Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 25. apríl 2025 16:02 Opnað verður fyrir umsóknir í keppnina Ungfrú Ísland Teen 1. maí næstkomandi. Ungfrú Ísland hefur kynnt nýtt vörumerki keppninnar, Ungfrú Ísland Teen, sem er keppni ætluð stúlkum á aldrinum 16 til 19 ára. Keppnin verður í anda hefðbundnu Ungfrú Ísland keppninnar en með breyttum áherslum sem hæfa þessum aldurshópi. Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland, segir að áhugi og eftirspurn eftir keppni fyrir yngri stúlkur hafi aukist verulega á síðustu árum. „Við erum að svara þessari ört vaxandi eftirspurn. Á síðustu árum hafa okkur borist margar umsóknir frá stúlkum í þessum aldurshópi, sem hafa áhuga á keppninni og því sem hún stendur fyrir. Við erum með öflugt teymi fagfólks sem á það sameiginlegt að vera annt um líðan ungra kvenna og allt sem við gerum hjá Ungfrú Ísland er með það að leiðarljósi - að efla og styrkja konur,“ segir Manuela. Andleg og líkamleg vellíðan Það sem verður frábrugðið upphaflegu keppninni er að í Ungfrú Ísland Teen verður ekki sundfataatriði. Í staðinn munu stúlkurnar koma fram í fatnaði frá styrktaraðilum keppninnar. Keppnin verður heldur ekki sýnd í beinni útsendingu. Einnig mun aðeins ein stúlka standa uppi sem sigurvegari. Keppnin, sem fer fram í vetur, mun hefjast undirbúningsferlið í haust. „Umræðan um áhrif samfélagsmiðla og tækni á sjálfsmynd kvenna hefur farið hátt. Þetta er aldurshópur sem þekkir ekki líf án samfélagsmiðla og samanburðar. Við viljum leggja okkar af mörkum til að hlúa að bæði andlegri og líkamlegri líðan ungra stúlkna,“ segir Manuela. Mikilvægt að tilheyra Meginmunurinn á Ungfrú Ísland Teen og Ungfrú Ísland er sá að sigurvegari Ungfrú Ísland Teen mun ekki fara erlendis að keppa fyrir Íslands hönd. Í staðinn mun hún sinna verkefnum hér heima, vera virkur þátttakandi í drottningateymi Ungfrú Ísland og taka þátt í góðgerðarviðburðum, myndatökum og öðrum verkefnum sem teymið stendur fyrir. View this post on Instagram A post shared by Þorbjörg (@torbjorgkristd) Elísa Gróa Steinþórsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Ungfrú Ísland, tekur undir orð Manuelu og bætir við: „Það eru ekki allar ungar stúlkur sem finna sig í íþróttum eða öðrum tómstundum. Á þessum mótunarárum er mikilvægt að upplifa sig sem hluta af heild, hvetja hverja aðra áfram og mynda vinabönd fyrir lífstíð.“ Opnað verður fyrir umsóknir þann 1. maí næstkomandi á vef Ungfrú Ísland. View this post on Instagram A post shared by Ungfrú Ísland (@missicelandorg) Ungfrú Ísland Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Sjá meira
Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland, segir að áhugi og eftirspurn eftir keppni fyrir yngri stúlkur hafi aukist verulega á síðustu árum. „Við erum að svara þessari ört vaxandi eftirspurn. Á síðustu árum hafa okkur borist margar umsóknir frá stúlkum í þessum aldurshópi, sem hafa áhuga á keppninni og því sem hún stendur fyrir. Við erum með öflugt teymi fagfólks sem á það sameiginlegt að vera annt um líðan ungra kvenna og allt sem við gerum hjá Ungfrú Ísland er með það að leiðarljósi - að efla og styrkja konur,“ segir Manuela. Andleg og líkamleg vellíðan Það sem verður frábrugðið upphaflegu keppninni er að í Ungfrú Ísland Teen verður ekki sundfataatriði. Í staðinn munu stúlkurnar koma fram í fatnaði frá styrktaraðilum keppninnar. Keppnin verður heldur ekki sýnd í beinni útsendingu. Einnig mun aðeins ein stúlka standa uppi sem sigurvegari. Keppnin, sem fer fram í vetur, mun hefjast undirbúningsferlið í haust. „Umræðan um áhrif samfélagsmiðla og tækni á sjálfsmynd kvenna hefur farið hátt. Þetta er aldurshópur sem þekkir ekki líf án samfélagsmiðla og samanburðar. Við viljum leggja okkar af mörkum til að hlúa að bæði andlegri og líkamlegri líðan ungra stúlkna,“ segir Manuela. Mikilvægt að tilheyra Meginmunurinn á Ungfrú Ísland Teen og Ungfrú Ísland er sá að sigurvegari Ungfrú Ísland Teen mun ekki fara erlendis að keppa fyrir Íslands hönd. Í staðinn mun hún sinna verkefnum hér heima, vera virkur þátttakandi í drottningateymi Ungfrú Ísland og taka þátt í góðgerðarviðburðum, myndatökum og öðrum verkefnum sem teymið stendur fyrir. View this post on Instagram A post shared by Þorbjörg (@torbjorgkristd) Elísa Gróa Steinþórsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Ungfrú Ísland, tekur undir orð Manuelu og bætir við: „Það eru ekki allar ungar stúlkur sem finna sig í íþróttum eða öðrum tómstundum. Á þessum mótunarárum er mikilvægt að upplifa sig sem hluta af heild, hvetja hverja aðra áfram og mynda vinabönd fyrir lífstíð.“ Opnað verður fyrir umsóknir þann 1. maí næstkomandi á vef Ungfrú Ísland. View this post on Instagram A post shared by Ungfrú Ísland (@missicelandorg)
Ungfrú Ísland Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Sjá meira