„Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Hjörvar Ólafsson skrifar 4. maí 2025 20:56 Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA Vísir /Jón Gautur Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagamanna, var sáttur við spilamennsku sinna manna þegar liðið vann góðan 3-0 sigur á móti KA í fimmtu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Elkem-vellinum uppi á Skipaskaga í kvöld. „Við notuðum æfingavikuna frá tapinu gegn KR í það að rifja það upp hverjir væru styrkleikar liðsins og þéttum raðirnar. Við höfum byrjað alla leikina í sumar af krafti án þess að ná að nýta okkur það með því að skora. Við breyttum því í dag og vorum öflugir frá fyrstu mínútu og komumst fljótlega yfir,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA. „Við spiluðum svo bara vel heilt yfir í leiknum og skoruðum þrjú góð mörk eftir flottar sóknir. Við gáfum fá færi á okkur og það var mikill dugnaður í varnarleik liðsins allt frá fremsta manni til þess aftasta. Þannig viljum við hafa það og ég er mjög sáttur við vinnuframlagið,“ sagði Jón Þór enn fremur. Athygli vakti að Jóhannes Björn Vall hóf leikinn á varamannabekknum og Gísli Laxdal lék í vinstri vængbakverðinum í hans stað. „Jóhannes var að glíma við meiðsli og Gísli Laxdal leysti hann bara einstaklega vel af hólmi. Spilaði vel í varnarleiknum og var ógnandi í sóknarleiknum. Við vitum vel að Gísli Laxdal getur spilað þessa stöðu með glæsibrag og hann sýndi það í kvöld,“ sagði hann um leikmann sinn. „Það er gott fyrir okkur að Viktor sé kominn á blað. Öll tölfræði var fín hjá Viktori í fyrstu fjórum leikjunum og hann var að koma sér í góðar stöður og færi. Það vantaði bara að reka smiðshöggið og það kom í kvöld sem er bara frábært. Sömueleiðis er gott að halda hreinu og uppskera eins og maður sáir fyrir vinnu sína í varnarleiknum,“ sagði Jón Þór. Besta deild karla ÍA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Sjá meira
„Við notuðum æfingavikuna frá tapinu gegn KR í það að rifja það upp hverjir væru styrkleikar liðsins og þéttum raðirnar. Við höfum byrjað alla leikina í sumar af krafti án þess að ná að nýta okkur það með því að skora. Við breyttum því í dag og vorum öflugir frá fyrstu mínútu og komumst fljótlega yfir,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA. „Við spiluðum svo bara vel heilt yfir í leiknum og skoruðum þrjú góð mörk eftir flottar sóknir. Við gáfum fá færi á okkur og það var mikill dugnaður í varnarleik liðsins allt frá fremsta manni til þess aftasta. Þannig viljum við hafa það og ég er mjög sáttur við vinnuframlagið,“ sagði Jón Þór enn fremur. Athygli vakti að Jóhannes Björn Vall hóf leikinn á varamannabekknum og Gísli Laxdal lék í vinstri vængbakverðinum í hans stað. „Jóhannes var að glíma við meiðsli og Gísli Laxdal leysti hann bara einstaklega vel af hólmi. Spilaði vel í varnarleiknum og var ógnandi í sóknarleiknum. Við vitum vel að Gísli Laxdal getur spilað þessa stöðu með glæsibrag og hann sýndi það í kvöld,“ sagði hann um leikmann sinn. „Það er gott fyrir okkur að Viktor sé kominn á blað. Öll tölfræði var fín hjá Viktori í fyrstu fjórum leikjunum og hann var að koma sér í góðar stöður og færi. Það vantaði bara að reka smiðshöggið og það kom í kvöld sem er bara frábært. Sömueleiðis er gott að halda hreinu og uppskera eins og maður sáir fyrir vinnu sína í varnarleiknum,“ sagði Jón Þór.
Besta deild karla ÍA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Sjá meira