæðingum. Jafnframt segir að hann hafi hlotið „áverka í gegnum húð á mótum brjóstkassa og kviðs, gat á milli rifja 8 og 9 vinstra megin og loft- og blóðbrjóst af völdum áverkanna.“ Hinn maðurinn er einnig sagður hafa hlotið tvö til þrjú lífshættuleg stungusár. Þau hafi verið á brjóstkassa í gegnum brjóstvöðva fyrir neðan gervörtu og kvið. Fyrir hönd mannanna er þess krafist að hinn meinti árásarmaður greiði þeim miskabætur. Annars vegar fimm milljónir króna og hins vegar fjórar milljónir króna. Sagðist hafa gripið hníf á gólfinu Fjallað var um stunguárásina í fjölmiðlum snemma á nýársmorgun. Þá var greint frá því að þrír hefðu verið handteknir vegna málsins. Seinna sama dag kom fram að einn þeirra hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Í gæsluvarðhaldsúrskurði kemur fram að eftir handtöku hafi sakborningurinn sagst hafa stungið mennina í sjálfsvörn. Þarna hafi margt fólk verið í teiti og allt í góðu þegar tveir menn, sem voru gestkomandi, hafi verið ógnandi og ráðist að honum í eldhúsi húsnæðisins. Annar þeirra hafi stappað á brjóstkassa hans og þá hafi hann reiðst og varið sig með hníf. Hann hafi sagt að það hafi verið vegna þess að maðurinn hafi verið stór og sterkur. Fram kom að á meðan maðurinn greindi frá þessu hafi hann grátið og sagt líf sitt vera búið. Daginn var tekinn önnur skýrsla af manninum. Þá sagði hann að í teitinu hefðu þrír menn verið að slást og hann reynt að fá þá til að hætta. Einn þessara þriggja hafi ýtt honum og hann fallið. Þeir hefðu síðan haldið áfram að berjast og blóð verið úti um allt. Hann hafi fengið spark í kviðinn. Hann hafi reynt að standa upp og það hafi verið hnífur fyrir framan hann, sem hann hafi tekið upp. Hann hafi óttast að mennirnir myndu drepa hann og að hann vissi ekki hvað hefði gerst vegna þess að hann hefði verið í áfalli. Í enn annari skýrslutöku hafi maðurinn sagt að hann vissi ekki til þess að hann hefði stungið mennina þrjá, en það hlyti þó að vera. Stunguárás á Kjalarnesi Reykjavík Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Tveir eru alvarlega særðir og er annar þeirra talinn vera í lífshættu eftir stunguárás á Kjalarnesi í nótt. 1. janúar 2025 07:14 Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Þrír eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á líkamsárás í húsi á Kjalarnesi á nýársnótt. 1. janúar 2025 12:01 Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Ranglega var greint frá því í fréttum RÚV að stunguárás sem gerð var á Kjalarnesi á nýársnótt hafi átt sér stað á Tindum gistiheimili. Í reynd fóru átökin fram í næsta húsi þar sem Matfugl er með húsnæði fyrir starfsfólk sitt. 3. janúar 2025 09:14 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Manninum er gefið að sök að leggja nokkrum sinnum til tveggja manna með hníf og reynt að svipta þá lífi. Umræddur hnífur er sagður vera með 11,5 sentímetra löngu hnífsblaði. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að maðurinn hafi stungið fyrri manninn endurtekið í bakið og hinn í brjóstkassann og kviðinn. Fyrir vikið hafi sá fyrri hlotið tvö til þrjú lífshættuleg stungusár á aftanverðum vinstri brjóstkassa með miklum blæðingum. Jafnframt segir að hann hafi hlotið „áverka í gegnum húð á mótum brjóstkassa og kviðs, gat á milli rifja 8 og 9 vinstra megin og loft- og blóðbrjóst af völdum áverkanna.“ Hinn maðurinn er einnig sagður hafa hlotið tvö til þrjú lífshættuleg stungusár. Þau hafi verið á brjóstkassa í gegnum brjóstvöðva fyrir neðan gervörtu og kvið. Fyrir hönd mannanna er þess krafist að hinn meinti árásarmaður greiði þeim miskabætur. Annars vegar fimm milljónir króna og hins vegar fjórar milljónir króna. Sagðist hafa gripið hníf á gólfinu Fjallað var um stunguárásina í fjölmiðlum snemma á nýársmorgun. Þá var greint frá því að þrír hefðu verið handteknir vegna málsins. Seinna sama dag kom fram að einn þeirra hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Í gæsluvarðhaldsúrskurði kemur fram að eftir handtöku hafi sakborningurinn sagst hafa stungið mennina í sjálfsvörn. Þarna hafi margt fólk verið í teiti og allt í góðu þegar tveir menn, sem voru gestkomandi, hafi verið ógnandi og ráðist að honum í eldhúsi húsnæðisins. Annar þeirra hafi stappað á brjóstkassa hans og þá hafi hann reiðst og varið sig með hníf. Hann hafi sagt að það hafi verið vegna þess að maðurinn hafi verið stór og sterkur. Fram kom að á meðan maðurinn greindi frá þessu hafi hann grátið og sagt líf sitt vera búið. Daginn var tekinn önnur skýrsla af manninum. Þá sagði hann að í teitinu hefðu þrír menn verið að slást og hann reynt að fá þá til að hætta. Einn þessara þriggja hafi ýtt honum og hann fallið. Þeir hefðu síðan haldið áfram að berjast og blóð verið úti um allt. Hann hafi fengið spark í kviðinn. Hann hafi reynt að standa upp og það hafi verið hnífur fyrir framan hann, sem hann hafi tekið upp. Hann hafi óttast að mennirnir myndu drepa hann og að hann vissi ekki hvað hefði gerst vegna þess að hann hefði verið í áfalli. Í enn annari skýrslutöku hafi maðurinn sagt að hann vissi ekki til þess að hann hefði stungið mennina þrjá, en það hlyti þó að vera.
Stunguárás á Kjalarnesi Reykjavík Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Tveir eru alvarlega særðir og er annar þeirra talinn vera í lífshættu eftir stunguárás á Kjalarnesi í nótt. 1. janúar 2025 07:14 Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Þrír eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á líkamsárás í húsi á Kjalarnesi á nýársnótt. 1. janúar 2025 12:01 Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Ranglega var greint frá því í fréttum RÚV að stunguárás sem gerð var á Kjalarnesi á nýársnótt hafi átt sér stað á Tindum gistiheimili. Í reynd fóru átökin fram í næsta húsi þar sem Matfugl er með húsnæði fyrir starfsfólk sitt. 3. janúar 2025 09:14 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Tveir eru alvarlega særðir og er annar þeirra talinn vera í lífshættu eftir stunguárás á Kjalarnesi í nótt. 1. janúar 2025 07:14
Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Þrír eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á líkamsárás í húsi á Kjalarnesi á nýársnótt. 1. janúar 2025 12:01
Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Ranglega var greint frá því í fréttum RÚV að stunguárás sem gerð var á Kjalarnesi á nýársnótt hafi átt sér stað á Tindum gistiheimili. Í reynd fóru átökin fram í næsta húsi þar sem Matfugl er með húsnæði fyrir starfsfólk sitt. 3. janúar 2025 09:14