Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. maí 2025 12:01 Lamine Yamal í baráttu við Alessandro Bastoni og Francesco Acerbi í leik Inter og Barcelona á San Siro í gær. getty/MB Media Einvígi Inter og Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu tímabilið 2009-10 var með þeim eftirminnilegri í seinni tíð. Einvígi sömu liða í undanúrslitunum á þessu tímabili tók því þó fram. Það hafði einfaldlega allt það besta sem fótboltinn hefur upp á að bjóða. Meðal aðalleikara í þessum magnaða gleðileik voru tveir leikmenn á ólíkum enda ferilsins. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í leiknum á San Siro í gær sendi Pedri á Lamine Yamal við hægra vítateigshornið. Hann fór inn á vinstri fótinn og lét vaða en boltinn small í stönginni. Hálfri mínútu síðar geystist Inter í skyndisókn. Marcus Thuram sendi á Denzel Dumfries sem hafði betur í baráttu við Gerard Martín og sendi fyrir. Sendingin var föst og hitti á skotmarkið, ólíklegasta manninn á vellinum fyrir utan markverðina til að vera í þessari stöðu; hinn 37 ára Francesco Acerbi. Og hann kláraði færið eins og hann hefði aldrei gert annað og jafnaði í 3-3. Acerbi fagnaði sem óður væri, reif sig úr að ofan og stakk sér nánast til sunds. Þetta var fyrsta Evrópumark Acerbis á ferlinum og það var þungi í fagninu. Acerbi var elsti leikmaður vallarins, tveimur árum eldri en faðir Yamals. Og miðvörðurinn hefur fengið að reyna ýmislegt á ævinni. Setti tappann í flöskuna Þegar Acerbi lék með Sassuolo greindist hann tvisvar með eistnakrabbamein en sigraðist á því. Hann segir líka að krabbameinið hefði bjargað sér. „Eftir að pabbi dó brotlenti ég og fór á botninn. Ég var hjá Milan og ekkert örvaði mig. Ég vissi ekki hvernig ég átti að spila lengur. Ég byrjaði að drekka. Drakk allt. Krabbameinið bjargaði mér. Ég hafði eitthvað til að berjast gegn, hindrun til að yfirstíga,“ sagði Acerbi. Hann er kannski ágætis tákngervingur fyrir Inter-liðið. Gamall, reyndur, stoltur og ódrepandi. Tilbúinn að fórna lífi og limum fyrir heildina. Acerbi spilaði ekki í efstu deild fyrr en hann var 22 ára, lék fyrsta keppnisleikinn með ítalska landsliðinu 32 ára en nú er að fara að spila annan úrslitaleikinn í Meistaradeildinni á þremur árum, farinn að nálgast fertugt. Ef ferill Acerbis fór hægt af stað hefur ferill Yamals farið af stað með þvílíku farti. Hann hefur slegið flest aldursmet sem í boði eru og er einfaldlega einn besti leikmaður heims þrátt fyrir að verða ekki átján ára fyrr en í júlí. Yamal hafði ekki tíma til að verða efnilegur. Hann stökk yfir þann fasa ferilsins og komst nánast strax í snillinga tölu. Vanmáttur bestu varnar keppninnar Strákurinn var magnaður í fyrri leiknum gegn Inter, skoraði eftirminnilegt mark, skaut tvisvar sinnum í tréverkið og réðist endalaust á vörn Ítalanna þrátt fyrir að vera tví- og þrídekkaður af fullorðnum karlmönnum. „Lamine er hæfileikamaður sem kemur einu sinni fram á fimmtíu ára fresti og að sjá hann í návígi hreif mig,“ sagði Simone Inzaghi, þjálfari Inter, eftir leikinn í Barcelona í síðustu viku sem endaði 3-3. Fyrir hann hafði Inter aðeins fengið á sig fimm mörk í tólf leikjum í Meistaradeildinni. En besta vörn keppninnar átti ekkert svar við Yamal. „Hann er einstakur. Hann er snillingur. Hann stígur fram í stóru leikjunum. Ef svona leikmenn koma fram á fimmtíu ára fresti eins og Simone sagði er ég ánægður að það sé fyrir Barcelona,“ sagði Flick eftir fyrri leikinn. Frammistaða Yamals í fyrri leiknum minnti undirritaðan á frammistöðu Lionels Messi gegn Englandsmeisturum og stórkostlegu varnarliði Chelsea tímabilið 2005-06. Hann sýndi þá í eitt fyrsta skiptið á stærsta sviðinu hvers lags hæfileikamaður hann var. Hann eyðilagði feril Asiers Del Horno á einu kvöldi og stimplaði sig inn í minni heimsbyggðarinnar. En hann var nítján ára þá. Yamal verður ekki átján ára fyrr en eftir tvo mánuði. Hann hefur þegar spilað yfir hundrað leiki fyrir aðallið Barcelona og skorað 22 mörk og lagt upp 33. Á sama tíma á ferlinum hafði Messi spilaði níu leiki og skorað eitt mark og Cristiano Ronaldo var með nítján leiki og fimm mörk á ferilskránni. Einvígið gegn Sommer Yamal hélt uppteknum hætti í leiknum á San Siro í gær. Þrátt fyrir allan fjöldann af hæfileikaríkum sóknarmönnum leituðu Börsungar alltaf fyrst að Yamal. Hann átti fjórtán einleiki sem er það mesta síðan Neymar átti fimmtán einleiki í leik Paris Saint-Germain og Atalanta 2020. Og Yamal lét heldur betur reyna á Yann Sommer, frábæran markvörð Inter, og á köflum var þetta eins og einvígi þeirra tveggja. Besta varsla Svisslendingsins kom á 114. mínútu þegar Yamal fór inn á hægri fótinn og reyndi að snúa boltann í fjærhornið en Sommer nýtti alla sína ekkert svo mörgu sentímetra miðað við markvörð og blakaði boltanum í horn. Varsla sem minnti um margt á fræga vörslu Júlios César frá Messi í seinni leik Barcelona og Inter í undanúrslitum Meistaradeildarinnar 2010. Yamal var kannski í tapliði í gær en hann var ekki sigraður. Framtíðin er hans. Sennilega hefur enginn ungur fótboltamaður verið jafn góður jafn ungur og gert jafn mikið nema Pélé og það má alveg deila um það. En Acerbi og Inter eru á lífi fyrir næsta slag, þann síðasta á Allianz Arena í München 31. maí. Síðast þegar Inter sló Barcelona út í undanúrslitum varð liðið Evrópumeistari. Og það skildi enginn veðja gegn þeim blásvörtu í úrslitaleiknum, sama hver andstæðingurinn verður. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Utan vallar Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira
Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í leiknum á San Siro í gær sendi Pedri á Lamine Yamal við hægra vítateigshornið. Hann fór inn á vinstri fótinn og lét vaða en boltinn small í stönginni. Hálfri mínútu síðar geystist Inter í skyndisókn. Marcus Thuram sendi á Denzel Dumfries sem hafði betur í baráttu við Gerard Martín og sendi fyrir. Sendingin var föst og hitti á skotmarkið, ólíklegasta manninn á vellinum fyrir utan markverðina til að vera í þessari stöðu; hinn 37 ára Francesco Acerbi. Og hann kláraði færið eins og hann hefði aldrei gert annað og jafnaði í 3-3. Acerbi fagnaði sem óður væri, reif sig úr að ofan og stakk sér nánast til sunds. Þetta var fyrsta Evrópumark Acerbis á ferlinum og það var þungi í fagninu. Acerbi var elsti leikmaður vallarins, tveimur árum eldri en faðir Yamals. Og miðvörðurinn hefur fengið að reyna ýmislegt á ævinni. Setti tappann í flöskuna Þegar Acerbi lék með Sassuolo greindist hann tvisvar með eistnakrabbamein en sigraðist á því. Hann segir líka að krabbameinið hefði bjargað sér. „Eftir að pabbi dó brotlenti ég og fór á botninn. Ég var hjá Milan og ekkert örvaði mig. Ég vissi ekki hvernig ég átti að spila lengur. Ég byrjaði að drekka. Drakk allt. Krabbameinið bjargaði mér. Ég hafði eitthvað til að berjast gegn, hindrun til að yfirstíga,“ sagði Acerbi. Hann er kannski ágætis tákngervingur fyrir Inter-liðið. Gamall, reyndur, stoltur og ódrepandi. Tilbúinn að fórna lífi og limum fyrir