Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. maí 2025 14:05 Miklar skemmdir urðu á heimilum fólks eftir jarðskjálftana 17. júní 2000 og aftur eftir skjálftann aðfaranótt 21. júní. Halldór Kolbeins „Skjálftasögur“ er verkefni á vegum Rangárþings ytra en sveitarfélagið óskar eftir sögum frá íbúum um afleiðingar og skemmdir af jarðskjálftunum 17. júní árið 2000. Miklar skemmdir urðu í Rangárvallasýslu í skjálftunum, sem voru tveir þennan dag, sá stærri mældist 6,6 á richter. Það er ótrúlegt en dagsatt en 17. júní næstkomandi eru 25 ár síðan að tveir stórir jarðskjálftar urðu á Suðurlandi, sem skildu eftir sig djúp spor í minni þeirra sem upplifðu þá. Sá fyrsti var af stærðinni 6,6 á richter en hann varð klukkan 15:40 en upptök hans voru austarlega í Holtum eða 9 km suður af Árnesi. Tveimur mínútum síðar reið yfir annar skjálfti, sem var 5,7 að stærð. Seinni stóri skjálftinn varð rúmum þremur sólarhringum síðar eða aðfaranótt 21. júní suðvestan við Hestfjall. Sá skjálfti mældist einnig 6,6 á richter og bætti við það tjón sem þegar hafði orðið. Rangárþing ytra hefur hleypt af stað verkefni, sem kallast „Skjálftasögur“ þar sem íbúar eru beðnir að segja frá sinni upplifun af jarðskjálftunum fyrir 25 árum. Sögurnar munu svo birtast á vefsíðunni Suðurlíf.is, þar sem sérstakt svæði hefur verið tileinkað verkefninu. Ösp Viðarsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings ytra stýrir verkefninu. „Þetta er okkur öllum enn þá í fersku minni og það eiga allir hér á svæðinu og, sem upplifðu skjálftana sína skjálftasögu og okkur finnst mikilvægt að þetta varðveitist af því að þetta er að megninu til bara til í munnlegri geymd. Það er ekki búið að skrásetja þetta að neinu viti,“ segir Ösp. Ösp Viðarsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings ytra, sem stýrir verkefninu „Skjálftasögur“. Vakni einhverjar spurningar er hægt að senda henni tölvupóst á netfangið osp@ry.isAðsend Áttu von á því að viðbrögðin verði góð? „Já, ég á svona frekar von á því af því að þeir, sem ég hef rætt við um þetta eru spenntir fyrir þessu og finnst þetta afar brýnt“, segir Ösp og bætir við. „Mig langar bara að óska eftir sögum frá, sem allra flestum og það á engin að líta á sínu sögu, sem eitthvað lítilvæga, þær skipta allar máli, við viljum heyra þær allar. Og við viljum heyra um hvernig þér leið þegar skjálftinn varð og líka allt, sem gerðist á eftir, hvernig var að koma heim og sjá allt í rúst. Hvernig leið þér, hver eftirköstin voru og allt þetta, við viljum bara heyra allskonar sögur.“ Mynd, sem RAX tók af heilmikilli sprungu, sem opnaðist eftir skjálftana 17. júní.Aðsend Sögurnar munu birtast á vefsíðunni Suðurlíf.is, þar sem sérstakt svæði hefur verið tileinkað verkefninu. Rangárþing ytra Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Fleiri fréttir Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Sjá meira
Það er ótrúlegt en dagsatt en 17. júní næstkomandi eru 25 ár síðan að tveir stórir jarðskjálftar urðu á Suðurlandi, sem skildu eftir sig djúp spor í minni þeirra sem upplifðu þá. Sá fyrsti var af stærðinni 6,6 á richter en hann varð klukkan 15:40 en upptök hans voru austarlega í Holtum eða 9 km suður af Árnesi. Tveimur mínútum síðar reið yfir annar skjálfti, sem var 5,7 að stærð. Seinni stóri skjálftinn varð rúmum þremur sólarhringum síðar eða aðfaranótt 21. júní suðvestan við Hestfjall. Sá skjálfti mældist einnig 6,6 á richter og bætti við það tjón sem þegar hafði orðið. Rangárþing ytra hefur hleypt af stað verkefni, sem kallast „Skjálftasögur“ þar sem íbúar eru beðnir að segja frá sinni upplifun af jarðskjálftunum fyrir 25 árum. Sögurnar munu svo birtast á vefsíðunni Suðurlíf.is, þar sem sérstakt svæði hefur verið tileinkað verkefninu. Ösp Viðarsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings ytra stýrir verkefninu. „Þetta er okkur öllum enn þá í fersku minni og það eiga allir hér á svæðinu og, sem upplifðu skjálftana sína skjálftasögu og okkur finnst mikilvægt að þetta varðveitist af því að þetta er að megninu til bara til í munnlegri geymd. Það er ekki búið að skrásetja þetta að neinu viti,“ segir Ösp. Ösp Viðarsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings ytra, sem stýrir verkefninu „Skjálftasögur“. Vakni einhverjar spurningar er hægt að senda henni tölvupóst á netfangið osp@ry.isAðsend Áttu von á því að viðbrögðin verði góð? „Já, ég á svona frekar von á því af því að þeir, sem ég hef rætt við um þetta eru spenntir fyrir þessu og finnst þetta afar brýnt“, segir Ösp og bætir við. „Mig langar bara að óska eftir sögum frá, sem allra flestum og það á engin að líta á sínu sögu, sem eitthvað lítilvæga, þær skipta allar máli, við viljum heyra þær allar. Og við viljum heyra um hvernig þér leið þegar skjálftinn varð og líka allt, sem gerðist á eftir, hvernig var að koma heim og sjá allt í rúst. Hvernig leið þér, hver eftirköstin voru og allt þetta, við viljum bara heyra allskonar sögur.“ Mynd, sem RAX tók af heilmikilli sprungu, sem opnaðist eftir skjálftana 17. júní.Aðsend Sögurnar munu birtast á vefsíðunni Suðurlíf.is, þar sem sérstakt svæði hefur verið tileinkað verkefninu.
Rangárþing ytra Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Fleiri fréttir Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Sjá meira