Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður einnig rætt við dómsmálaráðherra sem bregst við gagnrýni lögmanns um meinta vanþekkingu hennar á eigin málaflokki. Ráðherra segir að starfshópur sem hún skipaði til að yfirfara reglur um dvalarleyfi sé mannaður af sérfræðingum í málaflokknum.
Í fréttatímanum segjum við einnig frá því að svokölluð forstjórasvindl eru algengari yfir hátíðarnar og segir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu fólk þurfa ávallt að hafa varann á. Dæmi er um að íslenskt fyrirtæki hafi millifært tæpar hundrað milljónir á svikhrappa, en sem betur fer tókst að endurheimta peninginn.
Á vettvangi íþróttanna verður sagt frá stórri stund sem framundan er fyrir fótboltaáhugamenn á Austurlandi og þá er ljóst að andlát páfans hefur áhrif á fótboltann á Ítalíu.
Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu klukkan tólf.