Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. apríl 2025 22:26 Alma Möller heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir alveg ljóst að binda þurfi í lög hversu mörg börn sæðisgjafar megi búa til hér á landi. Ekki sé ráðlegt að hver sæðisgjafi megi frjóvga fleiri en tvö egg í svo litlu samfélagi líkt og á Íslandi. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að engar reglur væru hér á landi um það hversu margar fjölskyldur sæðisgjafar megi búa til. Þórir Harðarson eigandi frjósemisstofunnar Sunnu kallaði eftir breytingum og sagði æskilegt að stjórnvöld veittu þjónustuaðilum aðhald. Tilefnið eru fréttir frá Hollandi þar sem komið hefur í ljós að tugir sæðisgjafa hafi feðrað að minnsta kosti 25 börn í trássi við lög um áratugaskeið. Þá hafa siðaráð allra Norðurlandanna utan Íslands farið fram á að skorður verði settar við því hve mörg börn megi koma undan einum sæðisgjafa. Heilbrigðisráðherra tekur undir áhyggjur Þóris. Ekki viss um að talan eigi að vera hærri „Ég er alveg sammála því að það þarf að vera bundið í lög eða reglur, hámarksfjöldi sæðisgjafa sem má gefa sæði til að frjóvga egg og það er auðvitað sérstaklega mikilvægt í svona litlu og fámennu samfélagi eins og Ísland er og reyndar lagði ég það til fyrir nokkrum árum sem landlæknir að þetta yrði sett inn í regluverkið.“ Að ýmsu þurfi að huga er varðar lög og reglur um tæknifrjóvganir en Alma segir hlutverk Landlæknis að hafa eftirlit með þessum málum. „Og ég veit að því hefur verið sinnt og reglum hefur verið breytt en það þarf auðvitað að leita ráðgjafar um hver þessi tala eigi að vera. Ég held að vinnureglur fyrritækjanna séu að það sé hægt að frjóvga tvö egg úr sama sæðisgjafa og ég er ekki viss um að sú tala eigi að vera hærri í okkar fámenna samfélagi.“ Óvíst sé á þessum tímapunkti hve langan tíma breytingarnar muni taka. „Það er þannig að ef þetta er einungis að skerpa á reglugerð þá tekur það skamman tíma en fyrst þurfum við að skoða hvort að lagaumgjörðin er nógu sterk eða hvort að það þurfi að breyta lögum og þá er það auðvitað þyngra ferli.“ Heilsa Frjósemi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Tugir hollenskra sæðisgjafa hafa feðrað að minnsta kosti 25 börn. Félag hollenskra kvensjúkdómalækna segir að í kjölfar þess að nýtt skráningarkerfi hafi verið tekið í gagnið hafi komið á daginn að frjósemisfyrirtæki hafi verið að brjóta lög um sæðisgjöf í áratugi. 14. apríl 2025 23:52 Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. 21. september 2024 21:03 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Sjá meira
Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að engar reglur væru hér á landi um það hversu margar fjölskyldur sæðisgjafar megi búa til. Þórir Harðarson eigandi frjósemisstofunnar Sunnu kallaði eftir breytingum og sagði æskilegt að stjórnvöld veittu þjónustuaðilum aðhald. Tilefnið eru fréttir frá Hollandi þar sem komið hefur í ljós að tugir sæðisgjafa hafi feðrað að minnsta kosti 25 börn í trássi við lög um áratugaskeið. Þá hafa siðaráð allra Norðurlandanna utan Íslands farið fram á að skorður verði settar við því hve mörg börn megi koma undan einum sæðisgjafa. Heilbrigðisráðherra tekur undir áhyggjur Þóris. Ekki viss um að talan eigi að vera hærri „Ég er alveg sammála því að það þarf að vera bundið í lög eða reglur, hámarksfjöldi sæðisgjafa sem má gefa sæði til að frjóvga egg og það er auðvitað sérstaklega mikilvægt í svona litlu og fámennu samfélagi eins og Ísland er og reyndar lagði ég það til fyrir nokkrum árum sem landlæknir að þetta yrði sett inn í regluverkið.“ Að ýmsu þurfi að huga er varðar lög og reglur um tæknifrjóvganir en Alma segir hlutverk Landlæknis að hafa eftirlit með þessum málum. „Og ég veit að því hefur verið sinnt og reglum hefur verið breytt en það þarf auðvitað að leita ráðgjafar um hver þessi tala eigi að vera. Ég held að vinnureglur fyrritækjanna séu að það sé hægt að frjóvga tvö egg úr sama sæðisgjafa og ég er ekki viss um að sú tala eigi að vera hærri í okkar fámenna samfélagi.“ Óvíst sé á þessum tímapunkti hve langan tíma breytingarnar muni taka. „Það er þannig að ef þetta er einungis að skerpa á reglugerð þá tekur það skamman tíma en fyrst þurfum við að skoða hvort að lagaumgjörðin er nógu sterk eða hvort að það þurfi að breyta lögum og þá er það auðvitað þyngra ferli.“
Heilsa Frjósemi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Tugir hollenskra sæðisgjafa hafa feðrað að minnsta kosti 25 börn. Félag hollenskra kvensjúkdómalækna segir að í kjölfar þess að nýtt skráningarkerfi hafi verið tekið í gagnið hafi komið á daginn að frjósemisfyrirtæki hafi verið að brjóta lög um sæðisgjöf í áratugi. 14. apríl 2025 23:52 Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. 21. september 2024 21:03 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Sjá meira
Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Tugir hollenskra sæðisgjafa hafa feðrað að minnsta kosti 25 börn. Félag hollenskra kvensjúkdómalækna segir að í kjölfar þess að nýtt skráningarkerfi hafi verið tekið í gagnið hafi komið á daginn að frjósemisfyrirtæki hafi verið að brjóta lög um sæðisgjöf í áratugi. 14. apríl 2025 23:52
Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. 21. september 2024 21:03