Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. apríl 2025 20:03 Þegar mest verður verða um 400 gyltur í nýja svínabúinu á Sölvastöðum í Eyjafirði. Hér eru þrír grísir á búinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eitt glæsilegasta svínabú landsins hefur hafið starfsemi í Eyjafirði þar sem um fjögur hundruð gyltur verða í búinu þegar það verður komið í fullan rekstur. Nýja svínabúið, sem er á jörðinni Sölvastöðum er í eigu Ingva Stefánssonar og fjölskyldu á bænum Teigi í sömu sveit en Ingvi er jafnframt formaður svínabænda. Búið er það fyrsta, sem er byggt frá grunni út frá nýjustu kröfum um dýravelferð en það þýðir meðal annars að svínin hafa mjög mikið pláss og þau eru meira og minna í lausagöngu á búinu. „Helstu staðreyndirnar eru kannski þær að það er þessi lausaganga á öllum stigum, sem eru auðvitað rosalega jákvætt upp á dýravelferðina að gera og annað slíkt, Við verðum með 400 gyltur en við erum með innan við 300 núna,” segir Ingvi. Mjög rúmt er á svínunum í lausagöngunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fréttamanni þótti algjörlega frábært að koma inn í nýja búið enda er að glæsilegt í alla staði og vel sást hvað svínunum leið vel inni í búinu í lausagöngunni. Feðgarnir, sem vinna saman í nýja svínabúinu, eða þeir Tristan Darri (t.v.) og Frans Heiðar, sem eru hér með Ingva, pabba sínum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ingvi selur allt sitt svínakjöt til Kjarnafæðis Norðlenska og hann gæti selt miklu meira ef hann ætti meira kjöt. „Já, klárlega, klárlega er eftirspurnin til staðar, þannig að markaðurinn er stækkandi já. Það er bara að borða íslenskt kjöt númer 1, 2 og 3, er það ekki bara málið,” segir Ingvi hlæjandi. Húsnæði nýja svínabúsins eru glæsileg og allt mjög snyrtilegt í kringum þau. Aðsend Synir Ingva vinna með pabba sínum í búinu og líkar vel að vera innan um svín alla daga. „Mér finnst það bara mjög gaman og hef mikinn áhuga á þessu. Skemmtilegast er þegar svínin eru að gjóta og fá þá að taka á móti litlu grísunum og gera allt fínt fyrir þá,” segir Frans Heiðar Ingvason, 16 ára og tilvonandi svínabóndi. Sölvastaðir í Eyjafirði þar sem nýja svínabúið er.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eyjafjarðarsveit Svínakjöt Landbúnaður Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín af Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Nýja svínabúið, sem er á jörðinni Sölvastöðum er í eigu Ingva Stefánssonar og fjölskyldu á bænum Teigi í sömu sveit en Ingvi er jafnframt formaður svínabænda. Búið er það fyrsta, sem er byggt frá grunni út frá nýjustu kröfum um dýravelferð en það þýðir meðal annars að svínin hafa mjög mikið pláss og þau eru meira og minna í lausagöngu á búinu. „Helstu staðreyndirnar eru kannski þær að það er þessi lausaganga á öllum stigum, sem eru auðvitað rosalega jákvætt upp á dýravelferðina að gera og annað slíkt, Við verðum með 400 gyltur en við erum með innan við 300 núna,” segir Ingvi. Mjög rúmt er á svínunum í lausagöngunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fréttamanni þótti algjörlega frábært að koma inn í nýja búið enda er að glæsilegt í alla staði og vel sást hvað svínunum leið vel inni í búinu í lausagöngunni. Feðgarnir, sem vinna saman í nýja svínabúinu, eða þeir Tristan Darri (t.v.) og Frans Heiðar, sem eru hér með Ingva, pabba sínum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ingvi selur allt sitt svínakjöt til Kjarnafæðis Norðlenska og hann gæti selt miklu meira ef hann ætti meira kjöt. „Já, klárlega, klárlega er eftirspurnin til staðar, þannig að markaðurinn er stækkandi já. Það er bara að borða íslenskt kjöt númer 1, 2 og 3, er það ekki bara málið,” segir Ingvi hlæjandi. Húsnæði nýja svínabúsins eru glæsileg og allt mjög snyrtilegt í kringum þau. Aðsend Synir Ingva vinna með pabba sínum í búinu og líkar vel að vera innan um svín alla daga. „Mér finnst það bara mjög gaman og hef mikinn áhuga á þessu. Skemmtilegast er þegar svínin eru að gjóta og fá þá að taka á móti litlu grísunum og gera allt fínt fyrir þá,” segir Frans Heiðar Ingvason, 16 ára og tilvonandi svínabóndi. Sölvastaðir í Eyjafirði þar sem nýja svínabúið er.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Eyjafjarðarsveit Svínakjöt Landbúnaður Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín af Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira