Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2025 14:30 Leikmenn Liverpool bíða hér spenntir í vítakeppninni en Liverpool datt út úr Meistaradeildinni í ár eftir tap í vító á móti franska liðinu Paris Saint-Germain. Getty/Joe Prior Svo gæti farið að ein risastór breyting og tvær aðrar minni breytingar verði gerðar á leikjum í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta í næstu leiktíð. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, er að íhuga þessar breytingar á keppninni sem er að klára sitt fyrsta tímabil eftir að hætt var var með riðlakeppnina. Í vetur voru öll lið sett í sömu deild en bæði liðum og leikjum var fjölgað. Breytingin tókst vel en forráðamenn UEFA eru ekki hættir að þróa keppnina og leggja nú til frekari breytingar. Sú stærsta af þessum mögulegu nýju breytingum er að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni. Leikir, sem enda með jafntefli og þyrfti að framlengja, færu þá í staðinn beint í vítakeppni. Þetta myndi vissulega minnka álagið á leikmenn og margir styðja það að losna við þrjátíu mínútur sem oft snúast um að bíða eftir vítakeppninni. Önnur möguleg breyting er að liðin sem enda í hópi þeirra átta efstu í deildinni tryggja sér seinni leikinn á heimavelli í bæði átta liða úrslitum og undanúrslitum. Þetta myndir auka enn frekar vægi þess að ná sem bestum árangri í deildarkeppninni. Þriðja breytingin er síðan að lið frá sama landi gætu ekki mæst fyrr en komið er fram í átta liða úrslitin. Ensku liðin gætu reyndar orðið sex í Meistaradeildinni á næstu leiktíð og það gæti því flækt málin aðeins. Það verður forvitnilegt að sjá hvort það verði af þessum breytingum á keppninni. View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever) Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla UEFA Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, er að íhuga þessar breytingar á keppninni sem er að klára sitt fyrsta tímabil eftir að hætt var var með riðlakeppnina. Í vetur voru öll lið sett í sömu deild en bæði liðum og leikjum var fjölgað. Breytingin tókst vel en forráðamenn UEFA eru ekki hættir að þróa keppnina og leggja nú til frekari breytingar. Sú stærsta af þessum mögulegu nýju breytingum er að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni. Leikir, sem enda með jafntefli og þyrfti að framlengja, færu þá í staðinn beint í vítakeppni. Þetta myndi vissulega minnka álagið á leikmenn og margir styðja það að losna við þrjátíu mínútur sem oft snúast um að bíða eftir vítakeppninni. Önnur möguleg breyting er að liðin sem enda í hópi þeirra átta efstu í deildinni tryggja sér seinni leikinn á heimavelli í bæði átta liða úrslitum og undanúrslitum. Þetta myndir auka enn frekar vægi þess að ná sem bestum árangri í deildarkeppninni. Þriðja breytingin er síðan að lið frá sama landi gætu ekki mæst fyrr en komið er fram í átta liða úrslitin. Ensku liðin gætu reyndar orðið sex í Meistaradeildinni á næstu leiktíð og það gæti því flækt málin aðeins. Það verður forvitnilegt að sjá hvort það verði af þessum breytingum á keppninni. View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever)
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla UEFA Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira