„Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 13. maí 2025 20:35 Margrét Kristín Pálsdóttir hefur tekið við embætti Úlfars Lúðvíkssonar. Vísir/Samsett Margrét Kristín Pálsdóttir hefur verið skipuð tímabundið í embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum eftir að Úlfar Lúðvíksson baðst lausnar. Hún segir embættið víðamikið og áskoranirnar margar en er jafnframt þakklát fyrir traustið. „Þetta leggst bara ágætlega vel í mig. Þetta ber svolítið bratt að og ég er auðvitað líka þakklát að hafa fengið þetta traust til að leiða þetta stóra og mikilvæga embætti þó það sé í stuttan tíma,“ segir Margrét Kristín Pálsdóttir í samtali við fréttastofu. Fyrr í dag var greint frá því að Úlfar Lúðvíksson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, baðst lausnar úr embætti eftir að Þorbjörg Sigríðar Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra tilkynnti honum að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. „Það eru breyttar forsendur og það eru auðvitað pólitískar áherslur í auknu vægi í áherslu okkar á stjórn landamæra. Ég get endurtekið við þig það sem ég sagði við Úlfar að þetta hefur ekkert með hans störf að gera heldur breyttar áherslur og aukin stærð og þungi embættisins,“ sagði Þorbjörg í samtali við fréttastofu. Margréti Kristínu var boðin staðan í hádeginu í dag. „Strax í fyrramálið mun ég hitta framkvæmdastjórn og síðan mun ég reyna hitta sem flesta starfsmenn.“ Margrét er lögfræðimenntuð og var skipuð í stöðu aðstoðarlögreglustjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í maí árið 2024. Hún hefur áður starfað á Suðurnesjunum sem aðstoðarlögreglustjóri. „Ég hef alltaf sagt að embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum er auðvitað mjög umfangsmikið og fjölmargar áskoranir sem eru þar. Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek henni bara vel,“ segir Margrét. „Ég mun taka stöðuna á morgun á fólkinu en þetta er auðvitað tímabundin staða sem ég tek að mér þangað til það verður auglýst eftir nýjum lögreglustjóra. Ég hef töluverða reynslu af bæði störfum lögreglu og málefnum landamæra þannig það var kannski nærtækt að hafa samband við mig á þessu augnabliki.“ Setning Margrétar er til 1. október svo hún gerir ráð fyrir að nýr lögreglustjóri verði skipaður fyrir þann tíma. Að hennar sögn ætlar hún ekki í áherslubreytingar innan embættisins heldur sé einungis um tímabundna stöðu að ræða. „Ég held að hlutverk mitt sé að sinna þessu almenna starfi lögreglustjóra og annast daglega starfsemi embættisins. Svo kemur það í ljós hvort að það verði einhverjar breytingar gerðar en ég sé það ekki fyrir mér á þessu tímabili en það verður að koma í ljós.“ Í viðtali við dómsmálaráðherra sagði hún að töluverðar breytingar séu fyrirhugaðar á embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Breytingarnar séu í samræmi við áherslur nýrrar ríkisstjórnar um aukin þunga í landamærapólitík. Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistaskipti Reykjanesbær Grindavík Suðurnesjabær Vogar Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
„Þetta leggst bara ágætlega vel í mig. Þetta ber svolítið bratt að og ég er auðvitað líka þakklát að hafa fengið þetta traust til að leiða þetta stóra og mikilvæga embætti þó það sé í stuttan tíma,“ segir Margrét Kristín Pálsdóttir í samtali við fréttastofu. Fyrr í dag var greint frá því að Úlfar Lúðvíksson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, baðst lausnar úr embætti eftir að Þorbjörg Sigríðar Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra tilkynnti honum að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. „Það eru breyttar forsendur og það eru auðvitað pólitískar áherslur í auknu vægi í áherslu okkar á stjórn landamæra. Ég get endurtekið við þig það sem ég sagði við Úlfar að þetta hefur ekkert með hans störf að gera heldur breyttar áherslur og aukin stærð og þungi embættisins,“ sagði Þorbjörg í samtali við fréttastofu. Margréti Kristínu var boðin staðan í hádeginu í dag. „Strax í fyrramálið mun ég hitta framkvæmdastjórn og síðan mun ég reyna hitta sem flesta starfsmenn.“ Margrét er lögfræðimenntuð og var skipuð í stöðu aðstoðarlögreglustjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í maí árið 2024. Hún hefur áður starfað á Suðurnesjunum sem aðstoðarlögreglustjóri. „Ég hef alltaf sagt að embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum er auðvitað mjög umfangsmikið og fjölmargar áskoranir sem eru þar. Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek henni bara vel,“ segir Margrét. „Ég mun taka stöðuna á morgun á fólkinu en þetta er auðvitað tímabundin staða sem ég tek að mér þangað til það verður auglýst eftir nýjum lögreglustjóra. Ég hef töluverða reynslu af bæði störfum lögreglu og málefnum landamæra þannig það var kannski nærtækt að hafa samband við mig á þessu augnabliki.“ Setning Margrétar er til 1. október svo hún gerir ráð fyrir að nýr lögreglustjóri verði skipaður fyrir þann tíma. Að hennar sögn ætlar hún ekki í áherslubreytingar innan embættisins heldur sé einungis um tímabundna stöðu að ræða. „Ég held að hlutverk mitt sé að sinna þessu almenna starfi lögreglustjóra og annast daglega starfsemi embættisins. Svo kemur það í ljós hvort að það verði einhverjar breytingar gerðar en ég sé það ekki fyrir mér á þessu tímabili en það verður að koma í ljós.“ Í viðtali við dómsmálaráðherra sagði hún að töluverðar breytingar séu fyrirhugaðar á embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Breytingarnar séu í samræmi við áherslur nýrrar ríkisstjórnar um aukin þunga í landamærapólitík.
Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistaskipti Reykjanesbær Grindavík Suðurnesjabær Vogar Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira