Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2025 16:31 Jude Bellingham og félagar þurfa að vinna upp þriggja marka forskot Arsenal á morgun en eru staðráðnir í að gera það. Getty/Marc Atkins Jude Bellingham segist alltaf vera að heyra og sjá sama orðið, „remontada“, fyrir seinni leik Real Madrid við Arsenal í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Carlo Ancelotti vill að leikmenn sínir sýni „hug, hjarta og hreðjar“ annað kvöld. Eftir aukaspyrnusýningu Declan Rice í síðustu viku er Arsenal 3-0 yfir í einvíginu og ríkjandi Evrópumeistarar Real því í afar erfiðri stöðu. Bellingham og Ancelotti létu samt engan bilbug á sér finna í dag, á blaðamannafundi fyrir seinni leik liðanna sem fram fer á Santiago Bernabeu á morgun klukkan 19. Spænska orðið „remontada“ táknar endurkomu, eins og Real ætlar að ná annað kvöld með því að knýja fram sigur í einvíginu. „Remontada… ég hef heyrt þetta milljón sinnum í þessari viku og séð milljón myndbönd á netinu. Þetta gírar mann svakalega upp. Svona kvöld eru gerð fyrir Real Madrid og fólk hérna er vant þessu. Vonandi getum við bætt við öðru einstöku kvöldi,“ sagði Bellingham. Ancelotti hefur unnið keppnina fimm sinnum sem knattspyrnustjóri, oftast allra, og er pollslakur: „Ég er einbeittur og mjög yfirvegaður. Þetta er ekki fyrsta svona kvöldið mitt og verður ekki það síðasta heldur. Ég er mun frekar spenntur en áhyggjufullur, að fá að taka þátt í svona leik af bekknum. Þessi spenna hjálpar mér að vera yfirvegaður,“ sagði Ancelotti sem eins og fyrr segir vill sjá „hug, hjarta og hreðjar“ hjá sínum mönnum. Ancelotti vill líka sjá Kylian Mbappé sýna sínar bestu hliðar, eftir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Alaves á sunnudaginn. „Hann er særður, vonsvikinn yfir því sem gerðist, en æfði mjög vel í gær og er mjög vel gíraður. Við þurfum hann og mörkin hans, meira en nokkru sinni,“ sagði Ancelotti. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
Eftir aukaspyrnusýningu Declan Rice í síðustu viku er Arsenal 3-0 yfir í einvíginu og ríkjandi Evrópumeistarar Real því í afar erfiðri stöðu. Bellingham og Ancelotti létu samt engan bilbug á sér finna í dag, á blaðamannafundi fyrir seinni leik liðanna sem fram fer á Santiago Bernabeu á morgun klukkan 19. Spænska orðið „remontada“ táknar endurkomu, eins og Real ætlar að ná annað kvöld með því að knýja fram sigur í einvíginu. „Remontada… ég hef heyrt þetta milljón sinnum í þessari viku og séð milljón myndbönd á netinu. Þetta gírar mann svakalega upp. Svona kvöld eru gerð fyrir Real Madrid og fólk hérna er vant þessu. Vonandi getum við bætt við öðru einstöku kvöldi,“ sagði Bellingham. Ancelotti hefur unnið keppnina fimm sinnum sem knattspyrnustjóri, oftast allra, og er pollslakur: „Ég er einbeittur og mjög yfirvegaður. Þetta er ekki fyrsta svona kvöldið mitt og verður ekki það síðasta heldur. Ég er mun frekar spenntur en áhyggjufullur, að fá að taka þátt í svona leik af bekknum. Þessi spenna hjálpar mér að vera yfirvegaður,“ sagði Ancelotti sem eins og fyrr segir vill sjá „hug, hjarta og hreðjar“ hjá sínum mönnum. Ancelotti vill líka sjá Kylian Mbappé sýna sínar bestu hliðar, eftir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Alaves á sunnudaginn. „Hann er særður, vonsvikinn yfir því sem gerðist, en æfði mjög vel í gær og er mjög vel gíraður. Við þurfum hann og mörkin hans, meira en nokkru sinni,“ sagði Ancelotti.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira