Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2025 11:31 Raymond ReBell er nafn sem golfáhugafólk gæti heyrt mikið af í framtíðinni en hann verður þó ekki tvítugur fyrir árið 2031. Getty/Augusta National Raymond ReBell er ungur og stórefnilegur kylfingur sem er kominn ótrúlega langt í baráttunni um farseðil á Opna bandaríska meistaramótið í golfi. ReBell er aðeins fjórtán ára gamall en honum tókst að tryggja sér sæti í lokaúrtökumótinu fyrir Opna bandaríska sem er eitt af risamótunum í golfi. Þar er barist um fá sæti í boði fyrir áhugakylfinga meðal allra atvinnukylfinganna. ReBell gerði með það því að spila hring á 69 höggum á vellinum hjá Three Ridges golfklúbbnum en það gera þrjú högg undir pari. ReBell er frá Tennessee fylki og hann er nú kominn lengra heldur en margir þekktir kylfingar. ReBell fékk fjóra fugla á hringnum og einn skolla. Hann var jafn fjórum öðrum og þurfti því að fara í umspil. Þar stóðst strákurinn heldur betur pressuna og náði fugli á annarri holu til að vinna bráðabanann. Hann var því einn af þremur sem komust áfram á lokaúrtökumótið. Faðir ReBell sagði frá því á samfélagsmiðlum að strákurinn hafi næstum því farið holu í höggi á holunni sem skilaði honum fugli í bráðabananum. ReBell er þegar búinn að ná mikilli högglengd en Ryan faðir hans segir strákinn geta slegið 242 metra sem er magnað fyrir svo ungan strák. Það er enn ekki vitað hvar ReBell spilar í lokaúrtökumótinu en það gæti mögulega verið hjá Piedmont Driving golfklúbbnum í Atlanta í byrjun júní. Opna bandaríska meistaramótið fer síðan fram en það er þriðja risamót ársins og fer fram um miðjan júní. View this post on Instagram A post shared by Golf on CBS (@golfoncbs) Golf Opna bandaríska Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Danir úr leik á HM Handbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
ReBell er aðeins fjórtán ára gamall en honum tókst að tryggja sér sæti í lokaúrtökumótinu fyrir Opna bandaríska sem er eitt af risamótunum í golfi. Þar er barist um fá sæti í boði fyrir áhugakylfinga meðal allra atvinnukylfinganna. ReBell gerði með það því að spila hring á 69 höggum á vellinum hjá Three Ridges golfklúbbnum en það gera þrjú högg undir pari. ReBell er frá Tennessee fylki og hann er nú kominn lengra heldur en margir þekktir kylfingar. ReBell fékk fjóra fugla á hringnum og einn skolla. Hann var jafn fjórum öðrum og þurfti því að fara í umspil. Þar stóðst strákurinn heldur betur pressuna og náði fugli á annarri holu til að vinna bráðabanann. Hann var því einn af þremur sem komust áfram á lokaúrtökumótið. Faðir ReBell sagði frá því á samfélagsmiðlum að strákurinn hafi næstum því farið holu í höggi á holunni sem skilaði honum fugli í bráðabananum. ReBell er þegar búinn að ná mikilli högglengd en Ryan faðir hans segir strákinn geta slegið 242 metra sem er magnað fyrir svo ungan strák. Það er enn ekki vitað hvar ReBell spilar í lokaúrtökumótinu en það gæti mögulega verið hjá Piedmont Driving golfklúbbnum í Atlanta í byrjun júní. Opna bandaríska meistaramótið fer síðan fram en það er þriðja risamót ársins og fer fram um miðjan júní. View this post on Instagram A post shared by Golf on CBS (@golfoncbs)
Golf Opna bandaríska Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Danir úr leik á HM Handbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira