Sport

Dag­skráin: Kemst Ár­mann upp í Bónus deildina?

Haraldur Örn Haraldsson skrifar
Ármann er einum sigri frá því að komast upp í Bónus deildina
Ármann er einum sigri frá því að komast upp í Bónus deildina @armannkarfa

Það er nóg af beinum útsendingum á sportstöðvunum í dag og í kvöld.

Fjórði leikur Hamars og Ármanns fer fram en þar getur Ármann tryggt sér upp úr 1. deild karla í körfubolta.

Fimmta umferð Bestu deildar kvenna heldur áfram en þar mætast Víkingur og Fram í Víkinni og FH tekur á móti Stjörnunni.

Umspilið í Championship deildinni hefst þar sem lærisveinar Frank Lampard í Coventry taka á móti Sunderland.

Opna tyrkneska mótið í golfi hefst um morguninn og seinna um daginn heldur Golfið áfram þar sem kvennamótið Mizuho Americas Open er einnig að byrja.

Þá fer leikur Nurnberg og Köln í 2. Bundesliga fram en Köln er í öðru sæti deildarinnar og gætu tekið stórt skref í að fara upp um deild, þar sem þetta er næst síðasti leikur tímabilsins.

Stöð 2 Sport

Klukkan 17:50 hefst útsending frá leik FH og Stjörnunnar í 5. Umferð Bestu deild kvenna. Leikurinn hefst klukkan 18:00 en fyrir leik er hitað upp með viðtölum frá þjálfurunum.

Klukkan 20:00 eða strax að loknum leik hefjast Bestu mörkin þar sem umferðin í Bestu deild kvenna verður gerð upp.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 10:30 hefst útsending frá Opna tyrkneska mótaröðinni í golfi.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 15:00 hefst útsending frá Mizuho Americas Open í LPGA mótaröðinni.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 19:05 hefst útsending frá leik Hamars og Ármanns í umspilinu til þess að komast upp úr 1. deild karla í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 19:15.

Vodafone Sport

Klukkan 16:25 hefst útsending frá leik Nurnberg og Köln í 2. Bundesliga.

Klukkan 18:50 hefst útsending frá leik Coventry og Sunderland í undanúrslitum uspilsins í Championship deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×