Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Samúel Karl Ólason, Magnús Jochum Pálsson og Jón Þór Stefánsson skrifa 7. maí 2025 08:53 Nýr páfi, Leó XIV, heitir Robert Francis Prevost að skírnarnafni og er frá Chicago í Bandaríkjunum. AP Kardinálar kaþólsku kirkjunnar hafa valið sér nýjan páfa, Bandaríkjamanninn Robert Francis Prevost sem tekur sér nafnið Leó XIV. Vísir fylgist með gangi mála á sérstakri páfakjörsvakt en einnig er hægt að horfa á beina útsendingu frá Páfagarði. Prevost er 69 ára gamall, fæddur í Chicago 14. september 1955 og er fyrsti bandaríski páfi kaþólsku kirkjunnar. Valið tók ekki langan tíma, tókst á öðrum degi páfakjörs eftir annað hvort fjórar eða fimm atkvæðagreiðslur. Til þess að verða páfi þurfti kardináli að tryggja sér stuðning tveggja af hverjum þremur kardinálum með atkvæðisrétt, eða 89 atkvæði. Í heildina eru kardinálar 252 talsins. Af þeim 133 sem höfðu atkvæðarétt í Páfakjörinu voru 108 skipaðir af Frans, svo þetta var fyrsta páfakjör þeirra. Hér að neðan má sjá beina útsendingu frá Páfagarði þar sem fylgst verður með athöfnum dagins. Lengsta páfakjör sögunnar hófst í nóvember 1268. Það stóð yfir í tæp þrjú ár og lauk ekki fyrr en í september 1271. Þá var nýr páfi ekki valinn fyrr en íbúar Viterbo, þar sem páfakjörið fór fram, höfðu rifið þakið af byggingunni þar sem kardinálarnir héldu til og komu í veg fyrir að þeir fengu meiri mat en brauð og vatn einu sinni á dag. Á síðustu öldum stóð stysta páfakjörið yfir í einungis nokkrar klukkustundir en það var þegar Júlíus annar var kjörinn páfi árið 1503. Séu allra nýjustu páfarnir skoðaðir var Frans páfi kjörinn árið 2013 í fimmtu atkvæðagreiðslunni. Benedikt var kjörinn í þeirri fjórðu árið 2005. Páfakjör Jóhannes páfa árið 1978 stóð yfir í þrjá daga. Hann var kjörinn í áttundu atkvæðagreiðslunni. Hér að ofan má sjá útsendingu af reykháfinum fræga þegar hvíti reykurinn sást fyrst. Hér fyrir neðan má síðan fylgjast með páfakjörsvaktinni sem verður uppfærð í kringum atvkæðagreiðslu kardínálanna:
Prevost er 69 ára gamall, fæddur í Chicago 14. september 1955 og er fyrsti bandaríski páfi kaþólsku kirkjunnar. Valið tók ekki langan tíma, tókst á öðrum degi páfakjörs eftir annað hvort fjórar eða fimm atkvæðagreiðslur. Til þess að verða páfi þurfti kardináli að tryggja sér stuðning tveggja af hverjum þremur kardinálum með atkvæðisrétt, eða 89 atkvæði. Í heildina eru kardinálar 252 talsins. Af þeim 133 sem höfðu atkvæðarétt í Páfakjörinu voru 108 skipaðir af Frans, svo þetta var fyrsta páfakjör þeirra. Hér að neðan má sjá beina útsendingu frá Páfagarði þar sem fylgst verður með athöfnum dagins. Lengsta páfakjör sögunnar hófst í nóvember 1268. Það stóð yfir í tæp þrjú ár og lauk ekki fyrr en í september 1271. Þá var nýr páfi ekki valinn fyrr en íbúar Viterbo, þar sem páfakjörið fór fram, höfðu rifið þakið af byggingunni þar sem kardinálarnir héldu til og komu í veg fyrir að þeir fengu meiri mat en brauð og vatn einu sinni á dag. Á síðustu öldum stóð stysta páfakjörið yfir í einungis nokkrar klukkustundir en það var þegar Júlíus annar var kjörinn páfi árið 1503. Séu allra nýjustu páfarnir skoðaðir var Frans páfi kjörinn árið 2013 í fimmtu atkvæðagreiðslunni. Benedikt var kjörinn í þeirri fjórðu árið 2005. Páfakjör Jóhannes páfa árið 1978 stóð yfir í þrjá daga. Hann var kjörinn í áttundu atkvæðagreiðslunni. Hér að ofan má sjá útsendingu af reykháfinum fræga þegar hvíti reykurinn sást fyrst. Hér fyrir neðan má síðan fylgjast með páfakjörsvaktinni sem verður uppfærð í kringum atvkæðagreiðslu kardínálanna:
Páfagarður Páfakjör 2025 Andlát Frans páfa Leó fjórtándi páfi Tengdar fréttir Kardinálarnir læstir inni á morgun Kardinálar kaþólsku kirkjunnar munu á morgun setjast niður í Sixtínsku kapellunni og hefja leitina að nýjum páfa. Þar verða 133 kardinálar frá sjötíu löndum innilokaðir þar til hvítan reyk ber frá páfagerði, til marks um að nýr páfi hafi verið kjörinn. 6. maí 2025 11:35 Birti mynd af sér í páfaskrúða Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í gær mynd af sér á samfélagsmiðlum klæddum páfaskrúða. Kaþólikkar sem og aðrir hafa tekið misvel í þetta uppátæki hans og þykir mörgum hann vanvirða minningu Frans páfa sem féll frá nýlega. 3. maí 2025 09:35 Gröf Frans páfa opin gestum Frá og með deginum í dag geta gestir barið gröf Frans páfa í Maríukirkju í Róm augum. Páfinn var borinn til hinstu hvílu í gær. 27. apríl 2025 11:16 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Kardinálarnir læstir inni á morgun Kardinálar kaþólsku kirkjunnar munu á morgun setjast niður í Sixtínsku kapellunni og hefja leitina að nýjum páfa. Þar verða 133 kardinálar frá sjötíu löndum innilokaðir þar til hvítan reyk ber frá páfagerði, til marks um að nýr páfi hafi verið kjörinn. 6. maí 2025 11:35
Birti mynd af sér í páfaskrúða Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í gær mynd af sér á samfélagsmiðlum klæddum páfaskrúða. Kaþólikkar sem og aðrir hafa tekið misvel í þetta uppátæki hans og þykir mörgum hann vanvirða minningu Frans páfa sem féll frá nýlega. 3. maí 2025 09:35
Gröf Frans páfa opin gestum Frá og með deginum í dag geta gestir barið gröf Frans páfa í Maríukirkju í Róm augum. Páfinn var borinn til hinstu hvílu í gær. 27. apríl 2025 11:16