Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Sindri Sverrisson skrifar 28. apríl 2025 12:01 Antonio Rüdiger fagnar öðru marka Real Madrid í úrslitaleiknum. Hann var svo kominn af velli þegar Barcelona tryggði sér 3-2 sigur í framlengingunni og trylltist á hliðarlínunni. Getty/Burak Akbulut Antonio Rüdiger, miðvörður Real Madrid, á væntanlega yfir höfði sér langt bann eftir hegðun sína í tapinu gegn Barcelona í bikarúrslitaleiknum á Spáni um helgina. Kallað er eftir því að hann verði einnig tekinn út úr þýska landsliðinu. Rüdiger missti gjörsamlega stjórn á skapi sínu og kastaði klaka af hliðarlínunni í átt að dómaranum, í framlengingu í úrslitaleiknum á laugardaginn. Honum hafði verið skipt af velli en alls fengu þrír leikmenn Real að líta rauða spjaldið vegna hegðunar sinnar. Verst lét þó Rüdiger og þurfti hóp manna til að hemja hann og koma í veg fyrir að hann gengi enn lengra í æðiskasti sínu, eftir að hafa fengið rauða spjaldið fyrir að kasta klakanum. No creo que a Rudiger le caiga más de un partido porque se ve claramente que está disputando el balón. pic.twitter.com/QnQqU8p5R4— Manuel García (@Candeliano) April 27, 2025 Rüdiger hefur beðist afsökunar á hegðun sinni en á engu að síður yfir höfði sér fjögurra til tólf leikja bann. Dietmar Hamann, fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands, er á meðal þeirra sem vilja að Rüdiger fari líka í bann hjá þýska landsliðinu. „Mér finnst að DFB [þýska knattspyrnusambandið] ætti að setja hann í bann. Ég myndi ekki bjóða honum í úrslitaleikina í Þjóðadeildinni,“ sagði Hamann en Þýskaland er á meðal þeirra fjögurra þjóða sem spila um sigur í Þjóðadeildinni í júní. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom) Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að Rüdiger þykir fara yfir strikið með hegðun sinni og Hamann vill að það hafi afleiðingar hjá þýskum landsliðsmönnum. „Julian Nagelsmann [landsliðsþjálfari Þýskalands] þreytist ekki á að tala um hve mikilvægt sé að menn axli ábyrgð og fari eftir gildunum,“ sagði Hamann. Thorsten Kinhöfer, fyrrverandi FIFA-dómari, vill einnig að málið hafi afleiðingar. „Hegðun Rüdigers var til skammar. Landsliðsþjálfarinn verður að velta því fyrir sér hvort að svona maður eigi að vera fulltrúi þjóðar okkar,“ sagði Kinhöfer við Bild. Rudi Völler, yfirmaður íþróttamála hjá þýska sambandinu, segir hins vegar að Rüdiger verði ekki settur í bann frá landsliðinu. Hann verði þó að gera betur. „Toni er frábær leikmaður en sem landsliðsmaður þá þarf hann líka að sýna ákveðinn klassa í sinni hegðun. Hann vill réttilega að sér sé sýnd virðing en verður líka sjálfur að sýna öðrum virðingu, undantekningalaust,“ sagði Völler. Rüdiger verður að breyta sinni hegðun og veit það líklega best sjálfur núna. „Toni hafði samband við Julian og mig í gær og við ræddum lengi um stöðuna,“ sagði Völler. Spænski boltinn Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sjá meira
Rüdiger missti gjörsamlega stjórn á skapi sínu og kastaði klaka af hliðarlínunni í átt að dómaranum, í framlengingu í úrslitaleiknum á laugardaginn. Honum hafði verið skipt af velli en alls fengu þrír leikmenn Real að líta rauða spjaldið vegna hegðunar sinnar. Verst lét þó Rüdiger og þurfti hóp manna til að hemja hann og koma í veg fyrir að hann gengi enn lengra í æðiskasti sínu, eftir að hafa fengið rauða spjaldið fyrir að kasta klakanum. No creo que a Rudiger le caiga más de un partido porque se ve claramente que está disputando el balón. pic.twitter.com/QnQqU8p5R4— Manuel García (@Candeliano) April 27, 2025 Rüdiger hefur beðist afsökunar á hegðun sinni en á engu að síður yfir höfði sér fjögurra til tólf leikja bann. Dietmar Hamann, fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands, er á meðal þeirra sem vilja að Rüdiger fari líka í bann hjá þýska landsliðinu. „Mér finnst að DFB [þýska knattspyrnusambandið] ætti að setja hann í bann. Ég myndi ekki bjóða honum í úrslitaleikina í Þjóðadeildinni,“ sagði Hamann en Þýskaland er á meðal þeirra fjögurra þjóða sem spila um sigur í Þjóðadeildinni í júní. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom) Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að Rüdiger þykir fara yfir strikið með hegðun sinni og Hamann vill að það hafi afleiðingar hjá þýskum landsliðsmönnum. „Julian Nagelsmann [landsliðsþjálfari Þýskalands] þreytist ekki á að tala um hve mikilvægt sé að menn axli ábyrgð og fari eftir gildunum,“ sagði Hamann. Thorsten Kinhöfer, fyrrverandi FIFA-dómari, vill einnig að málið hafi afleiðingar. „Hegðun Rüdigers var til skammar. Landsliðsþjálfarinn verður að velta því fyrir sér hvort að svona maður eigi að vera fulltrúi þjóðar okkar,“ sagði Kinhöfer við Bild. Rudi Völler, yfirmaður íþróttamála hjá þýska sambandinu, segir hins vegar að Rüdiger verði ekki settur í bann frá landsliðinu. Hann verði þó að gera betur. „Toni er frábær leikmaður en sem landsliðsmaður þá þarf hann líka að sýna ákveðinn klassa í sinni hegðun. Hann vill réttilega að sér sé sýnd virðing en verður líka sjálfur að sýna öðrum virðingu, undantekningalaust,“ sagði Völler. Rüdiger verður að breyta sinni hegðun og veit það líklega best sjálfur núna. „Toni hafði samband við Julian og mig í gær og við ræddum lengi um stöðuna,“ sagði Völler.
Spænski boltinn Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sjá meira