Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Jón Þór Stefánsson skrifar 29. apríl 2025 21:33 Björgólfur Thor Björgólfsson. Vísir/Vilhelm Meintar njósnaðgerðir, sem hafa meðal annars orðið til þess að varðstjóri hjá lögreglunni hefur verið leystur undan vinnuskyldu, eru sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins, Björgólfi Thor Björgólfssyni og Róberti Wessman, sem og máli fyrrverandi hluthafa Landsbankans gegn Björgólfi. Greint var frá þessu í fréttaskýringaþættinum Kveiki á Rúv í kvöld. Þessar aðgerðir eru sagðar hafa farið fram á þriggja mánaða tímabili haustið 2012. Björgólfur Thor er sagður hafa staðið að baki þeim. Þær hafi beinst að hópi fólks, fyrrverandi hluthöfum Landsbankans, sem voru þá í málaferlum gegn Björgólfi, sem var stærsti eigandi hans. Í fyrra lauk því máli með um milljarðs króna sáttagreiðslum Björgólfs til hluthafanna. Björgólfur viðurkenndi þó enga sök, en hann hafði verið sakaður um að leyna hluthöfum bankans mikilvægum upplýsingum. Sjá nánar: Björgólfur lýkur hópmálsókn með milljarðssátt Í Kveik segir að Björgólfur hafi beðið um áðurnefndar njósnaaðgerðir frá félaginu PPP sf. Hann hafi talið að hópmálsóknarfélagið væri á snærum Róberts Wessman, og vildi sanna það. Jafnframt hafi hann viljað komast að því hvernig félagið hefði fengið gögnin sem stefna þess byggði á. Fram kemur að PPP sf. hafi verið stofnað ári áður en njósnaaðgerðirnar fóru fram. Það hafi verið tveir þáverandi lögreglumenn sem stofnuðu það. Þá hafi lögreglumaður fengið greitt fyrir að taka þátt í aðgerðunum sömu daga og hann var að störfum hjá lögreglunni. Greint var frá því fyrr í dag að sá maður hefði verið leystur undan starfskyldu hjá lögreglunni í gær eftir að Kveikur spurðist fyrir um málið hjá lögreglunni. Falin myndavél í kókómjólkurfernu Aðalmarkmiðið hafi verið að ná myndum af Róberti og Vilhjálmi Bjarnasyni, fyrrverandi þingmanni, og Ólafi Kristinssyni lögmanni saman. Þeir tveir síðarnefndu voru forsvarsmenn málsóknarfélagsins. Fylgst hafi verið með ferðum þessara manna og annarra með umfangsmiklum hætti. Bílar, heimili og vinnustaðir hafi verið vaktaðir. Umfangsmest hafi verið aðgerð við lögmannsstofuna Landslög þar sem bílaleigubíl, sem hafi reglulega verið skipt út fyrir annan, hafi verið komið fyrir með falda myndavél í kókómjólkurfernu í glugga bílsins sem fylgdist með aðalinngangi stofunnar. Í frétt Rúv mátti sjá myndefni sem virtist tekið úr launsátri sem sýndi til dæmis Vilhjálm, Ólaf og Róbert. Á meðal gagna Rúv er upptaka af samtali Birgis Más Ragnarssonar, þáverandi framkvæmdastjóra Novators, við stofnendur PPP, Jón Óttar Ólafsson og Guðmund heitinn Gunnarsson. Þar eru þeir sagðir hafa kynnt hvernig þeir myndu haga njósnunum. Jón Óttar og Guðmundur störfuðu hjá sérstökum saksóknara en voru kærðir fyrir að stela og selja gögn frá embættinu og létu þá af störfum. Síðar var fallið frá kærunni. Jón Óttar hefur jafnframt vakið athygli fyrir störf sín fyrir Samherja. Fréttin hefur verið uppfærð. Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Lögreglan Lögreglumál Hrunið Dómsmál Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Greint var frá þessu í fréttaskýringaþættinum Kveiki á Rúv í kvöld. Þessar aðgerðir eru sagðar hafa farið fram á þriggja mánaða tímabili haustið 2012. Björgólfur Thor er sagður hafa staðið að baki þeim. Þær hafi beinst að hópi fólks, fyrrverandi hluthöfum Landsbankans, sem voru þá í málaferlum gegn Björgólfi, sem var stærsti eigandi hans. Í fyrra lauk því máli með um milljarðs króna sáttagreiðslum Björgólfs til hluthafanna. Björgólfur viðurkenndi þó enga sök, en hann hafði verið sakaður um að leyna hluthöfum bankans mikilvægum upplýsingum. Sjá nánar: Björgólfur lýkur hópmálsókn með milljarðssátt Í Kveik segir að Björgólfur hafi beðið um áðurnefndar njósnaaðgerðir frá félaginu PPP sf. Hann hafi talið að hópmálsóknarfélagið væri á snærum Róberts Wessman, og vildi sanna það. Jafnframt hafi hann viljað komast að því hvernig félagið hefði fengið gögnin sem stefna þess byggði á. Fram kemur að PPP sf. hafi verið stofnað ári áður en njósnaaðgerðirnar fóru fram. Það hafi verið tveir þáverandi lögreglumenn sem stofnuðu það. Þá hafi lögreglumaður fengið greitt fyrir að taka þátt í aðgerðunum sömu daga og hann var að störfum hjá lögreglunni. Greint var frá því fyrr í dag að sá maður hefði verið leystur undan starfskyldu hjá lögreglunni í gær eftir að Kveikur spurðist fyrir um málið hjá lögreglunni. Falin myndavél í kókómjólkurfernu Aðalmarkmiðið hafi verið að ná myndum af Róberti og Vilhjálmi Bjarnasyni, fyrrverandi þingmanni, og Ólafi Kristinssyni lögmanni saman. Þeir tveir síðarnefndu voru forsvarsmenn málsóknarfélagsins. Fylgst hafi verið með ferðum þessara manna og annarra með umfangsmiklum hætti. Bílar, heimili og vinnustaðir hafi verið vaktaðir. Umfangsmest hafi verið aðgerð við lögmannsstofuna Landslög þar sem bílaleigubíl, sem hafi reglulega verið skipt út fyrir annan, hafi verið komið fyrir með falda myndavél í kókómjólkurfernu í glugga bílsins sem fylgdist með aðalinngangi stofunnar. Í frétt Rúv mátti sjá myndefni sem virtist tekið úr launsátri sem sýndi til dæmis Vilhjálm, Ólaf og Róbert. Á meðal gagna Rúv er upptaka af samtali Birgis Más Ragnarssonar, þáverandi framkvæmdastjóra Novators, við stofnendur PPP, Jón Óttar Ólafsson og Guðmund heitinn Gunnarsson. Þar eru þeir sagðir hafa kynnt hvernig þeir myndu haga njósnunum. Jón Óttar og Guðmundur störfuðu hjá sérstökum saksóknara en voru kærðir fyrir að stela og selja gögn frá embættinu og létu þá af störfum. Síðar var fallið frá kærunni. Jón Óttar hefur jafnframt vakið athygli fyrir störf sín fyrir Samherja. Fréttin hefur verið uppfærð.
Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Lögreglan Lögreglumál Hrunið Dómsmál Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent