Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. maí 2025 07:32 Espen Eskas býr sig undir að reka Dani Vivian af velli í leik Athletic Bilbao og Manchester United. getty/Bradley Collyer Möguleikar Athletic Bilbao á að spila úrslitaleik Evrópudeildarinnar á sínum heimavelli eru heldur litlir eftir 0-3 tap fyrir Manchester United í gær. Ein stærsta stjarna Bilbæinga var ósátt við dómara leiksins. United var 0-3 yfir í hálfleik en Athletic Bilbao missti mann af velli á 35. mínútu þegar Dani Vivian fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á Rasmus Højlund innan vítateigs. Leikmenn Athletic Bilbao voru ósáttir við rauða spjaldið sem Vivian fékk en þeir vildu meina að Alejandro Garnacho hefði handleikið boltann áður en hann barst í átt að Højlund. „Við getum komið til baka. Það voru nokkur atvik sem vöktu upp spurningar. Fyrir vítið fékk Garnacho boltann í höndina sem dómarinn sá ekki,“ sagði Inaki Williams, einn reyndasti leikmaður Athletic Bilbao, eftir leikinn. „Þetta var barátta milli Vivians og hans. Hann fór niður við minnstu snertingu og það var óheppilegt að hann hafi dæmt.“ Þrátt fyrir erfiða stöðu telur Williams að Baskarnir geti komið til baka í seinni leiknum á fimmtudaginn í næstu viku. „Við vorum ekki nógu beittir. Það er engin ástæða til að koma með afsakanir. Við erum 3-0 undir en erum færir um að snúa því við. Við höfum þegar séð Lyon valda þeim vandræðum á heimavelli og við ætlum að reyna að gera slíkt hið sama,“ sagði Williams. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Kantmaðurinn“ Harry Maguire var léttur á fæti þegar hann ræddi við blaðamenn eftir sjaldséðan 3-0 útisigur Manchester United. Maguire átti sinn þátt í fyrsta marki Man United gegn Athletic Bilbo ytra með frábærum einleik á hægri vængnum. 1. maí 2025 23:03 „Þetta er ekki búið“ Eftir frækinn 3-0 útisigur í fyrri leik Manchester United og Athletic Bilbao í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta sagði Ruben Amorim, þjálfari Rauðu djöflanna, að einvígið væri hvergi nærri búið. Ævintýrið gegn Lyon enn í fersku minni og leikmenn hans mega ekki við neinu vanmati. 1. maí 2025 21:47 Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Sjá meira
United var 0-3 yfir í hálfleik en Athletic Bilbao missti mann af velli á 35. mínútu þegar Dani Vivian fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á Rasmus Højlund innan vítateigs. Leikmenn Athletic Bilbao voru ósáttir við rauða spjaldið sem Vivian fékk en þeir vildu meina að Alejandro Garnacho hefði handleikið boltann áður en hann barst í átt að Højlund. „Við getum komið til baka. Það voru nokkur atvik sem vöktu upp spurningar. Fyrir vítið fékk Garnacho boltann í höndina sem dómarinn sá ekki,“ sagði Inaki Williams, einn reyndasti leikmaður Athletic Bilbao, eftir leikinn. „Þetta var barátta milli Vivians og hans. Hann fór niður við minnstu snertingu og það var óheppilegt að hann hafi dæmt.“ Þrátt fyrir erfiða stöðu telur Williams að Baskarnir geti komið til baka í seinni leiknum á fimmtudaginn í næstu viku. „Við vorum ekki nógu beittir. Það er engin ástæða til að koma með afsakanir. Við erum 3-0 undir en erum færir um að snúa því við. Við höfum þegar séð Lyon valda þeim vandræðum á heimavelli og við ætlum að reyna að gera slíkt hið sama,“ sagði Williams.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Kantmaðurinn“ Harry Maguire var léttur á fæti þegar hann ræddi við blaðamenn eftir sjaldséðan 3-0 útisigur Manchester United. Maguire átti sinn þátt í fyrsta marki Man United gegn Athletic Bilbo ytra með frábærum einleik á hægri vængnum. 1. maí 2025 23:03 „Þetta er ekki búið“ Eftir frækinn 3-0 útisigur í fyrri leik Manchester United og Athletic Bilbao í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta sagði Ruben Amorim, þjálfari Rauðu djöflanna, að einvígið væri hvergi nærri búið. Ævintýrið gegn Lyon enn í fersku minni og leikmenn hans mega ekki við neinu vanmati. 1. maí 2025 21:47 Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Sjá meira
„Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Kantmaðurinn“ Harry Maguire var léttur á fæti þegar hann ræddi við blaðamenn eftir sjaldséðan 3-0 útisigur Manchester United. Maguire átti sinn þátt í fyrsta marki Man United gegn Athletic Bilbo ytra með frábærum einleik á hægri vængnum. 1. maí 2025 23:03
„Þetta er ekki búið“ Eftir frækinn 3-0 útisigur í fyrri leik Manchester United og Athletic Bilbao í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta sagði Ruben Amorim, þjálfari Rauðu djöflanna, að einvígið væri hvergi nærri búið. Ævintýrið gegn Lyon enn í fersku minni og leikmenn hans mega ekki við neinu vanmati. 1. maí 2025 21:47