Íslenski boltinn

Telma mætt aftur með gull­hanskann í Breiða­blik

Aron Guðmundsson skrifar
Telma Ívarsdóttir mun verja mark Breiðabliks á nýjan leik en hún var valin besti markvörður Bestu deildarinnar á síðasta tímabili 
Telma Ívarsdóttir mun verja mark Breiðabliks á nýjan leik en hún var valin besti markvörður Bestu deildarinnar á síðasta tímabili  Vísir/Pawel

Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Telma Ívarsdóttir er gengin aftur í raðir Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta eftir stutt stopp hjá skoska félaginu Rangers.

Telma, sem var besti markvörður Bestu deildarinnar á síðasta tímabili skipti yfir til Rangers í janúar fyrr á þessu ári og skrifaði undir samning við félagið fram á mitt ár 2027.

Tækifærin hjá Rangers til þessa hafa verið af skornum skammt og er Telma nú mætt aftur í íslenska boltann undir merkjum Breiðabliks en mun ekki geta staðið í markinu í kvöld í leik gegn nýliðum Fram þar sem að hún fær ekki leikheimild með Breiðabliki fyrr en frá og með morgundeginum.

Telma, sem er 26 ára gömul, á að baki 12 A-landsleiki. Hún hefur varið mark Breiðabliks síðustu ár en hún kom til félagsins frá Fjarðabyggð fyrir tæpum áratug, og lék svo sem lánsmaður með Grindvaík, Haukum, Augnabliki og FH, áður en hún varð aðalmarkvörður Blika frá og með sumrinu 2021.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×