Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Lovísa Arnardóttir skrifar 25. apríl 2025 06:54 Þúsundir hafa þegar lagt leið sína í kirkjuna til að kveðja páfann. Hægt verður að gera það til klukkan 20 í kvöld. Vísir/EPA Lokaundirbúningur fyrir útför Frans páfa mun fara fram í Páfagarði í dag. Almenningur hefur til klukkan 20 í dag, að staðartíma, til að kveðja páfann í Péturskirkjunni. Útförin er svo á morgun. Fjöldi erlendra ráðamanna ferðast í dag og á morgun til að vera viðstaddir útförina. Alls verða viðstaddir um 50 þjóðarleiðtogar og tíu konungar eða drottningar útförina. Þar á meðal er Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, Volodomír Selensjíj, forseti Úkraínu og Halla Tómasdóttir, forseti Íslands. Auk þess má búast við því að um 130 erlendar sendinefndir verði viðstaddar. Þar á meðal má nefna Javier Milei, forseta Argentínu, og Vilhjálmur Bretaprins. Í frétt Guardian segir að öryggisgæla á Ítalíu og í Vatíkaninu hafi verið aukin til muna og sérstaklega í kringum Péturskirkju og Péturstorg. Notaðir eru drónar auk þess sem leyniskyttur verða staðsettar á þökum og bardagaþotur tilbúnar til að fljúga af stað ef eitthvað gerist. Bannað verður að fljúga yfir svæðið á meðan útförin fer fram. Fólk bíður í röð eftir því að fá að kveðja páfann. Vísir/EPA Ekið á gönguhraða að Stóru Maríukirkjunni Eftir að útförinni lýkur verður kistu hans ekið á gönguhraða í kirkjugarðinn þar sem hann verður jarðsettur. Hann kaus að vera jarðaður við Stóru Maríukirkjunni í Róm sem var uppáhalds kirkjan hans. Frans verður jarðsettur og á einföldu grafhýsi hans á aðeins að skrifa Frans. Hægt verður að heimsækja grafhýsið frá og með sunnudegi. Tugir þúsunda hafa þegar lagt leið sína í Péturskirkjuna til að kveðja páfann en hann hefur legið í Péturskirkju frá því á miðvikudag. Kirkjan hefur opnað snemma morguns og verið opin til miðnættis en er opin styttra í dag vegna útfararinnar á morgun. Kardínálinn Kevin Farrel mun stýra athöfn í kvöld þegar kirkjunni verður lokað. Farrell stýrir kirkjunni þar til nýr páfi verður kjörinn í næsta mánuði. „Það var stutt en átakanlegt að vera við hlið líkama hans,“ er haft eftir ítalanum Massimo Palo í frétt Guardian sem beið í röðinni og sagðist vona að næsti páfi yrði líkur Frans páfa. Hundruð þúsunda í Róm Gert er ráð fyrir því að nokkur hundruð þúsund manns muni koma til Rómar í dag en vegna frídags var fyrir andlát páfans búist við margmenni í borginni. Þann 25. apríl fagna Ítalir því að hafa sigrast á nasistum í seinni heimsstyrjöldinni. Frans páfi lést á mánudag 88 ára gamall úr heilablóðfalli. Hann hafði fyrir það verið mánuðum saman á spítala vegna alvarlegrar lungnabólgu. Hann fór gegn ráðleggingum lækna og tók þátt í messunni á Páskadag en Páskadagur er afar mikilvæg dagsetning í kaþólskri trú. Páfakjör í næsta mánuði Páfakjörsfundur fer fram í næsta mánuði. Kardinálarnir sem kjósa nýjan páfa hafa verið að færa sig til Rómar síðustu daga og funda daglega samkvæmt frétt Guardian til að ákveða næstu skref innan kirkjunnar. Ekki er búið að tilkynna nákvæma dagsetningu fyrir páfakjörsfundinn en hann má hefjast í fyrsta lagi fimmtán dögum eftir andlát páfans og síðasta lagi tuttugu dögum eftir andlátið. Aðeins þeir kardinálar sem eru yngri en 80 ára mega greiða atkvæða í kjörinu. Það eru um 135 kardinálar. Ítalía Páfagarður Andlát Frans páfa Tengdar fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Giovanni Angelo Becciu kardínáli sem hefur verið sakfelldur fyrir fjárdrátt vill meina að hann eigi atkvæðisrétt í komandi páfakjöri. 24. apríl 2025 17:21 Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Lík Frans páfa verður flutt í Péturskirkjuna í Vatíkaninu snemma í dag. Þar mun hann liggja í þrjá daga svo almenningur og trúariðkendur geti kvatt hann. Frans páfi lést á mánudag 88 ára gamall úr heilablóðfalli. Hann var páfi í tólf ár. 23. apríl 2025 07:15 Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Ítalska úrvalsdeildin, Sería A, hefur tekið þá ákvörðun að fresta fleiri leikjum í deildinni en öllum leikjum mánudagsins var frestað eftir að Frans páfi lést. 23. apríl 2025 06:32 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Alls verða viðstaddir um 50 þjóðarleiðtogar og tíu konungar eða drottningar útförina. Þar á meðal er Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, Volodomír Selensjíj, forseti Úkraínu og Halla Tómasdóttir, forseti Íslands. Auk þess má búast við því að um 130 erlendar sendinefndir verði viðstaddar. Þar á meðal má nefna Javier Milei, forseta Argentínu, og Vilhjálmur Bretaprins. Í frétt Guardian segir að öryggisgæla á Ítalíu og í Vatíkaninu hafi verið aukin til muna og sérstaklega í kringum Péturskirkju og Péturstorg. Notaðir eru drónar auk þess sem leyniskyttur verða staðsettar á þökum og bardagaþotur tilbúnar til að fljúga af stað ef eitthvað gerist. Bannað verður að fljúga yfir svæðið á meðan útförin fer fram. Fólk bíður í röð eftir því að fá að kveðja páfann. Vísir/EPA Ekið á gönguhraða að Stóru Maríukirkjunni Eftir að útförinni lýkur verður kistu hans ekið á gönguhraða í kirkjugarðinn þar sem hann verður jarðsettur. Hann kaus að vera jarðaður við Stóru Maríukirkjunni í Róm sem var uppáhalds kirkjan hans. Frans verður jarðsettur og á einföldu grafhýsi hans á aðeins að skrifa Frans. Hægt verður að heimsækja grafhýsið frá og með sunnudegi. Tugir þúsunda hafa þegar lagt leið sína í Péturskirkjuna til að kveðja páfann en hann hefur legið í Péturskirkju frá því á miðvikudag. Kirkjan hefur opnað snemma morguns og verið opin til miðnættis en er opin styttra í dag vegna útfararinnar á morgun. Kardínálinn Kevin Farrel mun stýra athöfn í kvöld þegar kirkjunni verður lokað. Farrell stýrir kirkjunni þar til nýr páfi verður kjörinn í næsta mánuði. „Það var stutt en átakanlegt að vera við hlið líkama hans,“ er haft eftir ítalanum Massimo Palo í frétt Guardian sem beið í röðinni og sagðist vona að næsti páfi yrði líkur Frans páfa. Hundruð þúsunda í Róm Gert er ráð fyrir því að nokkur hundruð þúsund manns muni koma til Rómar í dag en vegna frídags var fyrir andlát páfans búist við margmenni í borginni. Þann 25. apríl fagna Ítalir því að hafa sigrast á nasistum í seinni heimsstyrjöldinni. Frans páfi lést á mánudag 88 ára gamall úr heilablóðfalli. Hann hafði fyrir það verið mánuðum saman á spítala vegna alvarlegrar lungnabólgu. Hann fór gegn ráðleggingum lækna og tók þátt í messunni á Páskadag en Páskadagur er afar mikilvæg dagsetning í kaþólskri trú. Páfakjör í næsta mánuði Páfakjörsfundur fer fram í næsta mánuði. Kardinálarnir sem kjósa nýjan páfa hafa verið að færa sig til Rómar síðustu daga og funda daglega samkvæmt frétt Guardian til að ákveða næstu skref innan kirkjunnar. Ekki er búið að tilkynna nákvæma dagsetningu fyrir páfakjörsfundinn en hann má hefjast í fyrsta lagi fimmtán dögum eftir andlát páfans og síðasta lagi tuttugu dögum eftir andlátið. Aðeins þeir kardinálar sem eru yngri en 80 ára mega greiða atkvæða í kjörinu. Það eru um 135 kardinálar.
Ítalía Páfagarður Andlát Frans páfa Tengdar fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Giovanni Angelo Becciu kardínáli sem hefur verið sakfelldur fyrir fjárdrátt vill meina að hann eigi atkvæðisrétt í komandi páfakjöri. 24. apríl 2025 17:21 Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Lík Frans páfa verður flutt í Péturskirkjuna í Vatíkaninu snemma í dag. Þar mun hann liggja í þrjá daga svo almenningur og trúariðkendur geti kvatt hann. Frans páfi lést á mánudag 88 ára gamall úr heilablóðfalli. Hann var páfi í tólf ár. 23. apríl 2025 07:15 Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Ítalska úrvalsdeildin, Sería A, hefur tekið þá ákvörðun að fresta fleiri leikjum í deildinni en öllum leikjum mánudagsins var frestað eftir að Frans páfi lést. 23. apríl 2025 06:32 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Giovanni Angelo Becciu kardínáli sem hefur verið sakfelldur fyrir fjárdrátt vill meina að hann eigi atkvæðisrétt í komandi páfakjöri. 24. apríl 2025 17:21
Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Lík Frans páfa verður flutt í Péturskirkjuna í Vatíkaninu snemma í dag. Þar mun hann liggja í þrjá daga svo almenningur og trúariðkendur geti kvatt hann. Frans páfi lést á mánudag 88 ára gamall úr heilablóðfalli. Hann var páfi í tólf ár. 23. apríl 2025 07:15
Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Ítalska úrvalsdeildin, Sería A, hefur tekið þá ákvörðun að fresta fleiri leikjum í deildinni en öllum leikjum mánudagsins var frestað eftir að Frans páfi lést. 23. apríl 2025 06:32