Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2025 15:02 Madelene Sagstrom hefur verið að spila vel í apríl. Getty/David Becker Sænski kylfingurinn Madelene Sagström náði draumahöggi á bandarísku mótaröðinni í golfi en sú sænska hafði smá áhyggjur af því að það hefði ekki náðst á mynd. Ólíkt PGA-mótaröðinni hjá körlunum þá eru ekki eins veglegar sjónvarpsútsendingar á kvennamótaröðinni. Hin 32 ára gamla Sagström var að ná því í fyrsta sinn að fara holu í höggi í keppni. Hún var að keppa á JM Eagle meistaramótinu sem fer fram í Los Angeles. Sagström sló með níu járni af 117 metrum en kúlan skoppaði tvisvar og fór síðan beint ofan í holu. „Ég sá kúluna hverfa og hugsaði: Andskotinn, hún hlýtur að vera í holu. Þetta var svalt,“ sagði Madelene Sagström við Sportbladet. „Það eru líklega tólf ár síðan ég fór holu í höggi. Síðan þá hef ég ekki einu sinni náð því á æfingu. Það var kominn tími á þetta,“ sagði Sagström. Höggið var ekki sýnt í sjónvarpsútsendingu keppninnar en seinna fannst þó myndband af því. „Ég veit ekki einu sinni hvort þeir náðu þessu á myndband,“ sagði Sagström en bætti við: En hver er bílinn minn,“ spurði Sagström í léttum tón. Oft eru bílar í verðlaun fyrir að fara holu í höggi. Það voru auðvitað mörg vitni að þessu og svo auðvitað mun standa 1 í skorkortinu hennar. Myndbandið fannst síðan og höggið má sjá hér fyrir neðan. HOLE IN ONE – Madelene Sagström 💥 pic.twitter.com/mW2tXDkJSB— Viaplay Golf (@ViaplayGolfSE) April 18, 2025 Golf Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Ólíkt PGA-mótaröðinni hjá körlunum þá eru ekki eins veglegar sjónvarpsútsendingar á kvennamótaröðinni. Hin 32 ára gamla Sagström var að ná því í fyrsta sinn að fara holu í höggi í keppni. Hún var að keppa á JM Eagle meistaramótinu sem fer fram í Los Angeles. Sagström sló með níu járni af 117 metrum en kúlan skoppaði tvisvar og fór síðan beint ofan í holu. „Ég sá kúluna hverfa og hugsaði: Andskotinn, hún hlýtur að vera í holu. Þetta var svalt,“ sagði Madelene Sagström við Sportbladet. „Það eru líklega tólf ár síðan ég fór holu í höggi. Síðan þá hef ég ekki einu sinni náð því á æfingu. Það var kominn tími á þetta,“ sagði Sagström. Höggið var ekki sýnt í sjónvarpsútsendingu keppninnar en seinna fannst þó myndband af því. „Ég veit ekki einu sinni hvort þeir náðu þessu á myndband,“ sagði Sagström en bætti við: En hver er bílinn minn,“ spurði Sagström í léttum tón. Oft eru bílar í verðlaun fyrir að fara holu í höggi. Það voru auðvitað mörg vitni að þessu og svo auðvitað mun standa 1 í skorkortinu hennar. Myndbandið fannst síðan og höggið má sjá hér fyrir neðan. HOLE IN ONE – Madelene Sagström 💥 pic.twitter.com/mW2tXDkJSB— Viaplay Golf (@ViaplayGolfSE) April 18, 2025
Golf Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira