Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. maí 2025 21:00 Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur HMS. Vísir/Ívar Tímaspursmál sé hvenær fasteignamarkaðurinn taki við sér en mikið misræmi er á milli framboðs og eftirspurnar að mati hagfræðings Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar. Staðan hafi vissulega verið svartari þó að nýjar íbúðir seljist illa. Greint var frá því í gær í Morgunblaðinu að aðeins 40 íbúðir af 300 á átta þéttingarreitum í Reykjavík hafi selst frá áramótum og að nærri 65 prósent af nýtingarverkefnum hafi ekki selst á tólf til átján mánuðum. Misræmi á milli framboðs og eftirspurnar Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur og teymisstjóri hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, segir að þessi þróun hafi verið til skoðunar undanfarið hjá stofnuninni. „Það er ákveðið misræmi á milli framboðs og eftirspurnar. Fólk vill alls konar íbúðir af alls konar stærðum og gerðum. Lang flestar af þessu nýju íbúðum eru á mjög þröngu stærðarbili. Þær eru allar í þessari miðstærð. Það vantar sárlega minni íbúðir, íbúðir sem eru minni en 80 fermetrar. Og líka íbúðir sem eru stærri en 130 fermetrar.“ Svo virðist sem markhópurinn fyrir eign í miðstærð sé nú þegar búinn að festa kaup á fasteign. Eftir standa fjölmargar óseldar íbúðir. Minni íbúðir myndu seljast hraðar og mælir HMS með frekari uppbyggingu þeirra. „Kannski er fólk sem hefur takmarkaða kaupgetu, kannski vegna hárra vaxta eða takmarkaðra lánþegaskilyrða, sem gætu sætt sig við minni íbúðir en þær er ekki að finna á markaði.“ Verðbilið muni minnka Jónas segir það tímaspursmál hvenær markaðurinn taki við sér. Mikið verðbil á milli nýrra og eldri íbúða muni minnka sem gæti einnig haft áhrif á leigumarkaðinn. „Staðan hefur verið svartari á fasteignamarkaðnum, vissulega. Það er nóg af íbúðum á sölu og eftirspurnin er jákvæð. Ég myndi ekki segja að hún væri kolsvört. Með því að íbúðir seljast hægt þá mætti búast við því að verðhækkun á þessum íbúðum yrði hægari eða hún myndi kannski staðna. Til langs tíma fylgir fasteignaverð leiguverði.“ Eftir því sem vextir Seðlabankans lækka megi búast við að fleiri komist inn á húsnæðismarkaðinn. „Við teljum ekki vera snjóhengju. Við höldum að það muni frekar malla áfram og halda áfram að vera mikil umsvif á fasteignamarkaðnum.“ Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, segist hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum eins og líklega flestir sem fylgist með honum. Það sé áhyggjuefni að verð lækki ekki þegar íbúðir seljist ekki. Hún segir þurfa viðhorfsbreytingu, að húsnæði sé mannréttindi en ekki aðeins markaðsmál. Viðskiptaráð sé í stríði við óhagnaðardrifin fasteignafélög því enginn eigi að eignast húsnæði nema annar græði. 4. maí 2025 20:20 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Greint var frá því í gær í Morgunblaðinu að aðeins 40 íbúðir af 300 á átta þéttingarreitum í Reykjavík hafi selst frá áramótum og að nærri 65 prósent af nýtingarverkefnum hafi ekki selst á tólf til átján mánuðum. Misræmi á milli framboðs og eftirspurnar Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur og teymisstjóri hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, segir að þessi þróun hafi verið til skoðunar undanfarið hjá stofnuninni. „Það er ákveðið misræmi á milli framboðs og eftirspurnar. Fólk vill alls konar íbúðir af alls konar stærðum og gerðum. Lang flestar af þessu nýju íbúðum eru á mjög þröngu stærðarbili. Þær eru allar í þessari miðstærð. Það vantar sárlega minni íbúðir, íbúðir sem eru minni en 80 fermetrar. Og líka íbúðir sem eru stærri en 130 fermetrar.“ Svo virðist sem markhópurinn fyrir eign í miðstærð sé nú þegar búinn að festa kaup á fasteign. Eftir standa fjölmargar óseldar íbúðir. Minni íbúðir myndu seljast hraðar og mælir HMS með frekari uppbyggingu þeirra. „Kannski er fólk sem hefur takmarkaða kaupgetu, kannski vegna hárra vaxta eða takmarkaðra lánþegaskilyrða, sem gætu sætt sig við minni íbúðir en þær er ekki að finna á markaði.“ Verðbilið muni minnka Jónas segir það tímaspursmál hvenær markaðurinn taki við sér. Mikið verðbil á milli nýrra og eldri íbúða muni minnka sem gæti einnig haft áhrif á leigumarkaðinn. „Staðan hefur verið svartari á fasteignamarkaðnum, vissulega. Það er nóg af íbúðum á sölu og eftirspurnin er jákvæð. Ég myndi ekki segja að hún væri kolsvört. Með því að íbúðir seljast hægt þá mætti búast við því að verðhækkun á þessum íbúðum yrði hægari eða hún myndi kannski staðna. Til langs tíma fylgir fasteignaverð leiguverði.“ Eftir því sem vextir Seðlabankans lækka megi búast við að fleiri komist inn á húsnæðismarkaðinn. „Við teljum ekki vera snjóhengju. Við höldum að það muni frekar malla áfram og halda áfram að vera mikil umsvif á fasteignamarkaðnum.“
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, segist hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum eins og líklega flestir sem fylgist með honum. Það sé áhyggjuefni að verð lækki ekki þegar íbúðir seljist ekki. Hún segir þurfa viðhorfsbreytingu, að húsnæði sé mannréttindi en ekki aðeins markaðsmál. Viðskiptaráð sé í stríði við óhagnaðardrifin fasteignafélög því enginn eigi að eignast húsnæði nema annar græði. 4. maí 2025 20:20 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, segist hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum eins og líklega flestir sem fylgist með honum. Það sé áhyggjuefni að verð lækki ekki þegar íbúðir seljist ekki. Hún segir þurfa viðhorfsbreytingu, að húsnæði sé mannréttindi en ekki aðeins markaðsmál. Viðskiptaráð sé í stríði við óhagnaðardrifin fasteignafélög því enginn eigi að eignast húsnæði nema annar græði. 4. maí 2025 20:20