Innlent

Bein út­sending: Staða ungs fatlaðs fólks á hús­næðis- og leigu­markaði

Atli Ísleifsson skrifar
Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra mun opna fundinn.
Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra mun opna fundinn. Vísir/Anton Brink

Hver er staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði? Hvaða hindranir standa í vegi fyrir þessum fjölbreytta hópi fólks og hvaða aðgerðir þarf að ráðast í til að jafna aðgengi þeirra að húsnæðisöryggi?

Þetta eru spurningar sem teknar verða fyrir á málþingi húsnæðishópur ÖBÍ réttindasamtaka, sem er með yfirskriftina: „Þetta er allt í vinnslu… húsnæðistækifæri ungs fatlaðs fólks“.

Málþingið fer fram á Hótel Reykjavík Grand milli klukkan 15:30 og 17 í dag og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi í spilaranum að neðan. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra mun opna fundinn.

„Þrátt fyrir fögur fyrirheit um aðgerðir í húsnæðismálum fatlaðs fólks virðast lausnirnar alltaf vera rétt handan við hornið og fólk er beðið um að vera þolinmótt aðeins lengur. Sú staða er sérstaklega slæm fyrir ungt fatlað fólk sem fær ekki tækifæri til að lifa sjálfstæðu lífi líkt og ófatlaðir jafnaldrar þeirra. Á fundinum ræðum við hvernig staðan er og við heyrum frásagnir ungs fólks af reynslu sinni af húsnæðismarkaðnum,“ segir í tilkynningunni.

Frummælendur:

  • María Pétursdóttir, formaður húsnæðishóps ÖBÍ
  • Sveinbjörn Benedikt Eggertsson varaformaður Átaks, félags fólks með þroskahömlun
  • Áslaug Ýr Hjartardóttir nemandi við Háskóla Íslands
  • Styrmir Hallsson fulltrúi Sjálfsbjargar í UngÖBÍ
  • Alexander Steingrímsson hugaraflsfélagi og sjálfboðaliði



Fleiri fréttir

Sjá meira


×