Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. apríl 2025 20:32 Sigrún fagnar því að til standi að gera breytingar á reglugerð um baðstaði. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Suðurlands segir það vera áhætturekstur að reka óklóraða sundlaug eða baðlón þar sem heilsuspillandi bakteríur laumist með óböðuðum ferðamönnum víða í sundlaugum landsins. Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir fjölgun óklóraðra baðlóna varhugaverð þróun. Ferðamenn fari gjarnan ofan í án þess að baða sig og mengi þar með laugina. Hún ræddi þetta í Reykjavík síðdegis í dag. „Mér finnst þetta mjög miður. Þetta kemur mér kannski ekkert mjög á óvart en mér finnst að rekstraraðilar þessara sundstaða ættu að taka harðar á þessu með sundfötin. Fólk er jafnvel að fara í óhreinum fötum í laugina og sumar af þessum laugum eru óklóraðar og þar af leiðandi fara allar þær bakteríur sem fylgja þessum ferðamönnum ofan í laugina. Þar með eru þeir búnir að menga laugina,“ segir hún. Sýkingar komi jafnvel upp í klóruðum laugum Það sé staðreynd að mesta mengunin í sundlaugum landsins berist með baðgestum og að engin leið sé að vita hvað fylgi þeim sem fari jafnvel ofan í laugina í óhreinum nærfötum eða íþróttafötum. Sigrún segir sjúkdómsvaldandi bakteríur geta mengað laugina og að sýkingar geti jafnvel komið upp í laugum sem eru klóraðar. Því hefur hún áhyggjur af fjölgun óklóraðra baðlóna. Sigrún segir að ellefu nýjar óklóraðar laugar séu í bígerð víða um landið. „Þessar óklóruðu laugar eru náttúrlega bara áhættubissness,“ segir hún. Breytingar á reglugerðinni í bígerð Hún segir að reglugerð um baðstaði landsins vera óskýra og matskennda. Því fagnar hún því að umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hyggist gera breytingar á henni. „Fyrir okkur heilbrigðiseftirlitið er frekar erfitt að fara eftir þessari reglugerð því hún er svo ónákvæm og það er svo mikið af matskenndum atriðum sem okkur er gert að túlka rétt,“ segir hún um núgildandi reglugerð. Erum við að tapa baráttunni við óbaðaða sundlaugagesti? „Ég held það,“ segir Sigrún Guðmundsdóttir. Ferðaþjónusta Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Sundlaugar og baðlón Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fleiri fréttir Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Sjá meira
Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir fjölgun óklóraðra baðlóna varhugaverð þróun. Ferðamenn fari gjarnan ofan í án þess að baða sig og mengi þar með laugina. Hún ræddi þetta í Reykjavík síðdegis í dag. „Mér finnst þetta mjög miður. Þetta kemur mér kannski ekkert mjög á óvart en mér finnst að rekstraraðilar þessara sundstaða ættu að taka harðar á þessu með sundfötin. Fólk er jafnvel að fara í óhreinum fötum í laugina og sumar af þessum laugum eru óklóraðar og þar af leiðandi fara allar þær bakteríur sem fylgja þessum ferðamönnum ofan í laugina. Þar með eru þeir búnir að menga laugina,“ segir hún. Sýkingar komi jafnvel upp í klóruðum laugum Það sé staðreynd að mesta mengunin í sundlaugum landsins berist með baðgestum og að engin leið sé að vita hvað fylgi þeim sem fari jafnvel ofan í laugina í óhreinum nærfötum eða íþróttafötum. Sigrún segir sjúkdómsvaldandi bakteríur geta mengað laugina og að sýkingar geti jafnvel komið upp í laugum sem eru klóraðar. Því hefur hún áhyggjur af fjölgun óklóraðra baðlóna. Sigrún segir að ellefu nýjar óklóraðar laugar séu í bígerð víða um landið. „Þessar óklóruðu laugar eru náttúrlega bara áhættubissness,“ segir hún. Breytingar á reglugerðinni í bígerð Hún segir að reglugerð um baðstaði landsins vera óskýra og matskennda. Því fagnar hún því að umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hyggist gera breytingar á henni. „Fyrir okkur heilbrigðiseftirlitið er frekar erfitt að fara eftir þessari reglugerð því hún er svo ónákvæm og það er svo mikið af matskenndum atriðum sem okkur er gert að túlka rétt,“ segir hún um núgildandi reglugerð. Erum við að tapa baráttunni við óbaðaða sundlaugagesti? „Ég held það,“ segir Sigrún Guðmundsdóttir.
Ferðaþjónusta Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Sundlaugar og baðlón Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fleiri fréttir Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Sjá meira