Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. maí 2025 12:08 Egilsstaðir í blíðviðri. vísir/vilhelm Slökkviliðið á Austurlandi er á varðbergi vegna aukinnar hættu á gróðureldum en búist er við miklum þurrk og hita þar næstu daga. Slökkviliðsstjóri segist hafa mestar áhyggjur af sumarbústaðabyggðum. Mikið blíðviðri gengur nú yfir víða um land og hvergi er það betra en á Austurlandi. Búist má við því að hitastig nái um 21 gráðu þegar best lætur á Egilsstöðum. Almannavarnanefnd lögreglunnar á Austurlandi hefur hvatt íbúa til að fara varlega með eld þar sem hætta á gróðureldum hefur aukist til muna síðustu daga. Versti tíminn núna Haraldur Geir Eðvaldsson, slökkviliðsstjóri Múlaþings, fagnar góða veðrinu en tekur fram að slökkviliðið hafi þó nokkrar áhyggjur vegna næstu daga. Á sunnudaginn er búist við 26 stiga hita á Egilsstöðum. „Það er nú bara glampandi sól og logn. Bara alveg frábært veður, 20 stiga hiti og gjörsamlega frábært veður. Það er auðvitað þannig að þegar það er svona langvarandi gott veður. Þá þornar jörðin hratt og þetta er versti tíminn núna áður en gróðurinn er sprunginn almennilega út.“ Haraldur Geir Eðvaldsson að störfum á Seyðisfirði.vísir Ef eldur kemur upp gæti hann fljótt breist út og orðið að stórum eldsvoða enda mikill þurrkur á svæðinu. Mesta hættan sé þar sem fólk er með opinn eld. „Við erum alltaf með hugan við þessar sumarbúastaðabyggðir. Sem eru byggðar inni í skógi. Þar er mesta hættan. Þar er mest af fólki og þar gengur mest á. Það eru svæðin sem við höfum mestar áhyggjur af. Fólk eigi ekki að leika sér með eld Hverju þarf fólk að huga að til að kveikja ekki óvart gróðureld? „Það er að ganga vel um grillin sín. Ef menn eru að nota kolagrill, þarf að huga vel að því að hella ekki úr þeim áður en allt er dautt og fara varlega með einnota grillin og þetta að vera ekki að leika sér með eld einhvers staðar þar sem getur verið hætta.“ Haraldur hvetur fólk til að sýna ítrustu aðgát. Fólk eigi að hringja umsvifalaust í slökkviliðið ef þau kveikja í. „Ef þú ætlar að vera með grill einhvers staðar er hægt að vera með alls konar varúðarráðstafanir. Vera með sand í fötu eða eitthvað sem þú getur notað til að hella yfir ef allt er að fara í vitleysu.“ Veður Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Mikið blíðviðri gengur nú yfir víða um land og hvergi er það betra en á Austurlandi. Búist má við því að hitastig nái um 21 gráðu þegar best lætur á Egilsstöðum. Almannavarnanefnd lögreglunnar á Austurlandi hefur hvatt íbúa til að fara varlega með eld þar sem hætta á gróðureldum hefur aukist til muna síðustu daga. Versti tíminn núna Haraldur Geir Eðvaldsson, slökkviliðsstjóri Múlaþings, fagnar góða veðrinu en tekur fram að slökkviliðið hafi þó nokkrar áhyggjur vegna næstu daga. Á sunnudaginn er búist við 26 stiga hita á Egilsstöðum. „Það er nú bara glampandi sól og logn. Bara alveg frábært veður, 20 stiga hiti og gjörsamlega frábært veður. Það er auðvitað þannig að þegar það er svona langvarandi gott veður. Þá þornar jörðin hratt og þetta er versti tíminn núna áður en gróðurinn er sprunginn almennilega út.“ Haraldur Geir Eðvaldsson að störfum á Seyðisfirði.vísir Ef eldur kemur upp gæti hann fljótt breist út og orðið að stórum eldsvoða enda mikill þurrkur á svæðinu. Mesta hættan sé þar sem fólk er með opinn eld. „Við erum alltaf með hugan við þessar sumarbúastaðabyggðir. Sem eru byggðar inni í skógi. Þar er mesta hættan. Þar er mest af fólki og þar gengur mest á. Það eru svæðin sem við höfum mestar áhyggjur af. Fólk eigi ekki að leika sér með eld Hverju þarf fólk að huga að til að kveikja ekki óvart gróðureld? „Það er að ganga vel um grillin sín. Ef menn eru að nota kolagrill, þarf að huga vel að því að hella ekki úr þeim áður en allt er dautt og fara varlega með einnota grillin og þetta að vera ekki að leika sér með eld einhvers staðar þar sem getur verið hætta.“ Haraldur hvetur fólk til að sýna ítrustu aðgát. Fólk eigi að hringja umsvifalaust í slökkviliðið ef þau kveikja í. „Ef þú ætlar að vera með grill einhvers staðar er hægt að vera með alls konar varúðarráðstafanir. Vera með sand í fötu eða eitthvað sem þú getur notað til að hella yfir ef allt er að fara í vitleysu.“
Veður Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira