Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Lovísa Arnardóttir skrifar 23. apríl 2025 06:26 Almenningur leitar í meiri mæli til lífeyrissjóða til að fá lán. Vísir/Anton Brink Nýjar íbúðir seljast verr en gamlar íbúðir vegna þess að nýjar íbúðir eru á þrengra stærðarbili. Tvöfalda þyrfti magn smærri íbúða á fasteignamarkaði til að anna eftirspurn. Meiri verðsveiflur á fasteignamarkaði en á markaði innlendra hlutabréfa er til marks um óeðlilega stöðu á eignamarkaði á Íslandi samkvæmt HMS. Þetta, og meira, kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, HMS. Þar segir að fasteignamarkaðurinn hafi verið virkur á síðustu vikum og mánuðum, þar sem íbúðum á sölu og kaupsamningum hafi fjölgað. Fleiri íbúðir hafi einnig verið teknar úr sölu. Það bendi til þess að umsvif muni haldast mikil á næstu vikum. Þar kemur einnig fram að nýjar íbúðir seljist bæði hægar og verr en aðrar íbúðir. Þær séu flestar á þröngu stærðarbili sem sé ekki í samræmi við eftirspurn síðustu ára. Líkt og myndin að neðan sýnir eru nýjar íbúðir á sölu á mun þrengra stærðarbili heldur en seldar íbúðir, þar sem flestar nýjar íbúðir eru 80 til 140 fermetrar að stærð. Á myndinni má sjá stærðardreifingu fjölbýlisíbúða á sölu á höfuðborgarsvæðinu, samanborið við stærðardreifingu seldra íbúða í fjölbýli frá árinu 2020.HMS Samkvæmt greiningu HMS eru aðeins fimmtán prósent nýrra íbúða á höfuðborgarsvæðinu undir 80 fermetrum að stærð, þrátt fyrir að 32 prósent fjölbýlisíbúða sem hafa verið seldar á höfuðborgarsvæðinu séu á því stærðarbili. Hlutdeild smærri íbúða af nýjum íbúðum á sölu þyrfti því að rúmlega tvöfaldast til þess að vera í samræmi við eftirspurn síðustu ára. Íbúðir betri fjárfestingarkostur en hlutabréf Í skýrslunni kemur einnig fram að íbúðir hafi verið betri fjárfestingarkostur en innlend hlutabréf, þar sem þær hafa hækkað meira í verði og sveiflast minna en úrvalsvísitala Kauphallarinnar. Verðsveiflurnar má mæla , samkvæmt skýrslunni, með staðalfráviki í 12 mánaða ávöxtun á milli mánaða, en það var 20 prósent fyrir úrvalsvísitöluna og einungis 7 prósent fyrir íbúðaverð. Verðsveiflurnar voru því tæplega þrefalt meiri á hlutabréfamarkaðnum heldur en á íbúðamarkaðnum á tímabilinu. HMS telur þetta vera til marks um óeðlilega stöðu á eignamarkaði hérlendis. Myndin er úr skýrslu HMS og sýnir vísitölu íbúðaverðs og hlutabréfaverðs. HMS Í skýrslunni kemur fram að frá árinu 1982 hafi raunverð íbúða að meðaltali hækkað um 3,3 prósent á ári. Þrír stærstu viðskiptabankarnir spá 1,3 til 3,3 prósenta árlegri raunverðshækkun íbúða á tímabilinu 2025-2027. Kaupendahópur ekki eins háður lántöku Í skýrslunni er einnig fjallað um stöðuna á leigumarkaði, lánamarkaði og byggingamarkaði. Á leigumarkaði hefur nýskráðum leigusamningum fjölgað á fyrsta ársfjórðungi, ef miðað er við sama tímabil í fyrra. Leigusalar í flestum nýskráðum leigusamningum eru einstaklingar og hagnaðardrifin leigufélög, en vægi félagslegra og óhagnaðardrifinna leiguíbúða er lítið í Reykjanesbæ, Garðabæ og Kópavogi samkvæm skýrslunni. Þá kemur fram að á lánamarkaði hafi umfang nýrra íbúðalána ekki aukist í takt við fjölgun kaupsamninga. Það þykir benda til þess að kaupendahópurinn sé ekki eins háður lántöku við fjármögnun á fasteignakaupum og áður. Hrein ný lántaka var því töluverð hjá lífeyrissjóðunum samkvæmt skýrslunni, vegna ásóknar í verðtryggð lán. Hún var aftur á móti mjög lítil hjá bönkunum, þar sem álíka mikið var greitt upp af óverðtryggðum lánum og tekið var að láni í nýjum hreinum verðtryggðum lánum. Bestu vaxtakjörin á verðtryggðum lánum þessa stundina, samkvæmt skýrslunni, er að finna hjá lífeyrissjóðunum. Breytilegir vextir á verðtryggðum íbúðalánum hjá stærstu þremur bönkunum eru á bilinu 4 til 7 prósent á meðan slíkir vextir hjá lífeyrissjóðum eru á bilinu 3 til 6 prósent. Lægstu breytilegu óverðtryggðir vextir á íbúðalánum eru hins vegar í kringum 8 prósent hjá bæði lífeyrissjóðum og bönkum. Mikið af lausum störfum á byggingamarkaði Á sama tíma hefur hægt á vexti byggingargeirans. Álíka margir starfa í geiranum og á sama tíma í fyrra, auk þess sem hlutdeild hans á vinnumarkaði helst óbreytt á milli ára. Þó eru enn fleiri nýskráningar en gjaldþrot í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, auk þess sem mikið er af lausum störfum í geiranum. Að lokum kemur fram að íbúðum á fyrri framvindustigum íbúðauppbyggingar hafi fækkað talsvert á höfuðborgarsvæðinu. Það séu þó vísbendingar um að uppbyggingartími íbúða hafi styst á síðustu misserum og er því meiri óvissa bundin spám HMS um fullbúnar íbúðir til ársins 2027. Húsnæðismál Byggingariðnaður Leigumarkaður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Sjá meira
Þetta, og meira, kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, HMS. Þar segir að fasteignamarkaðurinn hafi verið virkur á síðustu vikum og mánuðum, þar sem íbúðum á sölu og kaupsamningum hafi fjölgað. Fleiri íbúðir hafi einnig verið teknar úr sölu. Það bendi til þess að umsvif muni haldast mikil á næstu vikum. Þar kemur einnig fram að nýjar íbúðir seljist bæði hægar og verr en aðrar íbúðir. Þær séu flestar á þröngu stærðarbili sem sé ekki í samræmi við eftirspurn síðustu ára. Líkt og myndin að neðan sýnir eru nýjar íbúðir á sölu á mun þrengra stærðarbili heldur en seldar íbúðir, þar sem flestar nýjar íbúðir eru 80 til 140 fermetrar að stærð. Á myndinni má sjá stærðardreifingu fjölbýlisíbúða á sölu á höfuðborgarsvæðinu, samanborið við stærðardreifingu seldra íbúða í fjölbýli frá árinu 2020.HMS Samkvæmt greiningu HMS eru aðeins fimmtán prósent nýrra íbúða á höfuðborgarsvæðinu undir 80 fermetrum að stærð, þrátt fyrir að 32 prósent fjölbýlisíbúða sem hafa verið seldar á höfuðborgarsvæðinu séu á því stærðarbili. Hlutdeild smærri íbúða af nýjum íbúðum á sölu þyrfti því að rúmlega tvöfaldast til þess að vera í samræmi við eftirspurn síðustu ára. Íbúðir betri fjárfestingarkostur en hlutabréf Í skýrslunni kemur einnig fram að íbúðir hafi verið betri fjárfestingarkostur en innlend hlutabréf, þar sem þær hafa hækkað meira í verði og sveiflast minna en úrvalsvísitala Kauphallarinnar. Verðsveiflurnar má mæla , samkvæmt skýrslunni, með staðalfráviki í 12 mánaða ávöxtun á milli mánaða, en það var 20 prósent fyrir úrvalsvísitöluna og einungis 7 prósent fyrir íbúðaverð. Verðsveiflurnar voru því tæplega þrefalt meiri á hlutabréfamarkaðnum heldur en á íbúðamarkaðnum á tímabilinu. HMS telur þetta vera til marks um óeðlilega stöðu á eignamarkaði hérlendis. Myndin er úr skýrslu HMS og sýnir vísitölu íbúðaverðs og hlutabréfaverðs. HMS Í skýrslunni kemur fram að frá árinu 1982 hafi raunverð íbúða að meðaltali hækkað um 3,3 prósent á ári. Þrír stærstu viðskiptabankarnir spá 1,3 til 3,3 prósenta árlegri raunverðshækkun íbúða á tímabilinu 2025-2027. Kaupendahópur ekki eins háður lántöku Í skýrslunni er einnig fjallað um stöðuna á leigumarkaði, lánamarkaði og byggingamarkaði. Á leigumarkaði hefur nýskráðum leigusamningum fjölgað á fyrsta ársfjórðungi, ef miðað er við sama tímabil í fyrra. Leigusalar í flestum nýskráðum leigusamningum eru einstaklingar og hagnaðardrifin leigufélög, en vægi félagslegra og óhagnaðardrifinna leiguíbúða er lítið í Reykjanesbæ, Garðabæ og Kópavogi samkvæm skýrslunni. Þá kemur fram að á lánamarkaði hafi umfang nýrra íbúðalána ekki aukist í takt við fjölgun kaupsamninga. Það þykir benda til þess að kaupendahópurinn sé ekki eins háður lántöku við fjármögnun á fasteignakaupum og áður. Hrein ný lántaka var því töluverð hjá lífeyrissjóðunum samkvæmt skýrslunni, vegna ásóknar í verðtryggð lán. Hún var aftur á móti mjög lítil hjá bönkunum, þar sem álíka mikið var greitt upp af óverðtryggðum lánum og tekið var að láni í nýjum hreinum verðtryggðum lánum. Bestu vaxtakjörin á verðtryggðum lánum þessa stundina, samkvæmt skýrslunni, er að finna hjá lífeyrissjóðunum. Breytilegir vextir á verðtryggðum íbúðalánum hjá stærstu þremur bönkunum eru á bilinu 4 til 7 prósent á meðan slíkir vextir hjá lífeyrissjóðum eru á bilinu 3 til 6 prósent. Lægstu breytilegu óverðtryggðir vextir á íbúðalánum eru hins vegar í kringum 8 prósent hjá bæði lífeyrissjóðum og bönkum. Mikið af lausum störfum á byggingamarkaði Á sama tíma hefur hægt á vexti byggingargeirans. Álíka margir starfa í geiranum og á sama tíma í fyrra, auk þess sem hlutdeild hans á vinnumarkaði helst óbreytt á milli ára. Þó eru enn fleiri nýskráningar en gjaldþrot í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, auk þess sem mikið er af lausum störfum í geiranum. Að lokum kemur fram að íbúðum á fyrri framvindustigum íbúðauppbyggingar hafi fækkað talsvert á höfuðborgarsvæðinu. Það séu þó vísbendingar um að uppbyggingartími íbúða hafi styst á síðustu misserum og er því meiri óvissa bundin spám HMS um fullbúnar íbúðir til ársins 2027.
Húsnæðismál Byggingariðnaður Leigumarkaður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Sjá meira