„Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. maí 2025 20:01 Eva Hauksdóttir, verjandi Sigurðar Almars. Vísir/Bjarni Íslenskur karlmaður var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í gær grunaður um hafa frelsissvipt erlendan ferðamann. Verjandi mannsins hefur kært úrskurðinn og segir manninn ekki hafa haft ásetning til að gera illt. Maðurinn glími við geðræn vandamál og eigi ekki heima í fangelsi. Lögreglan fékk tilkynningu um mann með skotvopn á hverfisgötunni í gærmorgun og var sérsveitin kölluð út í kjölfarið. Einn var handtekinn á vettvangi en sá heitir Sigurður Almar og var til umfjöllunar í Kompási árið 2023. Þá afplánaði hann fimm ára dóm á Litla-Hrauni. Hann hefur endurtekið komið við sögu hjá lögreglu og glímir við þroskaskerðingu. Við afplánun fyrri dóma hefur hann ítrekað verið vistaður í einangrun og er talinn hættulegur sjálfum sér og öðrum. „Þetta eru ekki glæpamenn þetta eru sjúklingar“ Sigurður var látinn laus fyrir nokkrum mánuðum þar sem óvissa og skortur á úrræðum tók við að sögn verjanda hans. Sigurður geti varla séð um sig sjálfur. „Ég hefði viljað að hann fengi sólarhrings þjónustu og hefði manninn með sér. Það er Afstöðu fyrir að þakka að það hefur ekkert hræðilegt gerst enn þá. Þetta eru ekki glæpamenn þetta eru sjúklingar. Við ætlum ekki að nota réttargæslukerfið til að halda mönnum af götunni sem eiga að vera í einhverjum félagslegum úrræðum eða undir læknishendi. Það er ekki réttlætanlegt. Við erum með réttarríki og svona gerir maður ekki í réttarríki,“ segir Eva Hauksdóttir lögmaður. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar. „Ég tel að það hafi ekki verið forsendur til að hneppa manninn í gæsluvarðhald. Bæði tel ég að sönnunarstaðan bjóði ekki upp á það. Einnig virðist ásetningu skjólstæðings míns ekki hafa verið þess eðlis að þetta sé rétta leiðin.“ Skorar á Reykjavíkurborg Það sé kaldhæðnislegt að Reykjavík hafi fagnað rekstrarafgangi í dag. „Nú skora ég bara á Reykjavíkurborg að hafa samband við Afstöðu, félag fanga, og vinna með þeim. Það á að stefna að því að nota þennan rekstrarafgang í það að hjálpa fólki eins og þessum skjólstæðingi mínum og fleiri mönnum sem eru í sömu stöðu. Sem geta verið hættulegir en eiga samt ekki heima í fangelsi.“ Ef ekki verður gripið inn í verður þetta þá vítahringur sem endurtekur sig í sífellu? „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu! Þessi maður væri ekki með þennan sakaferil sem hann er með ef að það hefði verið tekið á þessum málum almennilega fyrir mörgum árum síðan.“ Lögreglumál Reykjavík Geðheilbrigði Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Innlent Fleiri fréttir Ekki slys á gangandi vegfarenda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Sjá meira
Lögreglan fékk tilkynningu um mann með skotvopn á hverfisgötunni í gærmorgun og var sérsveitin kölluð út í kjölfarið. Einn var handtekinn á vettvangi en sá heitir Sigurður Almar og var til umfjöllunar í Kompási árið 2023. Þá afplánaði hann fimm ára dóm á Litla-Hrauni. Hann hefur endurtekið komið við sögu hjá lögreglu og glímir við þroskaskerðingu. Við afplánun fyrri dóma hefur hann ítrekað verið vistaður í einangrun og er talinn hættulegur sjálfum sér og öðrum. „Þetta eru ekki glæpamenn þetta eru sjúklingar“ Sigurður var látinn laus fyrir nokkrum mánuðum þar sem óvissa og skortur á úrræðum tók við að sögn verjanda hans. Sigurður geti varla séð um sig sjálfur. „Ég hefði viljað að hann fengi sólarhrings þjónustu og hefði manninn með sér. Það er Afstöðu fyrir að þakka að það hefur ekkert hræðilegt gerst enn þá. Þetta eru ekki glæpamenn þetta eru sjúklingar. Við ætlum ekki að nota réttargæslukerfið til að halda mönnum af götunni sem eiga að vera í einhverjum félagslegum úrræðum eða undir læknishendi. Það er ekki réttlætanlegt. Við erum með réttarríki og svona gerir maður ekki í réttarríki,“ segir Eva Hauksdóttir lögmaður. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar. „Ég tel að það hafi ekki verið forsendur til að hneppa manninn í gæsluvarðhald. Bæði tel ég að sönnunarstaðan bjóði ekki upp á það. Einnig virðist ásetningu skjólstæðings míns ekki hafa verið þess eðlis að þetta sé rétta leiðin.“ Skorar á Reykjavíkurborg Það sé kaldhæðnislegt að Reykjavík hafi fagnað rekstrarafgangi í dag. „Nú skora ég bara á Reykjavíkurborg að hafa samband við Afstöðu, félag fanga, og vinna með þeim. Það á að stefna að því að nota þennan rekstrarafgang í það að hjálpa fólki eins og þessum skjólstæðingi mínum og fleiri mönnum sem eru í sömu stöðu. Sem geta verið hættulegir en eiga samt ekki heima í fangelsi.“ Ef ekki verður gripið inn í verður þetta þá vítahringur sem endurtekur sig í sífellu? „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu! Þessi maður væri ekki með þennan sakaferil sem hann er með ef að það hefði verið tekið á þessum málum almennilega fyrir mörgum árum síðan.“
Lögreglumál Reykjavík Geðheilbrigði Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Innlent Fleiri fréttir Ekki slys á gangandi vegfarenda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Sjá meira