Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. maí 2025 15:07 Íbúð Aðalsteins í Foldahverfinu í Grafarvogi sem var innsigluð eftir árásina í október 2024. Vísir Aðalsteinn Unnarsson, 27 ára gamall karlmaður, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps sem áttu sér stað með tæplega fjögurra ára millibili. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Aðalsteinn bar í öðru málinu fyrir sig neyðarvörn og í hinu að hafa verið í geðrofi vegna fíkniefnaneyslu. Fyrra brotið átti sér stað í Mosfellsbæ aðfaranótt föstudagsins 5. febrúar 2021 og má rekja til ágreinings og þjófnaðar á fíkniefnum. Stungan reyndist lífshættuleg og var þarmur brotaþolans sjáanlegur í gegnum opið sárið. Fram kemur í dómnum að átök hafi sprottið af fyrri deilum Aðalsteins við annan karlmann og mæltu þeir sé mót á bílaplani í Mosfellsbæ. Í hönd fóru ryskingar sem brotaþoli átti frumkvæði að. Í framhaldinu hafi Aðalsteinn rifið upp hníf og öskrað „hnífur, hnífur“ og við það hafi brotaþoli hörfað. Aðalsteinn hafi stungið hann einu sinni eða tvisvar í kviðinn og elt mennina sem hafi flúið á nærliggjandi hótelherbergi. Aðalsteinn var handtekinn og fannst hnífurinn með blóði brotaþola á hnífnum sem og erfðaefni Aðalsteins á skaftinu. Seinna brotið átti sér stað aðfaranótt 9. október 2024 í íbúð í Foldahverfinu í Reykjavík þar sem Aðalsteinn bjó. Þar réðst hann ítrekað á mann sem hafði verið gestur í íbúðinni ásamt öðrum með hnífi og stakk margoft í brjóstkassa, höfuð og útlimi. Áverkar voru metnir lífshættulegir og vitni sem bar að garði þakkað fyrir snör viðbrögð. Aðalsteinn sagðist lítið muna eftir árásinni vegna mikillar neyslu, hann gerði ekki athugasemdir við framburð brotaþola sem væri vinur hans. Aðalsteinn neitaði í báðum tilvikum að um tilraun til manndráps hefði verið að ræða. Dómurinn hafnaði varnaratriðum hans hvað varðaði neyðarvörn í fyrra málinu og ósakhæfi sökum geðrofs í því síðari. Dómurinn byggði á framburðum vitna, læknisfræðilegum gögnum og efna- og DNA-rannsóknum. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi sannað að með hátterni sínu hefði Aðalsteini ekki getað dulist að með árásum sínum hefði líkleg niðurstaða verið sú að mennirnir myndu tapa lífi. Það sé snörum viðbrögðum vitna og heilbrigðisstarfsfólks að þakka að ekki fór verr. Dómurinn dæmdi Aðalstein til sjö ára fangelsisvistar og jafnframt til að greiða fyrri brotaþolanum 1,2 milljónir króna í miskabætur og þeim síðari 2,5 milljónir króna. Dómsmál Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Fyrra brotið átti sér stað í Mosfellsbæ aðfaranótt föstudagsins 5. febrúar 2021 og má rekja til ágreinings og þjófnaðar á fíkniefnum. Stungan reyndist lífshættuleg og var þarmur brotaþolans sjáanlegur í gegnum opið sárið. Fram kemur í dómnum að átök hafi sprottið af fyrri deilum Aðalsteins við annan karlmann og mæltu þeir sé mót á bílaplani í Mosfellsbæ. Í hönd fóru ryskingar sem brotaþoli átti frumkvæði að. Í framhaldinu hafi Aðalsteinn rifið upp hníf og öskrað „hnífur, hnífur“ og við það hafi brotaþoli hörfað. Aðalsteinn hafi stungið hann einu sinni eða tvisvar í kviðinn og elt mennina sem hafi flúið á nærliggjandi hótelherbergi. Aðalsteinn var handtekinn og fannst hnífurinn með blóði brotaþola á hnífnum sem og erfðaefni Aðalsteins á skaftinu. Seinna brotið átti sér stað aðfaranótt 9. október 2024 í íbúð í Foldahverfinu í Reykjavík þar sem Aðalsteinn bjó. Þar réðst hann ítrekað á mann sem hafði verið gestur í íbúðinni ásamt öðrum með hnífi og stakk margoft í brjóstkassa, höfuð og útlimi. Áverkar voru metnir lífshættulegir og vitni sem bar að garði þakkað fyrir snör viðbrögð. Aðalsteinn sagðist lítið muna eftir árásinni vegna mikillar neyslu, hann gerði ekki athugasemdir við framburð brotaþola sem væri vinur hans. Aðalsteinn neitaði í báðum tilvikum að um tilraun til manndráps hefði verið að ræða. Dómurinn hafnaði varnaratriðum hans hvað varðaði neyðarvörn í fyrra málinu og ósakhæfi sökum geðrofs í því síðari. Dómurinn byggði á framburðum vitna, læknisfræðilegum gögnum og efna- og DNA-rannsóknum. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi sannað að með hátterni sínu hefði Aðalsteini ekki getað dulist að með árásum sínum hefði líkleg niðurstaða verið sú að mennirnir myndu tapa lífi. Það sé snörum viðbrögðum vitna og heilbrigðisstarfsfólks að þakka að ekki fór verr. Dómurinn dæmdi Aðalstein til sjö ára fangelsisvistar og jafnframt til að greiða fyrri brotaþolanum 1,2 milljónir króna í miskabætur og þeim síðari 2,5 milljónir króna.
Dómsmál Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira