Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. maí 2025 23:40 Þorgils mætti með búta úr þakskegginu þar sem á var kústskaft. Vísir/Sigurjón Húsnæðis- og mannvirkjastofnun leggur til að farið verði í róttækar breytingar á eftirliti með byggingaframkvæmdum. Maður sem keypti ónýtt hús þar sem kústskaft var notað til að halda þakkkantinum uppi vonast eftir réttlæti handa húsnæðiskaupendum. Reglulega berast fréttir af göllum líkt og lekavandræðum í nýbyggingum. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir núverandi eftirlitskerfi fullreynt og kynnti í dag nýjan vegvísi um eftirlit með byggingariðnaði. Lagt er til að byggingareftirlit færist frá byggingarfulltrúum sveitarfélaga til fagaðila undir hatti óháðra skoðunarstofa. Réttur tryggður með nýrri tryggingu Þórunn Sigurðardóttir framkvæmdastjóri sviðs mannvirkja- og sjálfbærni hjá stofnuninni segir vonir standa til að fréttir af lekum húsum geti með þessum breytingum heyrt sögunni til. „Við vonumst til þess að í breyttu eftirltii muni rísa hér fleiri betri mannvirki og að stjórnsýslan verði skilvirkari og að neytendavernd verði stóraukin.“ Auk þess er lagt til að sérstök byggingartrygging verði tekin upp í stað núverandi starfsábyrgðatryggingar. Hún gildi í tíu ár eftir að íbúð er tekin í notkun. „Þannig ef upp koma gallar þá sitji neytendur ekki uppi með tjónið, þeir geti leitað aðstoðar hjá tryggingafélaginu en þurfi ekki sjálfir að fara í dómsmál.“ Þorgils Jónsson er einn þeirra sem höfða hefur þurft slíkt dómsmál eftir að hús sem hann keypti reyndist ónýtt vegna myglu. Hann fékk engar bætur og segist hann vona að breytingarnar verði til þess að fleiri þurfi ekki að sitja í sömu sporum. Þorgils mætti með kústskaft á fund HMS í dag. „Þegar húsið mitt var tekið í sundur, það var byggt af snillingum, þá kom í ljós að í þakkantinum hafði verið notað kústskaft til að halda þakkantinum saman, eins og sagt í dómsmálinu mínu engu til sparað einungis besta efnið notað, þannig þetta kom í ljós þegar við fórum í að rífa húsið í sundur sem eyðilagðist. Þetta er bara, ég veit ekki hvað ég get sagt, þetta eru bara ótrúleg vinnubrögð.“ Byggingariðnaður Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli sigraði Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Reglulega berast fréttir af göllum líkt og lekavandræðum í nýbyggingum. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir núverandi eftirlitskerfi fullreynt og kynnti í dag nýjan vegvísi um eftirlit með byggingariðnaði. Lagt er til að byggingareftirlit færist frá byggingarfulltrúum sveitarfélaga til fagaðila undir hatti óháðra skoðunarstofa. Réttur tryggður með nýrri tryggingu Þórunn Sigurðardóttir framkvæmdastjóri sviðs mannvirkja- og sjálfbærni hjá stofnuninni segir vonir standa til að fréttir af lekum húsum geti með þessum breytingum heyrt sögunni til. „Við vonumst til þess að í breyttu eftirltii muni rísa hér fleiri betri mannvirki og að stjórnsýslan verði skilvirkari og að neytendavernd verði stóraukin.“ Auk þess er lagt til að sérstök byggingartrygging verði tekin upp í stað núverandi starfsábyrgðatryggingar. Hún gildi í tíu ár eftir að íbúð er tekin í notkun. „Þannig ef upp koma gallar þá sitji neytendur ekki uppi með tjónið, þeir geti leitað aðstoðar hjá tryggingafélaginu en þurfi ekki sjálfir að fara í dómsmál.“ Þorgils Jónsson er einn þeirra sem höfða hefur þurft slíkt dómsmál eftir að hús sem hann keypti reyndist ónýtt vegna myglu. Hann fékk engar bætur og segist hann vona að breytingarnar verði til þess að fleiri þurfi ekki að sitja í sömu sporum. Þorgils mætti með kústskaft á fund HMS í dag. „Þegar húsið mitt var tekið í sundur, það var byggt af snillingum, þá kom í ljós að í þakkantinum hafði verið notað kústskaft til að halda þakkantinum saman, eins og sagt í dómsmálinu mínu engu til sparað einungis besta efnið notað, þannig þetta kom í ljós þegar við fórum í að rífa húsið í sundur sem eyðilagðist. Þetta er bara, ég veit ekki hvað ég get sagt, þetta eru bara ótrúleg vinnubrögð.“
Byggingariðnaður Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli sigraði Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira