Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. apríl 2025 19:14 Almar Guðmundsson er bæjarstjóri Garðabæjar. Vísir/Arnar Veitur segja aðeins vatnsverndarsjónarmið búa að baki áformum um að takmarka bílaumferð um Heiðmörk. Bæjarstjóri Garðabæjar segir ítrustu hugmyndir Veitna skerða verulega aðgang íbúa að náttúrugæðum. Óhætt er að segja að Heiðmörk sé vinsælasta útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins, sér í lagi á góðviðrisdegi eins og þessum. Nú hafa Veitur lagt það til að lokað verði fyrir bílaumferð inn í Heiðmörk vegna vatnsverndarsjónarmiða. Ekki lagt upp með að draga úr útivistarmöguleikum Formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur segir að það myndi draga verulega úr möguleikum borgarbúa til útivistar. Fulltrúar Veitna segja það hins vegar af og frá. Í yfirlýsingu sem Veitur sendu frá sér í dag er ítrekað að vatnsverndarsjónarmið liggi að baki, en ekki standi til að draga úr aðgengi til útivistar á svæðinu. Í Heiðmörk sé þó að finna öll vatnsból höfuðborgarsvæðisins. Gert sé ráð fyrir að vinnu við deiliskipulag fyrir Heiðmörk ljúki í upphafi næsta árs, en það sé forsenda uppbyggingar bílastæða í nágrenni Heiðmerkur. Lagt sé upp með að bílastæði verði staðsett þannig að aðgengi verði áfram gott, og áfram verði hægt að nýta Heiðmörk til viðburða og útivistar. Umferð farartækja á vegum Skógræktar og Veitna verði áfram leyfð innan svæðisins. Það sé hins vegar svo að slys hafi orðið í og við Heiðmörk í gegnum árin, og mikil mildi þyki að olía hafi ekki lekið niður í vatnsból og mengað þau. Hafa áhyggjur af þröngsýni Veitna Heiðmörk er þó ekki aðeins innan borgarmarka Reykjavíkur, og Veitur hafa kallað eftir samtali við Garðabæ um að hefta bílaumferð að útivistarsvæðinu. Bæjarstjórinn þar segir að stíga þurfi varlega til jarðar, þegar kemur að þessum málum. „Veitur hafa sett sig í samband við okkur og hafa velt þessu upp. Ekki viljum við gera lítið úr þeirra hlutverki, sem er að tryggja gæði vatns. En við höfum af því áhyggjur að þeirra sýn á þetta sé of þröng hvað varðar gæði nýtist á þessu svæði varðandi útivist og náttúrugæði. Að við, íbúar í Garðabæ og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu, getum þá notið þeirra,“ segir Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Hann segir að gengið verði til samtals við Veitur, sem hann segist vona að verði lausnamiðað af hálfu beggja aðila. „Ég held að það sé þörf á því. Þeirra ítrustu sjónarmið ganga örugglega svolítið langt á aðgengi okkar að þessum náttúrugæðum sem Heiðmörkin hefur upp á að bjóða.“ Skógrækt og landgræðsla Reykjavík Garðabær Vatn Heiðmörk Vatnsvernd í Heiðmörk Vatnsból Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Sjá meira
Óhætt er að segja að Heiðmörk sé vinsælasta útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins, sér í lagi á góðviðrisdegi eins og þessum. Nú hafa Veitur lagt það til að lokað verði fyrir bílaumferð inn í Heiðmörk vegna vatnsverndarsjónarmiða. Ekki lagt upp með að draga úr útivistarmöguleikum Formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur segir að það myndi draga verulega úr möguleikum borgarbúa til útivistar. Fulltrúar Veitna segja það hins vegar af og frá. Í yfirlýsingu sem Veitur sendu frá sér í dag er ítrekað að vatnsverndarsjónarmið liggi að baki, en ekki standi til að draga úr aðgengi til útivistar á svæðinu. Í Heiðmörk sé þó að finna öll vatnsból höfuðborgarsvæðisins. Gert sé ráð fyrir að vinnu við deiliskipulag fyrir Heiðmörk ljúki í upphafi næsta árs, en það sé forsenda uppbyggingar bílastæða í nágrenni Heiðmerkur. Lagt sé upp með að bílastæði verði staðsett þannig að aðgengi verði áfram gott, og áfram verði hægt að nýta Heiðmörk til viðburða og útivistar. Umferð farartækja á vegum Skógræktar og Veitna verði áfram leyfð innan svæðisins. Það sé hins vegar svo að slys hafi orðið í og við Heiðmörk í gegnum árin, og mikil mildi þyki að olía hafi ekki lekið niður í vatnsból og mengað þau. Hafa áhyggjur af þröngsýni Veitna Heiðmörk er þó ekki aðeins innan borgarmarka Reykjavíkur, og Veitur hafa kallað eftir samtali við Garðabæ um að hefta bílaumferð að útivistarsvæðinu. Bæjarstjórinn þar segir að stíga þurfi varlega til jarðar, þegar kemur að þessum málum. „Veitur hafa sett sig í samband við okkur og hafa velt þessu upp. Ekki viljum við gera lítið úr þeirra hlutverki, sem er að tryggja gæði vatns. En við höfum af því áhyggjur að þeirra sýn á þetta sé of þröng hvað varðar gæði nýtist á þessu svæði varðandi útivist og náttúrugæði. Að við, íbúar í Garðabæ og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu, getum þá notið þeirra,“ segir Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Hann segir að gengið verði til samtals við Veitur, sem hann segist vona að verði lausnamiðað af hálfu beggja aðila. „Ég held að það sé þörf á því. Þeirra ítrustu sjónarmið ganga örugglega svolítið langt á aðgengi okkar að þessum náttúrugæðum sem Heiðmörkin hefur upp á að bjóða.“
Skógrækt og landgræðsla Reykjavík Garðabær Vatn Heiðmörk Vatnsvernd í Heiðmörk Vatnsból Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Sjá meira