heildina. Acerbi spilaði ekki í efstu deild fyrr en hann var 22 ára, lék fyrsta keppnisleikinn með ítalska landsliðinu 32 ára en nú er að fara að spila annan úrslitaleikinn í Meistaradeildinni á þremur árum, farinn að nálgast fertugt. Ef ferill Acerbis fór hægt af stað hefur ferill Yamals farið af stað með þvílíku farti. Hann hefur slegið flest aldursmet sem í boði eru og er einfaldlega einn besti leikmaður heims þrátt fyrir að verða ekki átján ára fyrr en í júlí. Yamal hafði ekki tíma til að verða efnilegur. Hann stökk yfir þann fasa ferilsins og komst nánast strax í snillinga tölu. Vanmáttur bestu varnar keppninnar Strákurinn var magnaður í fyrri leiknum gegn Inter, skoraði eftirminnilegt mark, skaut tvisvar sinnum í tréverkið og réðist endalaust á vörn Ítalanna þrátt fyrir að vera tví- og þrídekkaður af fullorðnum karlmönnum. „Lamine er hæfileikamaður sem kemur einu sinni fram á fimmtíu ára fresti og að sjá hann í návígi hreif mig,“ sagði Simone Inzaghi, þjálfari Inter, eftir leikinn í Barcelona í síðustu viku sem endaði 3-3. Fyrir hann hafði Inter aðeins fengið á sig fimm mörk í tólf leikjum í Meistaradeildinni. En besta vörn keppninnar átti ekkert svar við Yamal. „Hann er einstakur. Hann er snillingur. Hann stígur fram í stóru leikjunum. Ef svona leikmenn koma fram á fimmtíu ára fresti eins og Simone sagði er ég ánægður að það sé fyrir Barcelona,“ sagði Flick eftir fyrri leikinn. Frammistaða Yamals í fyrri leiknum minnti undirritaðan á frammistöðu Lionels Messi gegn Englandsmeisturum og stórkostlegu varnarliði Chelsea tímabilið 2005-06. Hann sýndi þá í eitt fyrsta skiptið á stærsta sviðinu hvers lags hæfileikamaður hann var. Hann eyðilagði feril Asiers Del Horno á einu kvöldi og stimplaði sig inn í minni heimsbyggðarinnar. En hann var nítján ára þá. Yamal verður ekki átján ára fyrr en eftir tvo mánuði. Hann hefur þegar spilað yfir hundrað leiki fyrir aðallið Barcelona og skorað 22 mörk og lagt upp 33. Á sama tíma á ferlinum hafði Messi spilaði níu leiki og skorað eitt mark og Cristiano Ronaldo var með nítján leiki og fimm mörk á ferilskránni. Einvígið gegn Sommer Yamal hélt uppteknum hætti í leiknum á San Siro í gær. Þrátt fyrir allan fjöldann af hæfileikaríkum sóknarmönnum leituðu Börsungar alltaf fyrst að Yamal. Hann átti fjórtán einleiki sem er það mesta síðan Neymar átti fimmtán einleiki í leik Paris Saint-Germain og Atalanta 2020. Og Yamal lét heldur betur reyna á Yann Sommer, frábæran markvörð Inter, og á köflum var þetta eins og einvígi þeirra tveggja. Besta varsla Svisslendingsins kom á 114. mínútu þegar Yamal fór inn á hægri fótinn og reyndi að snúa boltann í fjærhornið en Sommer nýtti alla sína ekkert svo mörgu sentímetra miðað við markvörð og blakaði boltanum í horn. Varsla sem minnti um margt á fræga vörslu Júlios César frá Messi í seinni leik Barcelona og Inter í undanúrslitum Meistaradeildarinnar 2010. Yamal var kannski í tapliði í gær en hann var ekki sigraður. Framtíðin er hans. Sennilega hefur enginn ungur fótboltamaður verið jafn góður jafn ungur og gert jafn mikið nema Pélé og það má alveg deila um það. En Acerbi og Inter eru á lífi fyrir næsta slag, þann síðasta á Allianz Arena í München 31. maí. Síðast þegar Inter sló Barcelona út í undanúrslitum varð liðið Evrópumeistari. Og það skildi enginn veðja gegn þeim blásvörtu í úrslitaleiknum, sama hver andstæðingurinn verður.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Utan vallar Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira